Leita í fréttum mbl.is

Flugfélög

Við eigum flug eldsnemma, kl 6 í fyrramálið.
Við höfðum keypt flugmiða hjá Jetblue og þeir tóku sér það bessaleyfi að færa flugið fram um 2 tíma og senda okkur til Long Beach í staðinn fyrir LA. Við fáum 50$ afslátt hvort á næsta flugi sem við pöntum.

Okkur finnst orðin nokkur einstefna í flugmálum. Icelandair hefur t.d. allan rétt hjá sér. Einusinni keyptum við far og þeir stafsettu nöfnin okkar beggja rangt. Ég lét vita þegar netpósturinn kom. Í annað sinn keyptum við far innanlands í Bandaríkjunum gegnum þá, og tókum eftir því af tilviljun þegar miðarnir komu í pósti... að ég átti flug 2 dögum á undan Lúlla. 

Svo kom það fyrir að Lúlli keypti far á netinu til Bandaríkjanna og víxlaði tveim stöfum í nafninu mínu... breyting kostaði 4000-. Við höfum greitt 5.000- á mann fyrir breytingu á brottfarardegi (held það kosti nú 10.000-)

Í gær fengum við e-mail að Icelandair hafi fellt niður flugið okkar til Minneapolis í september.... það eina sem okkur er boðið er að fara degi fyrr en degi seinna.... okkur ætti að minnsta kosti vera borgað sama gjald og þeir taka fyrir breytingu.


Bloggfærslur 26. maí 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband