Leita í fréttum mbl.is

Portland - Boston - Heim

Við vorum í morgunmat. Á eftir klárum við að pakka og keyrum til Boston, en við eigum flug heim í kvöld. Ég er laus við harðsperrur þó ég hafi hlaupið maraþon bæði á laugardaginn og í gær... en ég er samt sem áður með merki eftir átökin, ss nuddsár og blöðrur.

Við hringdum til Santa Barbara CA til Jonnu og Braga í gærkvöldi. Það var frábært að heyra hvað þau eru hress núna og Jonna er öll að styrkjast, farin að fara í göngutúra. Við hringdum líka í Lilju í Colorado, það var allt gott að frétta hjá þeim. Hún átti afmæli á laugardaginn (3.okt), Þórdís lögmaður varð 50 ára á laugardaginn... Til lukku stelpur Smile

Það er fullt af afmælum í fjölskyldunni í október.

Harpa á afmæli í dag - TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Kissing
Ingvar bróðir hefði átt afmæli á morgun, 6.okt
Árný á afmæli 11.okt
Lovísa á afmæli 17. okt
María Mist og Hafdís systir eiga afmæli 20.okt og Hafdís verður 50 ára.


Bloggfærslur 5. október 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband