Leita í fréttum mbl.is

Hann gaf þeim vald... Mark 6:7

-7- Og hann kallaði þá tólf til sín, tók að senda þá út, tvo og tvo, og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum.

Í annað sinn segir Markús að Jesús kalli þá tólf til sín og hann gefi þeim vald yfir óhreinum öndum... aðeins yfir óhreinum öndum. Fyrri frásögnin er í 3:14-15.

Margar frásagnir eru af því er Jesús rekur út óhreina anda. Vandamálið hefur verið stórt fyrst það er fyrsta og eina valdið sem postularnir fengu í byrjun.
Maðurinn í gröfunum (5:2-9) hafði marga illa anda og var komið fyrir utan borgarinnar en fyrsti maðurinn sem Jesús rak illan anda úr í Markúsi, var í samkunduhúsi gyðinga (1:23).

Jesús notaði samlíkingu við hreingerningu á húsi og útrekstur illra anda er hann sagði að eftir að illur andi hefði verið rekinn út, húsið hefði verið sópað og prýtt og tómt, þyrfti að fylla það með góðu svo hið illa gæti ekki snúið aftur og hertekið húsið (Matt 12:43-45, Lúk 11:24-26).


Hvergi minna metinn... Mark 6:1-4

-1- Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum.
-2- Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans?
-3- Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss? Og þeir hneyksluðust á honum.
-4- Þá sagði Jesús: Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.

,,Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu"... fólk er oftar kennt við föðurinn en móðurina. Kannski var Jósef dáinn... eða í þessu felist viðurkenning á að Jesús er sonur Guðs.
Sjálfri finnst mér ólíklegt að María hafi lagt til erfðaefni í getnaðinn og í rauninni er það vantraust á Guð að telja að Guð hafi ekki getað lagt allt til sem þurfti. Það nægði að María skildi ganga með barnið.
Í annan stað... er það ólíklegt, því þá hefði Jesús átt hálfsystkini.

Jesús sagði að ,,hvergi væri spámaður minna metinn en af þeim sem þekktu hann" og gestaprédikarar og útlendingingar hafa oft meira aðdráttarafl en prestur safnaðarins. Sennilega er þeim sýnt meira umburðarlyndi, þar sem fólk þekkir þá ekki fyrir.


Bloggfærslur 13. maí 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband