Leita í fréttum mbl.is

Hið sanna fagnaðarerindi

Í Rómverjabréfinu skrifar Páll postuli að Gyðingar eigi að leggja frá sér lögmálið... því þaðan í frá verði menn réttlættir fyrir trú... aðeins fyrir trú..... en alls ekki verk.
Fagnaðarerindið var og er fagnaðarerindi vegna þess að það er trúin sem frelsar þig en ekki hlýðni við lögmál. Ef við værum dæmd eftir verkum ... myndi enginn fara til Guðs.
Fyrir Gyðinga sem höfðu lifað eftir ströngum reglum lögmálsins og verk skipuðu stóran sess í lífi þeirra ss hreinleikalögin, umskurnin, hvíldardagurinn og hátíðir... fyrir þá var þetta stór biti að kyngja.


Í Galatabréfinu 1.6 segir Páll...  

-6- Mig furðar, að þér svo fljótt látið snúast frá honum, sem kallaði yður í náð Krists, til annars konar fagnaðarerindis, -7- sem þó er ekki til; heldur eru einhverjir að trufla yður og vilja umhverfa fagnaðarerindinu um Krist. -8- En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður. -9- Eins og vér höfum áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið veitt viðtöku, þá sé hann bölvaður. 

Margir taka þessum orðum Páls þannig... að Galatamenn  hafi verið farnir að snúa sér aftur til heiðni, en það er ekki málið... flestir þeirra voru áður gyðingar, eftir að menn taka trú á Krist eru þeir kristnir.

Páll er að ávíta þá fyrir að snúa sér aftur að lögmálinu – verkunum. Páll var að ávíta þá fyrir að treysta ekki orðum Jesú þegar hann segir – fylg þú mér, trú þú á mig og þú munt hólpinn verða.  Páll segir í 6v. að þeir séu að snúa sér til annars konar fagnaðarerindis... og við sjáum á bréfum hans að hann er að setja út á menn sem vildu halda inni ýmsum ákvæðum lögmálsins eins og t.d. umskurninni.

Páll segir að annars konar fagnaðarerindi sé ekki til, einfaldlega vegna þess að um leið og menn blanda verkum við, hættir fagnaðarerindið að vera fagnaðarerindi. Fögnuðurinn liggur í því að þú gefur sjálfan þig, þ.e. sál þína.

Og öfugt við þann frasa sem við þekkjum... að selja sál sína fyrir eitthvað... þá getum við það ekki... við verðum að gefa hana af fúsum og frjálsum vilja.

-11- Það læt ég yður vita, bræður, að fagnaðarerindið, sem ég hef boðað, er ekki mannaverk. -12- Ekki hef ég tekið við því af manni né látið kenna mér það, heldur fengið það fyrir opinberun Jesú Krists. -13- Þér hafið heyrt um háttsemi mína áður fyrri í Gyðingdóminum, hversu ákaflega ég ofsótti söfnuð Guðs og vildi eyða honum. -14- Ég fór lengra í Gyðingdóminum en margir jafnaldrar mínir meðal þjóðar minnar og var miklu vandlætingasamari um erfikenningu forfeðra minna.


Í versum 11 - 14 er Páll að segja að hann gyðingurinn, þekki gyðingdóminn og fagnaðarerindið finni menn ekki þar. Gyðingdómurinn var fullur af verkum í formi erfikenninga og menn vildu halda í verkin.  Páll segist ekki hafa látið kenna sér það honum opinberaðist þetta fagnaðarerindi... Hann fann það ekki upp, hann var að uppgötva það sem ritningarnar sögðu fyrir en menn höfðu rangtúlkað.

Hvað sögðu lærisveinarnir þegar þeir gengu með Jesú á veginum til Emmaus... það brann í þeim hjartað því hann lauk upp fyrir þeim ritningunum... Jesús gaf þeim skilning á því sem var alltaf fyrir augunum á þeim í ritningunni.

Hið sanna fagnaðarerindi eru orð Jesú: fylg þú mér... trú þú á mig og þú munt hólpinn verða. 


Bloggfærslur 21. september 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband