Leita í fréttum mbl.is

Nýtt barnabarn :)

Blush það var erfið biðin, allan daginn í gær (mánudag)... eftir að 6. barnabarnið kæmi í heiminn. Við renndum suður í Keflavík og vonuðumst til að ná því að sjá kraftaverkið glænýtt... en fórum heim aftur um kvöldið...

Lovísusonur 19.maí 2009InLove Stjörnur eru vanar að láta bíða eftir sér og drengurinn kom í heiminn kl. 2:40 í nótt.  Sannkallað kraftaverk... þyngd og lengd voru ekki komin á hreint en pabbinn var að rifna af stolti.

Kissing Til hamingju Lovísa og Gunni Heart

Heart Drengurinn er rúmar 16 merkur (4080 gr) og 52 cm... og í nótt flutti nýja fjölskyldan á Lsp í Rvík því skurðstofan í Keflavík var lokuð. Fylgjan var föst og Lovísa þurfti að fara í aðgerð... sem gekk vel. Litla fjölskyldan er enn í Rvík og ekki ákveðið hvort eða hvenær þau fara aftur á fæðingardeildina í Keflavík.


Misræmi guðspjalla... Mark 6:8-11

Mark 6:8 Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti.
-9- Þeir skyldu hafa skó á fótum, en ekki tvo kyrtla.
-10- Og hann sagði við þá: Hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar, uns þér leggið upp að nýju.
-11- En hvar sem ekki er tekið við yður né á yður hlýtt, þaðan skuluð þér fara og hrista dustið af fótum yðar þeim til vitnisburðar.

Jesús sendi lærisveinana út tvo og tvo saman. Mark og Matt ber ekki saman í frásögnum sínum þó frásagnirnar eigi mjög líklega af sama atviki.
Í Matt 10:1-10 og Lúk 9:1-5, fá lærisveinarnir ekki aðeins vald til að reka út óhreina anda heldur fá þeir einnig vald til að lækna. Þá segir í Matt 10:10 ...að þeir eigi ekki að taka neitt með sér... ,,eigi mal til ferðar eða tvo kyrtla og hvorki skó né staf." og Lúk 9:3 segir ,,og sagði við þá: Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla."


Bloggfærslur 19. maí 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband