Leita í fréttum mbl.is

Selvogsgatan á hraðferð

Maðurinn keyrði mig upp að neyðarskýlinu á Bláfjallavegi... þar sem vegurinn sker Selvogsgötuna. Þar stendur á skilti að leiðin sé 18 km.
Ég gekk ein... lagði af stað 11:52... nákvæmlega.
Lagt í Selvogsgötuna 2009Ég hafði ákveðið að ganga hratt og stoppa ekkert á leiðinni. Það fór nú aðeins út í öfgar því stundum hljóp ég næstum við fót.  Einu sinni datt ég kylliflöt, stangaði jörðina en var svo blessuð að meiða mig ekki... og oft rak ég tærnar í án þess að detta. 
Fuglarnir létu heyra í sér, yrðlingur skaust inn í vörðu þegar ég var komin upp að honum og nokkrar kindur voru með lömb á beit... ég var eina manneskjan á ferð.
Hraðametið mitt féll í þessari ferð því ég kom niður á veginn við Hlíðavatn kl 14:39. Gangan var semsagt 2 tímar og 47mín.

Hjólhýsið beið í Selvoginum þar sem Lúlli grillaði og dundaði við viðhald... við ætluðum upphaflega að gista þar en ég vildi fara heim eftir kvöldmatinn svo við renndum heim aftur.


Bloggfærslur 15. júlí 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband