Leita í fréttum mbl.is

Ferðin hálfnuð

Tíminn líður svo hratt þegar maður er í fríi.  Nú er ferðin hálfnuð.  Við notuðum allan gærdaginn til að keyra frá Colorado Springs til Albuquerquie New Mexico.  Lögðum af stað kl 9 um morguninn og komum um 6leytið.  Auðvitað var byrjað á að fara í tölvuna..... Hvað haldið þið .... en ég átti í svolitlum vandræðum með netið, var að detta út, svo það endaði með því að ég tengdi mig við þráðlausa netið á hótelinu við hliðina..... þeir eru með svaka signal.  Cool


Ameríka er svo stór.....

cave of the wind. CoÞað er ekki hægt að sjá og gera allt sem mann langar til..... Mig langaði t.d. að skoða - Cave of The Winds- en maðurinn er búinn að fá nóg af þessum hellaferðum mínum.  Hann hefur þurft að elta mig ofaní hvern hellirinn á fætur öðrum hér í Usa undanfarin ár ..... ennnn...... nei ekki meiri hellaferðir. 

Í Wyoming hefðum við getað skroppið í Yellowstone og heilsað upp á Jógý bear og Búbú en það verður víst að bíða þar til við ferðumst um Montana. Það verður að púsla þessu hagkvæmt saman.


I love it .....

Ef það er eitthvað sem ég elska við Bandaríkin.... fyrir utan stórar og góðar búðir.... þá eru það hraðbrautirnar.  Að geysast áfram á 140 km. hraða... I love it.

Í dag keyrðum við frá Colorado Springs í Colorado til Albuquerque í New Mexico.  Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni, versluðum ..... tókum allan daginn í þetta.  Fengum hótel á góðu verði hér og verðum á því næstu 5 daga.  Við borðuðum á Wendy´s.  Fyrsti hambóinn síðan við komum.... Í kvöld hef ég verið að senda Email, kjafta á msn og blogga..... sem sagt nóg að gera.


Bloggfærslur 29. ágúst 2007

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband