21.4.2009 | 19:09
Lygasagan gengur enn - Matt. 28.kafli
-1- Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.
-2- Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann.
-3- Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór.
-4- Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.
-5- En engillinn mælti við konurnar: Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta.
-6- Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, ...
-11- Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði.
-12- En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá:
-13- Segið þetta: Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum.
-14- Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulausir.
-15- Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn (lygasaga) hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags.
Varðmennirnir gáfu vitnisburð sem var falur... er það ekki sorglegt að mennirnir sem voru vitni að svo stórkostlegu undri, að sjá engilinn opna gröfina, voru falir til að bera ljúgvitni.
Með dauða sínum á krossi og upprisu, sigraði Jesús dauðann... hann birtist lærisveinunum og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu (18v). Jesús keypti lausar þær sálir sem trúa á hann. Boðun orðsins er útdeiling boðskorta í brúðkaup lambsins... Það er ekki nóg að frétta af boðskortinu, maður verður að staðfesta komu sína með því að játa trúna.
Tjaldbúð Guðs færðist til himins en þar er verið að búa okkur stað. Síðustu orð guðspjallsins eru: ,,Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar."
Ps. Ekki trúa lygasögunni...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 13:41
Búsáhaldabylting þess tíma - Matt. 27.kafli
-1- Að morgni gjörðu allir æðstu prestarnir og öldungar lýðsins samþykkt gegn Jesú, að hann skyldi af lífi tekinn.
-2- Þeir létu binda hann og færa brott og framseldu hann Pílatusi landshöfðingja.
-11- Jesús kom nú fyrir landshöfðingjann. Landshöfðinginn spurði hann: Ert þú konungur Gyðinga? Jesús svaraði: Þú segir það.
-12- Æðstu prestarnir og öldungarnir báru á hann sakir, en hann svaraði engu.
-15- Á hátíðinni var landshöfðinginn vanur að gefa lýðnum lausan einn bandingja, þann er þeir vildu.
-16- Þá var þar alræmdur bandingi í haldi, Barabbas að nafni.
-17- Sem þeir nú voru saman komnir, sagði Pílatus við þá: Hvorn viljið þér, að ég gefi yður lausan, Barabbas eða Jesú, sem kallast Kristur?
Trúr gyðingur gerði eins og æðstu prestarnir og öldungarnir fyrirskipuðu og þeir höfðu ákveðið að láta krossfesta Jesú.... en það er spurning hvort nafnið Barabbas hafi átt þátt í því hve þeim reyndist auðvelt að fá fjöldann með sér þegar þeir hrópuðu nafn þess sem þeir vildu lausan.
Bar þýðir sonur og Jesús notaði orðið ,,abba faðir"(Mark 14:36) þegar hann bað til Guð föður...
Bar-abbas hefur því getað skilist sem Sonur-Guðs föðurs.
Múgurinn og hermenn landshöfðingjans æstist upp við skrílslætin. það nægði ekki að Jesús væri dæmdur til dauða á krossi - heldur þurfti að auka sem mest á niðurlæginguna... Kristur var hæddur (27-29v), hrækt á hann og hann sleginn (30v). Spádómar ritningarinnar rættust.
-37- Yfir höfði hans festu þeir sakargift hans svo skráða: ÞESSI ER JESÚS, KONUNGUR GYÐINGA.
Í 3 klst... frá hádegi til nóns var myrkur (45-46v) og þegar Jesús gaf upp andann (50v), skalf jörðin, björg klofnuðu, grafir opnuðust og fortjaldið í musterinu rifnaði í tvennt (51-52v).
Síðustu skráð orð Jesús voru... Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?... fortjaldið rifnaði... Guð hafði haft afseturskipti.
21.4.2009 | 00:53
Tákn Jónasar - Matt. 26.kafli
-2- Þér vitið, að eftir tvo daga eru páskar. Þá verður Mannssonurinn framseldur til krossfestingar.
-3- Æðstu prestarnir og öldungar lýðsins söfnuðust nú saman í höll æðsta prestsins, er Kaífas hét,
-4- og réðu með sér að handsama Jesú með svikum og taka hann af lífi.
-5- En þeir sögðu: Ekki á hátíðinni, annars verður uppþot með lýðnum.
Páskar voru haldnir á 14.degi í fyrsta mánuði ársins (4.Mós 28:16)... dagurinn á eftir var helgur, ekkert mátti starfa... Þann dag hófst hátíð hinna ósýrðu brauða.
Mér skilst svo að Guð hafi fyrirskipað Ísraelsmönnum að slátra páskalambinu og eta að kvöldi hins 14.dags (2.Mós. 12:1-8) en samkvæmt 17v borðar Jesús páskalambið með lærisveinum sínum að kvöldi 15.dags mánaðarins, þ.e. hins fyrsta dags hinna ósýrðu brauða...
Hátíðir gyðinga gátu lent á hvað vikudegi sem var og samkvæmt þeirra dagatali byrjaði hver sólarhringur við sólsetur.
Félli hátíð og hvíldardagur saman, var helgi þess hvíldardags ,,mikil" eins og Jóh 19:31, orðar það um þessa páskahátíð. Vandinn er að einhver tími leið þar til sagan var skráð og hljóta dagsetningar að hafa ruglast. Mestar líkur eru á, að Kristur hafi verið krossfestur á fimmtudegi.
Jesús segir í Matt 16:4 að ,,eigi verði þessari kynslóð gefið annað tákn en Jónasar" og táknið var að Jesús skyldi vera 3 daga og 3 nætur í skauti jarðar, eins og Jónas í kvið hvalsins (Matt 12:40).
Hvernig sem við teljum þá er ómögulegt að fá 3 nætur frá föstudegi til sunnudags.
En spádómar ritningarinnar komu fram (56v), Jesús var svikinn af einum lærisveini og allir hinir höfnuðu honum á þessari nóttu (31v).
Bloggfærslur 21. apríl 2009
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Tveir til viðbótar töpuðu 900 milljónum á Play
- Skiptjóra og stýrimönnum sagt upp hjá Eimskip
- Innköllun vegna of mikils magns skordýraeiturs
- Kallar eftir opinberri rannsókn á hrunmálunum
- Prófkjör í janúar
- Verðlaunaður í Stokkhólmi
- Ný atriði komin fram í tengslum við brunann
- Drónar frá Veitum fljúga yfir borginni