Leita í fréttum mbl.is

Hvað voru vitringarnir margir?

maría með JesúÉg varpaði þessari spurningu fram, þegar við systur vorum að föndra jólakúlur um daginn.  Hvað voru vitringarnir margir? 

Ekki stóð á svörunum, allar sammála um að þeir hafi verið 3... og vitnuðu meira að segja í Biblíuna.

Matt 2:1
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem
Matt 2:11
þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.

Það er oft þetta einfaldasta sem fellir okkur... Eitthvað sem við höfum bitið í okkur og myndum standa á því föstum fótum að væri rétt... en sannleikurinn er sá að tala vitringanna er hvergi nefnd - aftur á móti eru gjafirnar þrjár, gull, reykelsi og myrra.


Bloggfærslur 23. desember 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband