Leita í fréttum mbl.is

Nóg pláss í ríki Guðs - Matt. 5.kafli

Í þessari færslu er fjallað um fjallræðuna http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/830224/

-13- Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.
-14- Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.
-15- Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu.
-16- Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.

Það var ekki ætlunin hjá Jesú, að lærisveinarnir héldu fagnaðarerindinu fyrir sig eina. Það væri líkt því að hafa allt saltið í einni skeið... þá smitar það ekki bragðinu út í matinn. Salt þarf að vera í hæfilegu magni, það má ekki salta of mikið, fólk hverfur matarborðinu ef maturinn er óætur. Kenningarnar þurfa að vera bornar fram í hæfilegu magni... það þarf að strá þeim í kringum sig til að smita þeim út í samfélagið.
Sá sem tekur orðinu fagnandi, getur ekki dulið það, hann lýsir frá sér enda á hann að vera vegvísir fyrir aðra... Við eigum að hjálpast að, það er nóg pláss í ríki Guðs.

-17- Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
-18- Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.

Uns ALLT HVAÐ er komið fram ??? Hvaða spádóma er Jesús að tala um? Hann er ekki að segja að lögmálið verði í fullu gildi til enda veraldar - heldur er hann að segja að lögmálið verði uppfyllt þegar spádómarnir um komu hans og dauða, hafi ræts. Eftir það, eða þar til himinn og jörð líða undir lok, frelsumst við fyrir hans náð, því með dauða sínum sigraði hann heiminn.


-19- Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.
-20- Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki.
Jesús er ekki að tala um boðorðin 10, þau eru hvergi nefnd. Þessi boð er þau sem koma hér á eftir og varða hið nýja lögmál, réttlæti fyrir trú því ætli sé einhver að frelsast að hætti fræðimanna og farísea - þá komast menn ekki í himnaríki.

-21- Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur, skal svara til saka fyrir dómi.
-27- Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór.
-31- Þá var og sagt: Sá sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarbréf.
-33- Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin.
-38- Þér hafið heyrt, að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
-43- Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.

En ég segi yður... sagði Jesús. Hann setti fram nýtt lögmál byggt á kærleika, þú skalt ekki reiðast, vertu skjótur til sátta, ekki vinna eiða, ekki hefna, rístu ekki gegn óvinum þínum og þú skalt elska náungann.


Ef þú ert... - Matt. 4.kafli

-1- Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina, að hans yrði freistað af djöflinum.
-2- Þar fastaði hann fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá orðinn hungraður.
-3- Þá kom freistarinn og sagði við hann: Ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú, að steinar þessir verði að brauðum.
-4- Jesús svaraði: Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.
-5- Þá tekur djöfullinn hann með sér í borgina helgu, setur hann á brún musterisins
-6- og segir við hann: Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan, því að ritað er: Hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini.
-7- Jesús svaraði honum: Aftur er ritað: Ekki skalt þú freista Drottins, Guðs þíns.
-8- Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra
-9- og segir: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.
-10- En Jesús sagði við hann: Vík brott, Satan! Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.

Það er þetta EF sem leiðir okkur oft afvega, eða fær okkur til að gera einhverja vitleysu... það að ætla að freistast til að sanna eitthvað fyrir öðrum. Djöfullinn freistaði Jesú þrisvar... tvisvar freistaði hann hans að sanna hver hann væri.
Djöfullinn á þennan heim, þessa jörð og í síðustu freistingunni vildi hann láta hana í skiptum fyrir tilbeiðslu.
Jesús sagði að það verði ekki fyrr en í lok þessa heims sem þessum höfðingja verður út kastað (Jóh 12:31) svo að þangað til verður heimurinn eins og hann er... eða fer versnandi. 
Baráttan milli góðs og ills verður lúmsk... jafnvel fyrir þá sem velja og vilja fylgja Jesú Kristi.


Bloggfærslur 30. mars 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband