Leita í fréttum mbl.is

Snörur og fótakefli - Matt. 22.k shl.

Farisearnir reyndu hvað þeir gátu að leggja snörur fyrir Jesú. Hvað eftir annað kallar hann þá hræsnara og alltaf vitnar hann í spádóma Gt.
Gyðingar og saddúkear sátu ekki um Jesú til að að fá sannanir fyrir að Jesús væri sonur Guðs - heldur öfugt, þeir vildu sanna að hann væri það ekki. Svo virðist sem þetta áhugamál þeirra hafi sameinað þá í baráttunni gegn Jesú.

-23- Sama dag komu til hans saddúkear, en þeir neita því, að upprisa sé til, og sögðu við hann:
-24- Meistari, Móse segir: Deyi maður barnlaus, þá skal bróðir hans ganga að eiga konu bróður síns og vekja honum niðja.
-25- Hér voru með oss sjö bræður. Sá fyrsti kvæntist og dó. Hann átti engan niðja og eftirlét því bróður sínum konuna.
-26- Eins varð um næsta og þriðja og þá alla sjö.
-27- Síðast allra dó konan.
-28- Kona hvers þeirra sjö verður hún í upprisunni? Allir höfðu þeir átt hana.
-29- En Jesús svaraði þeim: Þér villist, því að þér þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs.
-30- Í upprisunni kvænast menn hvorki né giftast. Þeir eru sem englar á himni.
-31- En um upprisu dauðra hafið þér ekki lesið það sem Guð segir við yður:
-32- Ég er Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda.
-33- En mannfjöldinn hlýddi á og undraðist mjög kenningu hans.
-34- Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman.

Sakkúkear voru hópur gyðinga sem fór einungis eftir ritningunni en ekki erfikenningunum, þeir trúðu ekki á upprisu og því finnst manni einkennileg þessi spurning sem þeir leggja fyrir Jesú, varðandi upprisuna.
En spurningin er sönnun þess að þegar þörf krefur geti andstæðingar sameinast í andstöðu sinni... svipað og systkini sem berjast innbyrðis en saman sé á þau ráðist.
Saddúkear fóru aðeins eftir ritningunni en Jesús segir að þeir þekki þær ekki...þrátt fyrir allan sinn lærdóm. Þegar Jesús spyr, eiga þeir engin svör. 


Brúðkaupsveislan - Matt. 22.1-14

Það segir í guðspjallinu að Jesús talaði ekki á dæmisagna til fólksins (Matt 13:34). Það sem margir átta sig ekki á, er að margar þeirra eru ádeila á gyðinga fyrir að þekkja ekki þann sem þeir biðu eftir.
Margar dæmisagnanna eru um himnaríki, en höfundur Alfa námskeiðsins segir að orðið himnaríki sé aðeins að finna í Matt og ennfremur segir hann að gyðingar hafi notað þetta orð um himinninn þegar þeir vildu forðast að nefna nafn Guðs.

-1- Þá tók Jesús enn að tala við þá í dæmisögum og mælti:
-2- Líkt er um himnaríki og konung einn, sem gjörði brúðkaup sonar síns.
-3- Hann sendi þjóna sína að kalla til brúðkaupsins þá, sem boðnir voru, en þeir vildu ekki koma.
-4- Aftur sendi hann aðra þjóna og mælti: Segið þeim, sem boðnir voru: Veislu mína hef ég búið, uxum mínum og alifé er slátrað, og allt er tilbúið, komið í brúðkaupið.
-5- En þeir skeyttu því ekki. Einn fór á akur sinn, annar til kaupskapar síns,
-6- en hinir tóku þjóna hans, misþyrmdu þeim og drápu.
Konungurinn í sögunni er Guð sem sendi son sinn Jesús sem brúðguma til jarðar. Jesús er brúðguminn (Matt 9:15)... Þjónar hans (spámennirnir) buðu til veislunnar og hinum útvöldu (gyðingum) var boðið til veislunnar, en þeir vildu ekki taka á móti boðskortinu. Spámenn Guðs voru ofsóttir og þeir drepnir.

-7- Konungur reiddist, sendi út her sinn og lét tortíma morðingjum þessum og brenna borg þeirra.
-8- Síðan segir hann við þjóna sína: Brúðkaupsveislan er tilbúin, en hinir boðnu voru ekki verðugir.
Guð reiddist og gyðingar voru herleiddir... þeir misstu land sitt og musteri... Hjörtu þeirra voru hætt að þekkja Guð.  Áherslan breyttist, fyrst hinir útvöldu vildu ekki klæðast brúðkaupsklæðum (taka sinnaskiptum) og gera sig tilbúna fyrir veisluna þá skyldi öðrum vera boðið.

-9- Farið því út á vegamót, og bjóðið í brúðkaupið hverjum þeim sem þér finnið.
-10- Þjónarnir fóru út á vegina og söfnuðu öllum, sem þeir fundu, vondum og góðum, svo að brúðkaupssalurinn varð alskipaður gestum.
-11- Konungur gekk þá inn að sjá gestina og leit þar mann, sem var ekki búinn brúðkaupsklæðum.
-12- Hann segir við hann: Vinur, hvernig ert þú hér kominn og ert ekki í brúðkaupsklæðum? Maðurinn gat engu svarað.
-13- Konungur sagði þá við þjóna sína: Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.
-14- Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.

Hver sá sem tekur við fagnaðarerindinu - íklæðist brúðkaupsklæðum - hjarta hans er umskorið og nýtt líf er hafið með Kristi. Einn gestanna skorti trú... og takið eftir kærleikanum ,,vinur" hvernig er þú hér kominn... og af því að hann þekkti ekki Jesú, þá var honum vísað út.
,,Margir eru kallaðir"... það er fullt af fólki sem heyrir boðskapinn en tekur aldrei afstöðu um hvort þeir vilji fylgja Jesú - þeir sem taka afstöðu eru útvaldir... og það er sorglegt að Jesús segir að þeir verði FÁIR.


Vondir vínyrkjar - Matt. 21:33-46

-33- Heyrið aðra dæmisögu: Landeigandi nokkur (Guð) plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum (gyðingum) á leigu og fór úr landi.
-34- Þegar ávaxtatíminn nálgaðist, sendi hann þjóna sína (stóru spámennina) til vínyrkjanna að fá ávöxt sinn.
-35- En vínyrkjarnir tóku þjóna hans, börðu einn, drápu annan og grýttu hinn þriðja.
-36- Aftur sendi hann aðra þjóna (litlu spámennina), fleiri en þá fyrri, og eins fóru þeir með þá.
-37- Síðast sendi hann til þeirra son sinn (Jesús) og sagði: Þeir munu virða son minn.
-38- Þegar vínyrkjarnir sáu soninn, sögðu þeir sín á milli: Þetta er erfinginn. Förum og drepum hann, og náum arfi hans.
-39- Og þeir tóku hann, köstuðu honum út fyrir víngarðinn og drápu hann.
-40- Hvað mun nú eigandi víngarðsins gjöra við vínyrkja þessa, þegar hann kemur?

-41- Þeir svara: Þeim vondu mönnum mun hann vægðarlaust tortíma og selja víngarðinn öðrum vínyrkjum á leigu, sem gjalda honum ávöxtinn á réttum tíma.
-42- Og Jesús segir við þá: Hafið þér aldrei lesið í ritningunum: Sá steinn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn hyrningarsteinn. Þetta er verk Drottins, og undursamlegt er það í augum vorum.
-43-
Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess. 
-44- Sá sem fellur á þennan stein, mun sundur molast, og þann sem hann fellur á, mun hann sundur merja.
-45- Þegar æðstu prestarnir og farísearnir heyrðu dæmisögur hans, skildu þeir, að hann átti við þá.
-46- Þeir vildu taka hann höndum, en óttuðust fólkið, þar eð menn töldu hann vera spámann.

Æðstuprestarnir þekktu ekki hyrningarsteininn, þeir afneituðu Jesú sem syni Guðs og gyðingar misstu forréttindin sem þeir höfðu haft, þ.e. að vera útvalin þjóð Guðs. Guðs ríki var frá þeim tekið og gefið hinni kristnu þjóð.


Bloggfærslur 17. apríl 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband