Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

New York - Savannah GA

Ég fór hrikalega snemma að sofa í gær því ég varð að taka skuttluna upp á flugvöll kl 5:30 í morgun... Flugið var kl 7:30 og það veitti ekkert af tímanum. 

Ég flaug með jetBlue til Savannah og flugið tók um 2 tíma. Ég hef aldrei komið hingað áður. Bílaleigubíllinn er hvílík lúxus 8 sæta dekurdós... Dodge er bestur :D

Um hádegið var ég komin í expoið að sækja gögnin fyrir maraþonið og síðan lá leiðin í Walmart að kaupa morgunmat og fl. Fékk mér að borða...
Ég tékkaði mig inn á hótelið um kl 4... reyndi að hringja heim gegnum Viber en sambandið var mjög slæmt.

Days Inn Airport,
2500 Dean Forrest Rd, Savannah Georgia 31408,
Phone : 912 966 5000  room 116


Keflavík - New York

Mín er flogin út eina ferðina enn... Í dag flaug ég til New York og gisti þar... og flýg áfram eldsnemma í fyrramálið til Savannah GA.

Um miðnætti á okkar tíma (kl 19 hér) var ég að tékka mig inn á hótelinu og bara fegin að fara í rúmið.

Days Inn Airport, 
144-26 153rd Court Jamaica, NY 11434
Phone : 718 527 9025


Atlanta GA - DC - Heim

Sunnudagur 18.okt, heimferð... morgunmaturinn var tekinn snemma, pakkað og ég vildi fara tímalega að skila bílnum, þar sem vegakerfið er allt breytt... að vísu er betra að vera villtur í björtu en myrkri en samt. Ég átti í hvílíkum vandræðum í myrkrinu í gær... og mig langar ekki til að borga aukadag fyrir að skila bílnum of seint.

Allt saman gekk vel, ég skilaði bílnum, fór með lestinni, tékkaði mig inn í flugið, kom mér fyrir með símann eins og unglingarnir og vafraði um netið...

Ég átti flug með United kl 14, um 1:30 til DC en þar þurfti ég að bíða í 4 tíma eftir Icelandair.

Flugið heim var 5:10 og okkur var sagt að búast við töfum vegna verkfallsaðgerða eftirlitsmanna en biðröðin þar var styttri en í síðustu ferðum svo ég var heppin. Bíðari nr 1 beið fyrir utan og við vorum komin heim um kl 7am.


Guntersville Alabama - Atlanta Georgía

Ég tékkaði mig út af "Regal Inn" kl 6 am og flýtti mér í maraþonið. Það var meðfram ströndinni á Sun Set, mjög falleg leið.

Eftir maraþonið voru 150 mílur til Atlanta... Ég var komin til Atlanta eftir 4 tíma og var 2 tíma í viðbót að finna út hvernig ég kæmist á hótelið. Fyrst hringsólaði ég við flugvöllinn en vegakerfið var svo breytt að ég var í stórum vandræðum... en eftir aðstoð vegfarenda hafðist það loks.

Microtel Inn & Suites

4839 Massachusetts Blvd College Park GA 30337

phone 770 994 3003 room 136


Dalton GA - Guntersville Alabama

Ég tékkaði mig út kl 6 am og mætti í garðinn þar sem maraþonið var. Það var rosalega gaman að hitta svona mikið af fólki sem ég þekki.

Strax eftir maraþonið keyrði ég til Guntersville í Alabama (3 tímar) og vá hvað það er fallegt hérna... mikið af vötnum og fallegt umhverfi. Ég var búin að panta herbergi á Super 8 en það var búið að skipta um nafn á því. 

Eftir að hafa farið í sturtu fékk ég mér pizzu á Pizzahut hér við hliðina og kom mér í háttinn. Kannski verð ég í smá vandræðum með tímann, ég fór yfir á annað tímabelti en síminn minn breytti sér ekki og ég get ekki fengið wake-up call hérna.

Super 8 eða ???
14341 US Highway 431 South, Guntersville AL 35976
Phone: 256 582 8444 room 235


Atlanta - Dalton Georgia

Ég hafði sett klukkuna á 7am, morgunmaturinn byrjaði kl 6 og ég ætla að fara með hótelskuttlunni kl 9:30 upp á völl að sækja bílinn. 

Það var eins gott að ég hafði nógan tíma... afgreiðslumaðurinn sagði það reglu A-Z bílaleigunnar að fá staðfestingu erlendra tryggingafélaga um að tryggingin gilti í USA. HANN gat ekki hringt erlendis og ég ekki heldur með mitt frelsi. Ég fékk að fara á netið og hringja gegnum Viber... og ég náði sambandi við Hörpu og svo Lúlla.... OG það er öruggt að mitt fyrsta verk þegar ég kem heim, verður að kvarta yfir samskiptum mínum við starfsmann Kreditkorta...

Sem betur fer voru rétt innan við 100 mílur á næsta stað... ég fór þangað sem hlaupið á að byrja, verslaði smá, fékk mér að borða og tékkaði mig inn á hótelið.

DAYS INN
1518 Weast Walnut Ave, Dalton GA, 30720 US
phone 706 278 0850, room 103


Portland OR - Seattle WA - heim

Ég fór snemma að sofa í gær og vaknaði um hálf 5 í morgun. Borðaði kjúkling í morgunmat í fyrsta sinn á ævinni, held ég. Síðan pakkaði ég á meðan ég beið eftir að kaffið byrjaði. 

Það er svo ekki eftir neinu að bíða, ég legg af stað þegar birtir... og ætla að koma við í einhverjum búðum á leiðinni til Seattle.

Ég verð auðvitað allt of semma á ferðinni en það er betra en að vera í stressi. Það eru um 170 mílur til Seattle.


Keflavik - Seattle WA - Portland OR

Föstudagur 2.okt.
Ég var ekki búin að taka allt úr töskunum úr síðustu ferð svo sumt var tilbúið... en þetta er svolítið stutt á milli ferða þegar næsta flug er hátt í 9 tímar.

Flugið var um kl 5eh og við lentum í Seattle kl 2am (7eh á þeirra tíma) ég var komin í gegn um skoðun og búin að fá töskuna klst síðar og bílinn eftir enn annan tíma... og ég var 4 tíma með stoppi í Walmart á leiðinni, til Portland Oregon. 

Ég sendi Bíðaranum sms að ég væri komin og sofnaði á leiðinni á koddann.

Í dag laugardag, ætla ég að versla aðeins, sækja gögnin fyrir Portland Marathon og setja helstu staðina í garminn minn.

RODEWAY INN and Suites, 
10207 SW Park Way, Portland OR 97225
Phone: (503) 297-2211 room 273


Keflavík - Boston - Cleveland - Akron Ohio

Fyrsta farfugla-haustflugið mitt.
Þetta var smá ferðalag í gær... ég er eiginlega hætt að nenna að fljúga áfram eftir kvöldflug en þetta gekk því ég fékk morgunflug til Boston og gat síðan lent í björtu í Cleveland. Það er þægilegast að geta komist út í umferðina í björtu. Það passaði að þegar ég var komin á hraðbrautina í Cleveland þá skall myrkrið á... og kl að verða 3 um nótt heima þegar ég kom á hótelið.

Ég var eitthvað um klukkutíma að keyra til Akron og er svo heppin að Walmart er við hliðina og einhver hellingur af matsölustöðum. Bíllinn sem ég fékk er algjör lúxuskerra og hótelið dekurdolla ;)

Quality Inn Conference Center
2940 Chenoweth Rd, Akron Ohio 44312
Phone 330-644-7126 room 129


Eagle River Alaska - heim

Við höfum verið nærri 4 vikur á ferðalagi um Usa. Við byrjuðum í Denver... flugum þaðan til San Diego, keyrðum til Santa Barbara og heimsóttum yndislegu frænku mína Jonnu. þaðan keyrðum við til Las Vegas, Grand Canyon, Tusayan, Williams Arizona og aftur til Las Vegas.

Við flugum til Seattle, vorum þar í viku og flugum þaðan til Anchorage í Alaska.

Ég hljóp 3 maraþon, í San Diego, Seattle og Anchorage. Ferðin tókst í alla staði mjög vel en óneitanlega var sorglegt og við slegin að fá þrjár andlátsfréttir í ferðinni og allar í sömu vikunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband