Leita í fréttum mbl.is

Elmo radarvari

ElmoÉg gleymdi nú að blogga um Elmo kallinn...
Harpa pantaði Elmo á netinu og hann var sendur á hótelið til okkar. Við höfum ekkert tekið pakkann upp... enda eigum við hann ekki.
Eitt kvöldið þegar Lúlli var að flakka á milli stöðva á sjónvarpinu... þá heyrum við flaut... hvít-hvíjú... Whistling í ca. eina mínútu.  Við skildum ekkert í þessu... en svo datt okkur í hug að þetta hafi komið frá Elmo... að sjónvarpsfjarstýringin hefði komið þessu flauti af stað.

Þegar við keyrðum til Georgíu, var Elmo í aftursætinu... Allt í einu fer hann að flauta og það eina sem okkur datt í hug var að við hefðum keyrt inn í radargeisla hjá lögreglunni. Svo Elmo kallinn lét okkur vita - kannski heldur seint - að lögreglan væri að mæla.


Frábær konsert

Ég var að horfa á beina útsendingu frá konsert í Washington. Þar söng hver stjarnan af annarri og hver stórleikarinn af öðrum tók til máls... til heiðurs Obama fjölskyldunni. 

Athöfnin var öll hin stórkostlegasta, frábær lög og flytjendur og sviðsetningin snurðulaus. Mannfjöldinn sem var á staðnum og fylgdist með... var eins og við myndum segja ,,óteljandi"


mbl.is Obama aldrei vinsælli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilganginum náð!

Þeir þurfa sennilega ekki að ráða neinn starfsmann. Tilganginum er náð. Eyjan er komin á ferðamannakortið... það þarf ekki annað en auglýsa öðru hverju og endurnýja áhugann Tounge
mbl.is Gríðarlegur áhugi á „besta starfi í heimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband