2.3.2009 | 13:13
Týndi sonurinn
Síðasta dæmisagan af þeim þrem í 15 kafla Lúk. er um týnda soninn. Í þessari sögu er ekki einungis glaðst yfir því að finna hinn týnda, heldur er fyrirgefið, á stundinni, án nokkurs skilyrðis. Þessar 3 sögur um hið týnda fara stigmagnandi.
Í fyrstu sögunni týndist 1% af sauðunum, í næstu 10% af drökmunum... í þessari er það 50%. Því maðurinn átti 2 sonu og annar týndist.
Þessi dæmisaga hefur ótrúlega mörg andlit, og horfa flestir á faðirinn sem Guð sem fyrirgefur okkur feilsporin... vegna þess að faðirinn tók syninum opnum örmum, tilbúinn að fyrirgefa allt. Síðan getum við íhugað hvor sonanna var í raun glataður.
En hvað ef við setjum okkur sjálf sem föðurinn, getum við séð hann sem áminningu fyrir okkur, var hann týndur í eigin áhyggjum? Var hann ekki svo upptekinn af því sem hann hafði misst, þ.e. syninum sem fór, að hann kunni ekki að þakka fyrir eða meta það sem hann hafði... gleymdi hann að hann átti 2 syni. Getum við tekið föðurinn sem áminningu um... að gleyma ekki þeim sem standa alltaf við hlið okkar, þeim sem vinna sín verk án möglunar og án umbunar.
Er það nógu gott fyrir þann sem er alltaf við hlið manns, að heyra setningu eins og faðirinn sagði:
Lúk 15:31 Hann sagði þá við hann: Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt...
Nei, ég er ansi hrædd að við verðum að gefa ,,kiðling öðru hverju. Hrósa og verðlauna þá sem eru alltaf við hlið okkar, verðlauna þá sem standast væntingar okkar. Eldri sonurinn kvartaði við föður sinn að hafa aldrei fengið neitt frá föður sínum.
Takið eftir því að það er ekki fyrr en honum finnst hann settur til hliðar, að hann kvartar...
Enn eitt sjónarhorn, á það hver var virkilega týndur eða í hverju við týnum okkur.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 12:51
Týnda drakman
Dæmisaga nr. 2 er dæmisagan um týndu drökmuna. Þessi dæmisaga lætur lítið yfir sér. Ef við teljum setningu vera frá punkti til punkts, þá er hún 3 setningar, en hún segir ótrúlega mikið.
Lúk 15:8 Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana?
Ég veit ekki nákvæmlega hve mikils virði 1 drakma er, en við fáum strax að vita, að þessi týnda drakma er ekki sú eina sem konan á. Ég veit ekki heldur hvað lampaolían kostaði, en á þessum tíma, hún hefur örugglega verið dýrmæt. En konan byrjar strax að leita... eins og hún hafi ekkert annað að gera, eða eins og drakman færi eitthvað þó hún leitaði þegar það væri orðið bjart...
Í þessari dæmisögu hefur verðmæti hins týnda, þó það sé aðeins 1 drakma, aukist í 10% frá sögunni um týnda sauðinn.
Ef við kíkjum á 1.vers þessa kafla þá segir þar að það eru tollheimtu-menn að hlusta. Jesús vissi að til þess að dæmisögurnar virkuðu sem best, urðu þær að vera um málefni sem fólkið þekkti að eigin raun. Týndur peningur var betri viðmiðun en týndur sauður fyrir tollheimtumenn.
-9- Og er hún hefur fundið hana, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi.
Ef konur þessa tíma hafa verið líkar konum í dag, þá er eins líklegt að, það hafi kostað hana meira en eina drökmu, að kalla saman vinkonur sínar og grannkonur. Þegar upp er staðið var konan kanski í mínus.
-10- Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun. Þessi saga segir okkur að það getur kostað okkur meira en það sem við týndum, að gefast ekki upp, heldur leita þar til við finnum, frekar en að sætta sig við að týna og láta það bara eiga sig.
Aðalmálið er að finna hið týnda og bjarga því frá eilífri glötun.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 12:36
Týndi sauðurinn
Í Lúkasarguðspjalli segir Jesús 3 dæmisögur í röð sem fjalla allar um eitthvað sem er týnt, það er týndi sauðurinn, týnda drakman og týndi sonurinn.
Fyrsta dæmisagan er Lúk 15:4 um týnda sauðinn.
-4- Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann?Einn af hundraði eða 1% finnst okkur ekki hátt hlutfall, og margir myndu hugsa : Hvað ef hinir 99 myndu týnast á meðan. Var það þá þess virði að hafa áhyggjur af þessu eina prósenti sem var týnt.
-6- Þegar hann kemur heim, fagnar hann með vinum og nágrönnum. Í okkar verslunarháttum væri 1% tap afskrifað án umhugsunar. En þetta er dæmisaga og dæmisögur verða að vera á sama plani og hlustendurnir. Allir áheyrendurnir þurftu að hafa fyrir því að eiga í sig og á, flestir á þessum tíma voru hirðar, sem skildu að hver sauður var dýrmætur. Það kostaði tíma og erfiði að halda þeim saman og leita þeirra sem týndust en gleðin yfir að hafa fundið þann týnda, gerði það þess virði.
-7- Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki hafa iðrunar þörf. Við sem erum margbúin að lesa þessa dæmisögu vitum að Kristur er að tala um syndarann, þann sem leiðist frá hjörðinni hans.
Hinir 99 voru ekki í hættu, þeir voru frelsaðir búnir að játast Jesú... þó þeir væru í ,,óbyggðum sem sagt á hættusvæðum, innan um úlfa og óargadýr... þá voru þeir öruggir... væru þeir innan hjarðarinnar.
En hverjum þeim sem bjargast.... það er þeim sem iðrast og snúa aftur..... er fagnað ákaft á himnum.
Önnur hætta hjarðarinnar er ef það kemst ,,úlfur í sauðagæru" inn í hópinn. Verk hirðisins er að vernda hópinn, bæði fyrir úlfum sem geta komist inn í hópinn og vilja draga sauðina út úr hópnum og einnig að leita þeirra sem týnast eða villast burt.
Trúmál og siðferði | Breytt 3.3.2009 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. mars 2009
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007