Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Kvikmyndir

Kefl - Seattle - Tacoma

Tveir dagar er það styttsta sem ég hef haft á milli ferða... Lúlli keyrði mig út á völl um kl 2 en flugið til Seattle var kl 5.

Á tímabili var ég alveg að sofna í vélinni enda var flugið 7:40... og ég löngu búin að sjá allar 48 myndirnar sem hægt var að velja í fluginu.

Það var sól og 22°c þegar vélin lenti og þó það liðu 2 tímar þar til ég var komin í bílinn, þá var enn bjart og ég keyrði í birtu til Tacoma.

Ég nennti ekki í búð á leiðinni, er með vatn úr flugvélinni og ætla bara í bælið :
Það biðu mín 5 pakkar á hótelinu :)

DAYS INN TACOMA
6802 Tacoma Mall BlvdTacoma, WA 98409 US
Phone: 1-253-475-5900    Room 134


Komum heim í morgun, skóli eftir hádegið

Ég náði ekki 3 bíómyndum í nótt, hefði kannski náð þeirri þriðju ef ég hefði ekki setið við neyðarútgang og orðið að pakka sjónvarpsskerminum niður fyrir lendingu. Pabbi og mamma sóttu okkur.

Síðan var bara að drífa dótið upp úr töskutætlunum sem voru teipaðar saman, þvo þvott, ganga frá og fara í skólann eftir hádegið. Harpa og Lovísa komu á meðan ég var í skólanum.

Það er frí í næsta tíma svo ég þarf ekki að mæta næst fyrr en á föstudag :)


Fínn dagur :)

Við fórum snemma út í morgun, oftast eru þvottavélar á hótelunum en ekki á þessu. Við fórum á -do it yourself loundry- sem er ágætt. Duttum inn í nokkrar búðir og dingluðumst út um allt. Borðuðum áður en við fórum aftur heim. Þetta er ágætt - nú þarf að fara að pakka, við sækum gögnin fyrir maraþonið á morgun...

Við höfum verið amk síðustu 10 ár í USA í okt, og það er tvennt sem við missum ekki af... haustlitunum og halloween-hryllingsmyndunum í sjónvarpinu. HEPPIN ! 


Boston MA - Hartford CT - Pittsburgh PA - Columbus OH

Það er búið að vera hrikalegt að hafa ekki tölvuna. Var að fá spennubreytirinn og í gang með vinkonuna.
En ferðasagan hingað til... 
Ég náði 3 bíómyndum á leiðinni (á fimmtudaginn)... ekki leiðinlegt. Við lentum í Boston, tókum bílinn og keyrðum strax til Hartford CT. Þar var gott veður, einum of gott til að hlaupa ING Hartford Marathon á laugardaginn... Reyndi að drekka mikið en lenti samt í slæmum krampa í vinstra læri á síðustu mílunni.

Á sunnudagsmorgninum vorum við mætt um kl 8 fh í svertingjamessu í beinni útsendingu hjá Bishop Bishop. Bishop talaði vel og þó söfnuðurinn væri fámennur þá áttu þau hrikalega góðar söngraddir og kraftmikinn kór. Mikið gaman og mikið fjör. Messan var næstum til hádegis svo við komum glorhungruð út... og búin að missa af breakfast á buffetinu.

Í morgun, mánudag... vöknuðum kl 4 í nótt, gerðum ráð fyrir umferð til Boston en vorum komin kl. 7 þangað. Flugum til Pittsburgh PA kl 10 og keyrðum gegnum West Virginia til Columbus OH... erum þreytt en ánægð að komast á netið á hótelinu... TÖLVAN er ómissandi Kissing

Super 8, 2055 Brice Road, Reynoldsburg, Ohio 43068
pnone: 614-864-3880 room 104

 


Ef það væri ávísun á betri dagskrá...

... þá væri mér sama... mér finnst ekki horfandi á 80 % af íslensku efni... en það er greinilegt að við erum neydd til að borga fyrir það.
Ég vona að niðurskurðurinn verði amk til að menn fari að hugsa um hvort myndin myndi ná einhverju áhorfi í bíó... og hætti að leika sér í einhverju rugli - af því að þeir eru öryggir með kaupanda.

En sjónvarpið var sniðugt - að láta kvikmyndagerðamenn berjast fyrir sig , fyrir hærri fjárveitingu.


mbl.is Fordæmislaus niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2012

Sá myndina í kvöld, fannst hún löng... en datt samt ekki í hug að hún væri 3 tímar. Brellurnar voru raunverulegar, einmitt eins og manni gæti dottið í hug að náttúruhamfarir að þessari stærðargráðu gætu orðið.
Það var nokkuð um biblíulegar hliðstæður s.s. sonur aðalpersónunnar hét Nói. Þá myndi það lýsa guðleysi heimsins að menn horfðu fremur til spádóma austrænna trúarbragða, þó menn hefðu frasa eins og ,,Jesús Kristur" á takteinum. 

Ríkisstjórnir heimsins létu byggja 7 stk arkir til að komast af í fljóðbylgjum jarðskjálftanna, flóðið náði til hæstu fjalla jarðarinnar, og þeir tóku með sér dýrategundir, fíla, gíraffa. ljón og fl.

Stærð og lögun arkanna, risastórar og yfirbyggðar, svipar til lýsingar Biblíunnar. Í lok myndarinnar sáust 3 arkir sigla saman inn í nýtt tímaskeið sem byrjaði á ártalinu 1.
Bæði 7 og 3 eru táknrænar tölur, sjö vísar til hins óendanlega (7 dagar í viku) og þrír tákna hinn þrí-eina Guð - heilaga þrenningu, sem kristnir trúa að muni stjórna frá Dómsdegi, þegar hin nýja Jerúsalem kemur niður af himni eins og Opinberunarbók Jóhannesar segir.


Hamarinn

Snubbóttur endir á annars frábærum og spennandi þáttum. Það var svolítill útskýringarstíll á atburðarrásinni... en mér fannst vanta svar við hvernig steinninn gat lent á bílnum eða skipti það engu máli ? Endirinn býður upp á framhald, það er kannski næsta stig - hver veit!

Stóra planið

Ég var svekkt að hafa misst af fyrsta þættinum af Stóra planinu... en eftir að hafa séð annan hlutann í gær... veit ég að ég missti ekki af neinu og ætla að horfa á einhverja aðra stöð næstu föstudagskvöld... Hvílíkt hvað myndin var hrútleiðinleg... en aftur á móti er Hamarinn góð, ég ætla ekki að missa af hinum þáttunum.

Harry Potter

Skellti mér í bíó í gærkvöldi, 10 sýningu í Kringlunni... keypti miðann á midi.is sem er nú ekkert nema snilld...
Ég var með elstu mönnum!!! Spennan í salnum var gífurleg... en spennan náði mér aldrei - spurning hvort ég sé orðin svona ólseig???
Nú er bara spurning hvort það verður framhald... Harry Potter í heimi fullorðinna, að kljást við kreppu, skuldir og ástarmál og fl?


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband