Leita í fréttum mbl.is

Hagl í Hafnarfirði

Það hefur enginn minnst á það að það kom hagél í Hafnarfirði í gær... nánar tiltekið á Völlunum í Hafnarfirði.

Ekki beint árstíminn fyrir haglél... en fyrir mörgum árum þegar ég hljóp Bláskógaskokkið (frá Þingvöllum til Laugavatns) þá fengum við sýnishorn af öllu veðri tvisvar sinnum á þessari 16 km leið. Við byrjuðum í sól og blíðu, svo hvessti, síðan rigndi og á eftir kom haglél... og svo aftur sama rútínan og þetta var í júlí.

Eins og maður segir... það er aldrei hægt að treysta á veðrið á þessu landi.


mbl.is Óvenju kalt í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannheilsa barna

Ég horfði á Kastljósið í gær, hef annars ekki mikinn áhuga á svona ,,spurningaþáttum" því fólki gefst svo sjaldan færi á að svara - spyrjandinn er venjulega kominn með aðrar spurningar áður.
En umræða þáttarins var um hvort það væri til bóta fyrir tannheilsu barna að setja á sérstakan skatt á sykur.

Í allri umræðunni sem hefur farið fram um tannheilsu barna virðist engum detta í hug að HVETJA BÖRNIN TIL AÐ BURSTA TENNURNAR.... umræðan snýst öll um að fá ókeypis tannlæknaþjónustu.

Ég man þegar ég var lítil og fékk lýsispillu á hverjum morgni í skólanum... þetta var liður í heilsuátaki... þetta sama er hægt að gera með tannburstun. Við vitum að mörg börn nenna ekki að bursta tennurnar, en sé það gert að reglu að bursta þær eftir nestistímann í skólanum þá verður það að vana. Hvert barn gæti átt sinn tannbursta í sinni körfu eða hillu í skólastofunni.


Dásemdar veður

Hvílíkt dásemdarveður er úti, ég er að spá í að skokka aðeins í dag... það er ekki hægt að láta svona veður fram hjá sér fara. Auðvitað er eina vitið að sleikja sólina og ís... heitt og kalt er að meðaltali gott Joyful

Það er annars erfiðast að eiga við letina sem færist yfir mann í svona veðri. Þegar vindurinn hættir að flýta sér... róast maður sjálfur - skrítið !!!


Bloggfærslur 26. maí 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband