Leita í fréttum mbl.is

Ódýrt að drekka vatn ?

Hitinn hérna er 35-38 stig og á viku er ég búin að drekka 2 og hálfan kassa af vatni.  Annar kassinn var 30 flöskur en hinir 24...... bíðið..... set heilann í gang.... 30+24+12 = 33 lítrar.  Fyrir utan það sem ég drekk með mat.  Ekkert smá.  Tounge

Ég uppgötvaði mikil sannindi í dag...Woundering.... það er vatnsdrykkjunni að kenna hvað ég versla mikið.  Sko, maður þarf að pissa öllu þessu vatni.... WC er alltaf innst í búðinni ...... og þá borgar sig að taka bara strax körfu, því ég sé alltaf eitthvað sem mig vantar á leiðinni út. 


Hetjan okkar

Adam DagurVið fengum að vita að aðgerðin á Adam hafi gengið vel og fréttum í morgun að hann væri kominn heim.  Guði sé lof.  Hann er hetjan í dag.

 Það var gerð aðgerð á báðum fótum.

Þú ert hetjan okkar litli kall. Við heimsækjum þig um leið og við komum heim.

Kissing  Kissing  Kissing  Kissing  Kissing  Kissing  Kissing  Kissing  Kissing  Kissing  Kissing  Kissing


Húsherrann

Myndir frá Green River, Wyoming 2007 017Við tókum það rólega í gærkvöldi, þá gekk yfir úthelli með þrumum.... sáum engar eldingar.

Ljónið er búinn að fá sér nýjan steikarpott, það kom gat á þennan gamla rétt áður en við fórum.  Hann sér oftast um eldamennskuna.  Í hverri ferð kaupir hann sér eitthvað í eldhúsið.  Síðast keypti hann sér ný bökunarform. 

Jájá... og hann notar það sem hann kaupir, það fer ekki bara inn í skáp.  Þessi elska verður að fá eitthvað fyrir sig !Kissing ..... sérstaklega ef það léttir mér þrifin eftir að hann hefur leikið lausum hala í eldhúsinu. 

Það er ekki hægt að neita því að það er sælusvipur á honum í kringum matinn.  Smile


(G)óð kaup....

Við förum alltaf með auka tösku út.... og segjum alltaf það sama við hvort annað..... sem er = Við höfum litlu töskuna þá bara inní hinni á leiðinni heim líka ........ En það hefur aldrei gerst.... enginn vandi að fylla allar töskur.Wink

Við höfum verið að gera ótrúlega góð kaup í allan dag.  Meira að segja eiginmaðurinn verður að slá á puttana á sér, það er jafnvel takmarkað hvað maður getur sett í töskurnar sem við komum með.  En þegar maður er svona ríkur af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum.... og jólin alltaf á sínum stað, aftast í árinu.... þá stenst maður þetta ekki. InLove


Bloggfærslur 30. ágúst 2007

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband