Leita í fréttum mbl.is

Helena, Montana

þetta erum við GrinGrin

Við komum snemma til Helena, sem er höfuðborg Montana. Bærinn er vinalegur og allt voða notalegt..... það besta er að það er enginn söluskattur í Montana. Svo verðið sem við sjáum í búðunum er rétta verðið á hlutnum. Það má því segja að allt sé ódýrara hér.

Veðrið er dásamlegt, við gistum á http://www.jorgensonsinn.com/ .... Mjög þægilegt.... erum við hliðina á mollinu. Ætlum að labba þangað yfir núna..... enginn skattur í Montana, maður verður að nýta sér það. Wink


Jackson Hole - Yellowstone - Livingston

Afton, Wyoming, 4.júní 2008              GrinGrin

Þetta var dásamlegur dagur. Við lögðum snemma af stað frá Afton.... Gat ekki stillt mig um að taka mynd af bæjarmerkinu þeirra sem skartaði yfir aðalgötunni.
Hvert fylki hefur sitt einkennismerki og merki Wyoming er Buffaló-inn.
Jackson Hole
Við keyrðum norður til Jackson Hole... sem er einu orði sagt stórkostlegur bær... einstaklega fallegur þar sem heildarmyndin hefur verið varðveitt.
Húsin voru öll lág bjálkhús eða í þeim stíl sem féll að því og gangstéttir úr viðarborðum. Hreindýrahorn mynduðu göng í skemmtigarðinn, allt svo náttúrulegt og snyrtilegt... Myndavélin sagðist vera rafmagnslaus ???
Svo ég tók enga mynd. en heimasíða bæjarins er frábær auglýsing fyrir hvað er hægt að gera þar. 
http://jacksonhole.com/index.asp 

Yellowstone, Wyoming, 4.júní 2008Þaðan keyrðum norður til Yellowstone. Þjóðgarðurinn er á stærð við Ísland.... svo við verðum að fara þangað aftur í bakaleiðinni og skoða meira. Hvílíkt landslag, fegurð og dýralíf. Við þurftum að varast birni, buffalóa og elgi. Því miður sáum við hvorki Yogi eða Boo Boo.
Þá voru hverasvæðin á stærð við smábæ heima.
Yellowstone National Park – ( 03:44 ) Augl.mynd

Yellowstone, Wyoming, 4.júní 2008Ógurlegir skógareldar voru þarna fyrir 20 árum og voru merki eldanna um allt. Við sáum ,,geysi" og hvernig hverasvæðin eru að færast til... sáum dauð tré í miðju hitasvæði.

Eftir langan dag og mikla keyrslu.... allt svo stórt í Ameríku... fengum við gistingu í Livingston, Montana... sem er áttunda fylkið sem við heimsækjum í þessari ferð.


Bloggfærslur 5. júní 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband