25.9.2008 | 23:05
Hvaðan kemur nafnið Lúsífer?
Jes. 14:12 segir: Hversu ert þú hröpuð af himni árborna morgunstjarna.
Jesaja er að spá fyrir falli Babýlon þegar hann segir þetta og af þessum orðum er farið að kalla þennan fallna engil Lúsifer eða ljósengilinn.
Í Vulgötu (latnesk þýðing Biblíunnar) þýðir nafnið Lúsífer morgunstjarna og menn lásu þessa vers hjá Jesaja í samhengi við orð Jesú er hann sagði í Lúk 10:18 ,,ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu." Af þessu fóru menn að trúa því að nafn Satans fyrir fallið hafi verið Lúsífer og að hann hafi verið hæstur engla. (námsefni Fimmbókaritið hjá GAJ)
Oft erum við að lesa hitt og þetta inn í texta... úr verða tilgátur sem síðar er farið með sem heilagan sannleika. Nafnið Satan kemur einungis fyrir í 3 ritum Gt... í 1.Kronikubók, Job og Sakaría. Í Jobsbók og Sakaría er hann ákærandi og egnandi til illinda í 1.Kron.
Sá texti sem oftast er litið til, þó nafn engilsins komi hvergi fram, þegar talað er um fall Satans af himni er Esekíel 28:12-15
-12- Mannsson, hef upp harmljóð yfir konunginum í Týrus og seg við hann: Svo segir Drottinn Guð: Þú varst ímynd innsiglishrings, fullur af speki og fullkominn að fegurð! -13- Þú varst í Eden, aldingarði Guðs, þú varst þakinn alls konar dýrum steinum: karneól, tópas, jaspis, krýsolít, sjóam, onýx, safír, karbunkul, smaragð, og umgjörðir þínar og útflúr var gjört af gulli. Daginn, sem þú varst skapaður, var það búið til. -14- Ég hafði skipað þig verndar-kerúb, þú varst á hinu heilaga goðafjalli, þú gekkst innan um glóandi steina. -15- Þú varst óaðfinnanlegur í breytni þinni frá þeim degi, er þú varst skapaður, þar til er yfirsjón fannst hjá þér.
-17- Hjarta þitt varð hrokafullt af fegurð þinni, þú gjörðir speki þína að engu vegna viðhafnarljóma þíns. Ég varpaði þér til jarðar, ofurseldi þig konungum, svo að þeir mættu horfa nægju sína á þig.
Textinn gefur ekki til kynna að Ljósengillinn Lúsífer hafi verið skapaður fremri öðrum englum, þ.e. með meira vit... en hann hafði verið settur framar, sem verndar-kerúb og hann ofmiklaðist af því, hrokaðist upp við upphefðina... við segjum það oft um fræga fólkið... það höndlaði ekki frægðina, kanski var það þannig með hinn fallna engil.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 15:40
Paradís
Síðasta vor var ég í Fimmbókaritinu hjá Dr. Gunnlaugi A Jónssyni sem hefur gríðarlega þekkingu á efninu og deildi með nemendum miklum fróðleik. Var þar margt sem kom manni gersamlega á óvart. Eitt af því var orðið Paradís.
Orðið Paradís kemur ekki fyrir í fyrstu köflum 1. Mós.... það kemur reyndar aðeins 3svar fyrir í hvoru testamenti, í Nt. Lúk 23:43, 2.Kor 12:4, Op 2:7 og Neh. 2:8, Préd. 2:5, Ljóðalj. 4:43 í Gt.
Sjötíumannaritið, LXX (grísk þýðing Gt) notaði hugtakið paradeisos í þýðingu sinni... og er það talin ástæða þess að vissir hópar gyðinga (t.d. Fíló) fóru að telja nafnið vera hið rétta nafn Eden-garðsins.
Gyðingar trúðu ekki á líf eftir dauðann, en eftir að þeir tóku að trúa á að til væri dvalarstaður fyrir réttláta eftir dauðann töldu þeir Eden vera þann stað og notuðu síðar nafnið paradeisos yfir hann. Uppruna orðsins má rekja til persneska orðsins pariridaeza, í hebreskri orðmynd kemur það eins og áður hefur komið fram, 3svar í Gt. Í öllum tilefllum er orðið notað í hlutlausri merkingu yfir garð.
Þessi breyting hjá gyðingum átti sér stað eftir Krist og samræmist merkingunni hjá kristnum, þ.e. að Paradís sé dvalarstaður réttlátra eftir dauðann.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 11:43
Happdrættisvinningar
Undanfarinn mánuð hefur bókstaflega rignt inn á gmailið mitt tilkynningum um vinninga í Bretlandi. Fyrst vann ég 500.000 pund, síðan 1 milljón punda og nú síðast var upphæðin komin í 1,5 milljónir punda. Alltaf var það nýtt og nýtt fyrirtæki sem sendi póstinn.
Ég eyddi póstinum jafnóðum, því einhver var búinn að vara við að opna hann, því það eitt gæti þýtt undirskrift um greiðslu á einhverjum gjöldum.
Síðasta póstinum fylgdi viðvörun á íslensku að um svindl gæti verið að ræða.
Opnið athugasemdirnar og sjáið..... þar hef ég safnað saman þeim vinningum sem komu eftir bloggfærsluna.
![]() |
Svindl á Netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.10.2008 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.9.2008 | 01:16
Þett´ er lífið :o)
Við erum komin til Omaha Nebraska. Áttum pantaða áttu en afpöntuðum hana, okkur leist betur á Travelodge... þeir hafa sundlaug og heitan pott verðum hérna í 5 nætur.
Travelodge 7101 Grover Street, Omaha, NE 68106 US, sími 402-391-5757 herbergi 510.... ef einhver þarf að ná í okkur.
Við höfum allar búðirnar við hendina, í götunni... og Old Country Buffet í seilingarfjarlægð. Við borðuðum þar, fórum í heita pottinn og slöppuðum af á eftir... Þetta er lífið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. september 2008
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Enginn vissi hvað þetta var
- Stefnir í eitt mesta góðviðrisárið
- Eldur kviknaði á Fiskislóð
- Einn vann 2,5 milljónir króna
- Festist í Hveragerði eftir bjórhátíð
- Æfðu viðbrögð við flugslysi í Reykjavík
- Talning sýnir fá alvarleg slys á Höfðabakka
- Ferðamenn sáust pota í sel
- Andlitið tók skellinn
- Ung börn utan skóla í tvö ár: Grafalvarleg staða
- Frumvarp um símanotkun til umsagnar
- Slökkvilið kallað til vegna alelda bíls
- Hrindir af stað söfnun á eigin spýtur
- Hanna Katrín lætur sig víða vanta
- Fylgjast með Outlaws og Bandidos