Leita í fréttum mbl.is

Hungur

Við höfum varla fengið almennilega máltíð í þessari ferð.  Þessi fylki, Louisiana og Arkansas hafa annan brag á matsölustöðum en við eigum að venjast í Bandaríkjunum. 

Um daginn fórum við á Country Bar-B-Q stað.  Við störðum á diskana þegar þeir komu, besta lýsingin á kjötinu !..... kalt niðursneitt álegg, engin sósa og ein bökuð kartafla.  Við vorum svöng.  
 

Við erum ekki fyrir kínverskan mat því þar stendur sífellt yfir leitin að nautinu og kjúklingnum svo að þegar við slógum inn ,,buffet” á Garminum, þá völdum við Royal Buffet sem var það eina sem var ekki kínverskt.  Þegar við komum þangað glorhungruð reyndist það líka vera kínverskt.  Við ákváðum að láta slag standa fyrst við vorum komin....

Ps......við fundum hvorki nautið eða kjúklinginn  GetLost


Little Rock, Arkansas

Það er svo margt sem við getum ekki útskýrt.  En það ótrúlega gerðist í dag. 

Ein af okkar föstu búðum í USA er The Family Christian Store.
Tveim vikum áður en við fórum að heiman sendi ég email til þeirra og pantaði hjá þeim sérstakar bækur, var mér mikið í mun að fá Gamla Testamentið á frummálinu... hebresku. 

Ég var búin að leita í öllum bókabúðum síðast þegar við vorum úti en enginn átti hana á lager.
Pöntunartími var yfirleitt 5-10 virkir dagar en allt upp í 3 vikur. 
Ég sem sagt pantaði hana í emailinu og bað um að bókin yrði í búðinni þeirra í Little Rock..... ég fékk aldrei svar frá þeim, en ákvað samt að fara þangað í dag.

Núna getum við ekki verið á ,,garmsins” svo nafnið á búðinni var stimplað inn og brennt af stað, það voru 11 mílur þangað og garmurinn leiðbeindi. 
Rétt áður en við áttum að koma að búðinni sáum við aðra kristilega búð LifeWay Christian Store.  Eins og stundum hefur komið fyrir áður, var okkar búð hætt, svo við fórum í hina. 
Okkur er strax boðin aðstoð og ég rétti manninum útprentaða auglýsingu fyrir bókina, Gt á hebresku og það datt af honum andlitið.  Honum hafði dottið í hugað panta eina bók fyrir einhverjum tíma og hafði sett hana í hilluna fyrir klst.

Og við vorum ekki einu sinni í réttri búð.   Halo

Bloggfærslur 28. febrúar 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband