Leita í fréttum mbl.is

Gamalt og nýtt lögmál... Mark 2:18-22

-18- Lærisveinar Jóhannesar og farísear héldu nú föstu. Þá koma menn til Jesú og spyrja hann: Hví fasta lærisveinar Jóhannesar og lærisveinar farísea, en þínir lærisveinar fasta ekki?
-19- Jesús svaraði þeim: Hvort geta brúðkaupsgestir fastað, meðan brúðguminn er hjá þeim? Alla þá stund, sem brúðguminn er hjá þeim, geta þeir ekki fastað.
-20- En koma munu þeir dagar, er brúðguminn verður frá þeim tekinn, þá munu þeir fasta, á þeim degi.

Hátíðir og föstur hafa verið órjúfanleg hefð hjá gyðingum... enda ákvæði í lögmálinu. Jesús og lærisveinar hans föstuðu ekki... og gyðingar flokkuðu það sem lögmálsbrot. Jesús segir að þeir muni fasta þann dag sem hann verður tekinn frá þeim. 

-21- Enginn saumar bót af óþæfðum dúk á gamalt fat, því þá rífur nýja bótin af hinu gamla og verður af verri rifa.
-22- Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi, því þá sprengir vínið belgina, og vínið ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látið á nýja belgi. 

Jesús kom með nýtt lögmál... ekki viðbætur við hið gamla - NÝTT LÖGMÁL. Gamla lögmálið varð ógilt, því hið nýja lögmál vann gegn hinu gamla. Eins og Jesús sagði í fjallræðunni, þið hafið heyrt að lögmálið sagði... en ég segi yður...
Nýtt lögmál krefst nýs hugarfars og nýrrar íhugunar... það gengur ekki að blanda saman hinu nýja og hinu gamla... sbr. gamla fatið og gamli belgurinn rifna og ónýtast.


Létu ekkert stoppa sig... Mark 2:1-4

-1- Nokkrum dögum síðar kom hann aftur til Kapernaum. Þegar fréttist, að hann væri heima,
-2- söfnuðust þar svo margir, að hvergi var lengur rúm, ekki einu sinni fyrir dyrum úti. Og hann flutti þeim orðið.
-3- Þá er komið með lama mann, og báru fjórir.
-4- Þegar þeir gátu ekki komist með hann til Jesú fyrir fólkinu, rufu þeir þekjuna uppi yfir honum, grófu þar í gegn og létu síga ofan rekkjuna, sem hinn lami lá í.

Það þurfti 4 menn til að bera þann lamaða og þeir klöngrast með hann upp á þakið, gera gat á það og láta lamaða manninn síga niður... Trú þessara fjögurra manna var mikil og þeir létu ekkert stoppa sig til að hinn fimmti þeirra fengi lækningu. Við erum oft tilbúin til að leggja eitthvað á okkur til ábata fyrir okkur sjálf en þessir menn létu ekkert stoppa sig fyrir hinn lamaða.

Við eigum heldur ekki að láta neitt stoppa okkur í að fylgja Jesú.


Ekki segja neinum... Mark.1:40-44

-40- Maður nokkur líkþrár kom til hans, féll á kné og bað hann: Ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.
-41- Og hann kenndi í brjósti um manninn, rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn!
-42- Jafnskjótt hvarf af honum líkþráin, og hann varð hreinn.
-43- Og Jesús lét hann fara, lagði ríkt á við hann
-44- og sagði: Gæt þess að segja engum neitt, en far þú, sýn þig prestinum og fórna fyrir hreinsun þína því, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.

Ástæða þess að maðurinn átti að þegja yfir kraftaverkinu og hlýða lögmáli Móse... var sú að Jesús kom fyrst og fremst til að ,,vinna með" sinni þjóð.
Það er aldrei tilgangurinn í kristinni trú að fæla fólk frá Guði - heldur á að vinna það til trúar. Ef hinn læknaði hefði farið beint til prestsins, hefði presturinn umsvifalaust vitað að kraftaverkamaðurinn fylgdi Guði og lögum Móse. Og það er einmitt presturinn sem þarf að votta að maðurinn sé orðinn ,,hreinn" svo hann fái aftur aðgang að samfélaginu.


Bloggfærslur 4. maí 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband