Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er karlmanni nauðgað?

Þegar ég heyrði fyrst að konur hefðu nauðgað karlmanni þá spurði ég hvernig í ósköpunum það væri hægt... Svarið var mjög einfalt... Öll höfum við á unga aldri sett teygju á fingurinn og stoppað þannig blóðrásina fram í fingurinn. Við vitum líka af þeirri reynslu að það er mjög kvalafullt.

Þetta er aðferðin þegar karlmanni er nauðgað - það er sett teygja á liminn og menn sem hafa orðið fyrir þessu segja að þetta sé mjög kvalafullt. Þetta er því ekkert grín eða eins og sumir hafa ímyndað sér að það væri uppfylling á óvæntum draumóra, fyrir karlmanninn að verða nauðgað.
Það er því ekkert grín - frekar en þegar konu er nauðgað.
 


mbl.is Má grínast með nauðganir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkar hefðir trúarbragðanna

Við gistum núna á Econo Lodge og eigendurnir eru indversk hjón. Einn morguninn þegar við voru að fara út og Bíðari nr.1 var eitthvað að leita á garminum, þá tók ég eftir því að Indverjinn stóð fyrir utan dyrnar. Hann snéri að götunni og húsinu á móti og baðaði út höndunum.

Ég hélt fyrst að hann væri að tala við einhvern með þessu handapati, en þá tóku við aðrar kúnstir og hann snéri sér m.a. í þrjá hringi. Hann var að framfylgja sinni trúarhefð, sennilega að biðja fyrir nýjum degi. Það skipti hann engu máli að tugir ef ekki hundruðir bíla keyrðu framhjá 5-10 metrum frá honum og fjöldi manns gengi hjá... hann var einn með sínum guði eða guðum. 

Ég gat ekki annað en dáðst að því að umheimurinn skipti hann engu í samskiptum hans við guðinn eða guðina sína. Við hin kristnu leynum ekki beint trúnni en við opinberum hana ekki á þennan hátt... kanski erum við sífellt með þessi orð Jesú á bakvið eyrað...

Matt 6:5   Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

Við vitum að Jesús var að tala um gyðinga sem báðust fyrir með hrópum og köllum á götuhornum og börðu sér á brjóst og tilgangur þeirra var að vekja athygli á sér. 
Indverjinn aftur á móti gaf ekkert hljóð frá sér en framkvæmdi þá siði sem honum bar samkvæmt trúnni... 

Vegna þess að maðurinn er Indverji - þá vissi ég að athöfnin var trúarleg, ef hann hefði verið hvítur - hefði ég talið hann eitthvað skrítinn GetLost


Bloggfærslur 16. október 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband