Leita í fréttum mbl.is

Selvogsgatan


Það er fastur liður að ganga Selvogsgötuna, og helst nokkrum sinnum á sumri.
Maðurinn þurfti að fara í Selvoginn að laga eitthvað við hjólhýsið hennar Jónu. Ég notaði tækifærið og gekk Selvogsgötuna frá Bláfjallaafleggjaranum.... það er ca 16 km. 

Veðrið var dásamlegt, sól en aðeins vindur.... eða logn sem var að flýta sér aðeins. Síðast þegar ég fór Selvogsgötuna gekk ég hratt og var slétta 3 tíma þessa leið. Nú ákvað ég að ganga á fjölskylduhraða... og var 3:45.... stoppaði samt aldrei. 

Ég var 50 mín upp á fjallsbrúnina, 1 tíma og 10 mín yfir hraunið, 40 mín niður að stiganum, 50 mín þaðan niður að fjallsbrún og 15 mín að fara niður fjallið, niður á veg.

Það var óvenju lítið um fugla og kindur á leiðinni, sá varla fugl og ekki kind nema fyrir neðan stigann.

Lúlli sótti mig að fjallinu, við grilluðum og höfðum það gott, sváfum þar í nótt.


Bloggfærslur 23. júní 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband