Leita í fréttum mbl.is

Sumarsæla við Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn 30.7.2008
Það er sjaldan sem maður upplifir slíka skaðræðisblíðu og var í dag. Við plöntuðum okkur niður við Hvaleyrarvatn, 3 ættliðir, amma, dætur, 2 barnabörn og 2 hundar og við nutum veðursins.

Hvað við erum heppin að hafa svona útivistarsvæði við bæjardyrnar. Þarna var múgur og margmenni og þegar ég gekk hringinn í kringum vatnið með Mílu, mættum við 8 hundum. Allir nutu þessarar himins blíðu.

Hvaleyrarvatn 30.7.2008Krakkarnir óðu í vatninu, voru með báta og háfa og reyndu að fangi síli og hundarnir notuðu vatnið til að kæla sig.

Helmingurinn af allri ánægjunni er svo að vera með nesti......

Það er ekki spurning hvar við verðum á morgun, heldur klukkan hvað við förum þangað.


Kerið, náttúruauðlind

Nú ætlar einhver ferðafrömuður að semja um skoðunargjald fyrir Kerið í Grímsnesinu. Sjálfsagt verða útlendingarnir dauðfegnir.... ef þeir þurfa að borga fyrir að sjá perluna, hljóta þeir að geta farið í skaðabótamál ef þeir slasa sig á staðnum. Við Íslendingar ættum líka að verða glaðir... eigandinn hlýtur að borga eignarskatt af þessu verðmikla landi og núna bætast við skattar af ,,skoðunargjaldinu." Sannkölluð náttúruauðlind fyrir okkur.
mbl.is Greiða eftir á fyrir komur að Kerinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband