16.9.2008 | 23:05
Auga fyrir auga...
Í gamla testamentinu stendur auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Merkingin er að gjalda í sömu mynt.
Það koma þeir dagar hjá öllum þar sem þeir vildu hafa sýnt meiri þolinmæði og átt meiri kærleik í umgengni sinni við annað fólk.
Erfiður dagur nægir út af fyrir sig, fyrir viðkomandi einstakling sem eftir á er vafalaust þakklátur þeim sem umbáru leiðindin í hljóði, þó ekki bættist við að fá leiðindin endurgoldin.
En hvað með það að við eigum að gjalda í sömu mynt... auga fyrir auga?
Við þekkjum þennan frasa... að maður eigi að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig... En þennan frasa er nefnilega líka hægt að skilja þannig að ef einhver er með leiðindi og skjæting þá eigi umsvifalaust að svara í sömu mynt... það sé kurteisi... Hvers vegna? jú, sá sem var með leiðindin hljóti að vilja þannig framkomu.
Vandinn er bara sá, að ef við missum okkur við fólk sem á greinilega erfiðan dag, þá erum við ekki að fara eftir okkar vilja, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur heldur værum við einungis að auka á leiðindi annarra.
16.9.2008 | 17:00
Bloggvinalistar
Ég hef fengið nokkur tilboð um að vera bloggvinur, TAKK FYRIR ÞAÐ... en ég hef alltaf hafnað því, það hefur einhvern veginn ekki heillað mig að safna fólki á einhvern vinalista. Ég hef látið mér nægja að hafa tengingu yfir á hlaupasíðuna mína og á síður dætranna.
Aðeins einn þeirra sem ég hef hafnað, var með netfang á síðunni sinni svo ég gæti útskýrt málið, aðrir hafa enga hugmynd um hvers vegna þeim var hafnað.
Þetta hefur mér þótt leitt, því ég vil ekki að höfnuninni sé tekið þannig að ég hafi eitthvað á móti viðkomandi... en hver veit nema ég breytist og byrji seinna að safna bloggvinum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 12:37
Sköpun heims, upphaf lífs
Menn skiptast yfirleitt í tvo hópa varðandi upphaf heims, annaðhvort er það ,,Bing bang kenningin með þróunarkenningu Darvins innanborðs" eða sköpunarsaga Biblíunnar í 1.Mósebók.
Það sem fólk áttar sig oft ekki á, er að hvoru sem það trúir, þá flokkast það undir val því hvorugt er hægt að sanna. Vísindamenn hafa þó sannað að heimurinn er á mikilli ferð.... þeir segja að hann þenjist út eins og frá sprengingu og menn trúa því, við vitum að ekkert hangir í lausu lofti... en af hverju út, getum við ekki verið að sogast inn í eitthvað. Á öllum skýringarmyndum er hnötturinn sýndur fara til hliðar, en við getum verið að fara upp eða niður.
Oft trúum við því sem vísindamenn segja vegna þess að það skiptir okkur engu máli, hún breytir engu varðandi líf okkar á jörðinni.
Við höfum til dæmis lifað í þeirri vissu að við stæðum ofaná jörðinni og hinum megin á jörðinni væru menn ,,á hvolfi"... en hvað er upp og hvað er niður í alheiminum, við gætum alveg eins verið á hvolfi... eða báðir á hlið... en allur heimurinn hefur ákveðið að þetta sé rétt, því einhver vísindamaður setti þessa tilgátu fram.
Big bang kenningin er val þeirra sem trúa ekki eða vilja ekki trúa sköpunarsögu Biblíunnar.
Báðar kenningarnar eru jafn ótrúlegar.
Það er jafn ótrúlegt að Guð hafi skapað heiminn eins og að heimurinn hafi skapast af sjálfu sér.
Hvorug kenningin hefur svar við frum-byrjuninni... þ.e. hver skapaði Guð og hver bjó til efnið í sprenginguna.
Þess vegna stendur fólk frammi fyrir því að velja hverju það vill trúa.
Ég tók Menntaskólann Hraðbraut áður en ég fór í Háskóla Íslands og þar las ég Lífeðlisfræði, kjarna fyrir framhaldsskóla, bók sem er gefin út 2001.
Á bls. 19 er sagt frá niðurstöðum rannsóknar fransks efnafræðings Louis Pasteur varðandi sýklarannsóknir. Louis gerði tilraunina 1860-70... niðurstöðurnar hljóta að standa enn fyrst vitnað er til þeirra á okkar öld... en hver var niðurstaða hans?
jú, hún var sú ,,að líf getur ekki kviknað af sjálfu sér, að allar lífverur eru komnar af öðrum lífverum"
Rannsóknin fellir þróunarkenningu af engu. Á bls.96 kemur stutt lýsing á því sem er kallað þróun.
,,Lífverur breytast með umhverfinu - þróast. Við þróunina verða til nýjar tegundir og þær sem laga sig ekki að nýjum aðstæðum hverfa - verða aldauða eða útdauðar... ...oft er það vegna samkeppni við aðrar tegundir og á síðari árum ekki síst við mannskepnuna."
Lífeðlisfræðibókin gerir því ráð fyrir því að hlutirnir breytist í tímanna rás en ekki að líf kvikni og þróist af engu.
Bloggfærslur 16. september 2008
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007