Leita í fréttum mbl.is

Pálmasunnudagur - Matt. 21:1-9

-1- Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið, sendi Jesús tvo lærisveina
-2- og sagði við þá: Farið í þorpið hér framundan ykkur, og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér.
-3- Ef einhver hefur orð um, þá svarið: Herrann þarf þeirra við, og mun hann jafnskjótt senda þau.
-4- Þetta varð, svo að rættist það, sem sagt er fyrir munn spámannsins:
-5- Segið dótturinni Síon: Sjá, konungur þinn kemur til þín, hógvær er hann og ríður asna, fola undan áburðargrip.
-6- Lærisveinarnir fóru og gjörðu sem Jesús hafði boðið þeim,
-7- komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak.
-8- Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn.
-9- Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!

Þrjú guðspjallanna greina frá atburðarrás pálmasunnudags og þó frásagnirnar séu svipaðar, eru þær ekki eins. Mark nefnir daginn ekki, þar hefst frásögnin þegar 2 dagar eru til páska.
Í Matt eru dýrin tvö, asna og foli... í Lúk (19:30) er dýrið eitt, foli sem enginn hefur riðið, 35v segir að lærisveinarnir hafi sett Jesús á bak, 37v segir að það eru lærisveinarnir sem hrópa: Hósanna... og 41v segir að þegar Jesús horfði yfir Jerúsalem hafi hann grátið... (skildi hann ekki gráta ef hann stæði þar í dag?)
Það er aðeins Jóh (12:13) sem nefnir pálmagreinarnar sem þessi sunnudagur er kenndur við.


Allir eru jafnir - Matt. 20.kafli

Kaflinn byrjar á þekktri dæmisögu Jesú um verkamenn víngarðsins... sögu sem kennir okkur að það er aldrei of seint að taka trú, játast Kristi og sagan kennir okkur að laun allra eru hin sömu þ.e. eilíft líf.
Þeim sem voru ráðnir í morgunsárið til starfa í víngarðinum fannst óréttlátt að þeir sem voru ráðnir rétt fyrir dagslok, ættu að fá sömu laun... og þeir kvörtuðu þrátt fyrir að fá umsamin laun... Þarna var ekki um launaleynd að ræða, laununum var deilt út í lok dags í allra viðurvist... Í upphafi hafa þeir sennilega hrósað happi yfir að hafa fengið vinnuna en í lok dagsins snúast þeir í óánægju sinni gegn þeim sem réði þá...
Sagan kennir okkur að við erum öll tilbúin að fá MEIRA en við áttum upphaf-lega að fá... og að við segjum sjaldan NEI TAKK - ég er komin með nóg.  

Jesús segir að við eigum að þjóna og gefa.. og menn eigi ekki að upphefja sig fyrir öðrum.
-25- En Jesús kallaði þá til sín og mælti: Þér vitið, að þeir, sem ráða fyrir þjóðum, drottna yfir þeim, og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu.
-26- En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar.
-27- Og sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé þræll yðar,
-28- eins og Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.

Í ríkjum heimsins ríkir mikil stéttaskipting. Þar þjóna aðeins hinir lægra settu, en Jesús segir að við eigum að þjóna hver öðrum eins og engin stéttaskipting væri. Besta dæmið sem hann sýndi var þegar hann þvoði fætur lærisveina sinna (Jóh.13:5-10). Þetta er í raun ábending um að við getum ekki stéttaskipt okkur - við erum öll jöfn. Það er enginn hærri en annar. 

Hinir blindu menn við veginn (30v) hrópuðu enn hærra til Jesú þegar fólk hastaði á þá... þeir voru lágt settir, því menn trúðu því að fatlanir og örkuml væru í beinu samhengi við syndir viðkomandi... Eins eigum við að gera, við eigum að hrópa hærra...við eigum ekki að láta neinn hasta á okkur þegar við áköllum Drottin.


Bloggfærslur 16. apríl 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband