Leita í fréttum mbl.is

Orðlaus

Ef maður verður nokkurntíma orðlaus þá er það við svona fréttir. Það dynja yfir okkur fréttir þar sem foreldrar fara illa með börnin sín. Börn lokuð inni árum eða áratugum saman og nú ungt barn eitt heima og í hlekkjum á meðan foreldarnir vinna úti.
Fer heimurinn versnandi eða erum við bara á öld upplýsinganna, að frétta af hlutum sem hægt var að leyna endalaust áður.
Ekkert er nýtt undir sólinni, segir prédikarinn.
mbl.is Hlekkjaður við vaskinn á meðan foreldrar voru í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hellisbúar í berjaleit


Í helli við Búrfell Ég, Evran og smámyntirnar hennar fórum í göngu í dag... í sól og sumaryl.  Leiðin lá á Búrfellið, þar sem ég hafði farið í rannsóknarleiðandur þangað í gær. Við komust varla áfram fyrir berjum... eins og í gær. 

Ferðin varð að einni allsherjar ævintýra-hellaferð.
Við skoðuðum 100metra hellinn og fleiri hella á svæðinu á leiðinni að Búrfellinu. Það er greinilegt að við verðum að fara eina ferð enn á svæðið og þá með vasaljós.
Við vorum síðast að skoða hellana saman á þessu svæði fyrir 3 árum þegar ratleikurinn með hellaþemanu var í gangi.

Við gleymdum okkur alveg í þessum hellum, hefðum jafnvel getað lagst út.... en Evran vakti okkur til veruleikans.... því hún þurfti að komast í Bónus fyrir lokun. Joyful

Nóg var af berjunum.... vantaði rjómann....  


Bloggfærslur 13. ágúst 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband