Leita í fréttum mbl.is

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Ég var að vafra um á vefsvæði Háskóla Íslands í morgun... var að athuga hvort ég væri komin með einkunn fyrir ritgerðina mína og rakst þá á þetta skondna svar við spurningunni ,,Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?"

http://visindavefur.is/?id=14579  Þetta er vel þess virði að kíkja á... en fyrir þá sem nenna ekki að fletta greininni upp... kemur eftirfarandi úrklippa:

...kom í ljós að rifbeinin eru ekki öll eins heldur eru þau dregin í þrjá dilka. Sumir héldu því þá fram að í raun væru ráðin aðeins þrjú en það hefði þýtt að ráðin hefðu verið skorin mjög við trog miðað við fyrstu niðurstöður.

Svo ekkert sé dregið undan skal þess getið hér að allir limir anatómíudeildarinnar sættust á eftirfarandi lausn, enda ekki við hæfi Vísindavefsins að skera niðurstöðurnar við nögl: Ráðin eru alls 24 eins og fyrstu niðurstöður bentu til en þau skiptast í þrjá flokka, jafnmarga og dilkarnir eða trogin sem rifin raðast í:

  • Fyrstu sjö rifbeinapörin kallast heilrif á íslensku (e. true ribs). Af því er orðið heillaráð augljóslega dregið. Heillaráðin eru þess vegna fjórtán.
  • Næstu þrjú rif kallast skammrif (e. false rib) og ráðin undir þeim eru öllu lakari en hin fyrri, enda bara skammgóður vermir. Skammsýnir menn beita þessum ráðum skammlaust og þeim fylgir líka böggull.
  • Síðustu tvö pörin eru smærri en hin og kallast lausarif. Óráð er að taka þessum ráðum einhverjum lausatökum því að þá eiga menn á hættu að verða lauslátir, lausholda, og lausir í rásinni. Lausmælgi er einnig fylgifiskur ráða undan lausarifjunum og þau geta valdið því að mönnum verður laus höndin eins og nú tíðkast og er rifjað upp á hverjum degi í kaldrifjuðum fjölmiðlum.

Við erum bara að spá í rifjasteik í kvöld... Wink


Þýðingarvandamál, gömul saga og ný

Þýðingar hafa alltaf verið vandamál, raunar sagði einhver spekingur að nákvæm þýðing væri ekki til, einungis væri hægt að túlka texta og reyna þannig að koma merkingunni til skila.

Nýja Biblíuþýðingin olli heldur en ekki fjaðrafoki, þar sem ýmsir fóru stórum orðum um að með þýðingunni væri verið að breyta frumtextanum... ég hélt nú fyrst að mér hefði misheyrst... frumtextinn er alltaf eins, það er hebreskan í GT og grískan í NT. Þýðing er aldrei frumtexti.

Apókrýfu bækurnar komu inn aftur eftir nokkur hundruð ára fjarveru. Ein þeirra er Síraksbók.
Hún var rituð á hebresku 180 f. Krist en var 50 árum síðar þýdd yfir á grísku.  Hún hefur nokkra sérstöðu því þýðandi hennar, sem er barnabarn skrifarans setur formála fyrir framan textann, en þar segir:

Jesús, afi minn hafði lengi sökkt sér niður í rannsókn lögmálsins, spámannanna og annarra rita feðra okkar. Var hann orðinn þeim einkar handgenginn.  Það varð honum köllun að leggja sjálfur sitt að mörkum til menntunar og spekiritunar. Það gerði hann til þess að þeir sem lærdómi unna og kynntu sér rit hans gætu tekið framförum með því að breyta eftir lögmálinu.
Ég bið ykkur nú að lesa bókina af velvilja og eftirtekt og taka ekki hart á því þó misbrestur kunni að virðast á þýðingunni á stöku stað en allan lagði ég mig fram við verkið. 
En það sem upphaflega var samið á hebresku fær að einhverju leyti aðra merkingu þegar því er snúið á aðra tungu.
Það á ekki aðeins við um þessa bók. Sjálft lögmálið, spámennirnir og hinar bækurnar víkja um merkingu þónokkuð frá því sem er á frummálinu.

Svo þýðingar hafa alltaf staðið í mönnum. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að þýða upphafsvers Biblíunnar... Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm.
Textinn leyfir málfræðilega að setningin sé tíðarsetning... og myndi útleggjast þannig... Í upphafi þegar Guð skapaði himinn og jörð, var jörðin auð og tóm. Þetta myndi þýða að hnötturinn Jörð og alheimurinn hafi verið til áður en önnur sköpun hófst.  Kletturinn Jörð gæti þess vegna verið billjarða ára gamall... ef það er til eitthvað sem mælir tíma himingeimnum. 

Málið er að hvor þýðingin sem er, rýrir ekki Biblíuna sjálfa og boðskapinn, hún breytir einungis okkar hugsun eða pælingum.  En hvað sem við spáum fram og til baka, þá er Guð alltaf sá hinn sami.


Bloggfærslur 23. september 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband