Leita í fréttum mbl.is

Verkaskipting...

Það nægir víst ekki að hafa eitt áhugamál... heldur verður maður að hafa nokkur.  Söfnunarárátta í áhugamálum.  Áhugamál mín eru orðin nokkur, ég fór í guðfræði í Háskóla Íslands, er í skokkhópi sem ber nafnið Byltur, í hjólaklúbbi hafnfiskra kvenna (HHK) og svo finnst mér gaman að ganga á sumrin. Ég fer t.d. Selvogsgötuna á hverju sumri.  Það er sem sagt nóg að gera við tímann og enginn tími til að vinna launaða vinnu.   

En þetta er það sem á fagmáli kallast verkaskipting, ég sé um áhugamálin og maðurinn sér um að vinna.  Annars gildir þessi 50/50 regla hjá okkur hjónum í öllu heimilishaldi.  Hann tekur hluti og skilur eftir um allt hús, ég tek þá og set á sinn stað.  það er 50/50.  Hann tekur rúmteppið af rúminu á kvöldin, ég set það á morguninn eftir.  það er 50/50. Hann eldar (hann segist svelta annars) og ég geng frá í eldhúsinu. það er 50/50.   Ef við förum í boð, þá keyrir hann þangað og ég heim .......mjög hagkvæmt.  Hann vinnur fyrir peningunum og ég eyði þeim..... mjög hagkvæmt.  


Bloggfærslur 8. ágúst 2007

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband