Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Fjúgum heim í kvöld :o)

Jæja, þá er ferðin okkar búin. Þetta hefur verið svo fljótt að líða. Ferðin hefur öll tekist frábærlega vel, að vísu setti fjármálakrísan heima strik í reikninginn... en okkur skorti ekkert svo við höfum ekki efni á að kvarta yfir neinu.

Við erum búin að afreka ýmislegt... búin að keyra þvers og kruss um Ameríku og ég búin að hlaupa í 7 fylkjum, 4 þeirra voru ný, þannig að 29 fylki eru fallin... 21 eftir.

Við erum í þriðja sinn á sama hótelinu hér í Minneapolis... hér er tekið brosandi á móti okkur eins og gömlum vinum og fólk ekkert nema elskulegheitin... við erum hreinlega dekruð hérna. Ég spurði hvort við gætum fengið að tékka okkur út kl 12 á hádegi og var boðið að vera til kl 2.

Við eigum flug kl 7:55 í kvöld.


Mason City, Iowa

Kamrar Iowa 24.10.2008Við keyrðum í ausandi rigningu á köflum... eða í grennd, til Mason City.  Stundum rekumst við á skrítin bæjarnöfn.  Á leiðinni keyrðum við fram hjá Kömrum... 
8 mílur þangað... eins gott að geta haldið í sér.

Það er að síga í endirinn á ferðinni. Mason City er síðasta stoppustöðin áður en við höldum til Minneapolis og heim aftur.

Kóngur og drottning 24.10.2008 Við verðum hér í 2 nætur... eða fram á sunnudag.

Super 8, Mason City
3010 4th Street SW, Mason City, IA 50401 US
Phone: 641-423-8855, Room 322


Skemmtilegar skreytingar

Smile Smile Smile Smile Smile 

Kansas City Missouri 15.10.2008Við erum þessa dagana bara að dingla okkur hér í Kansas City. Á hinum síðustu og verstu tímum eyðir maður engu, enda er ferðin ekki búin, 2 vikur eftir og við þurfum að eiga fyrir mat og gistingu.
Við vorum að skoða okkur um og rákumst á þessa skemmtilegu skreytingu á húsi, framhliðin var eins og bókahilla og ég varð að smella af einni mynd.´

Við sáum líka svona skreytingar í Ashland... eins og má sjá hér... http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/669277/
skemmtilegt og lífgar svo sannarlega upp á húsin.


Fargo til Bismarck

Frábært, svaf betur í nótt. 
Vöknuðum samt snemma, erum enn á vitlausum tíma...  vorum lögð af stað til Bismarck um 9 leytið og komum þangað um hádegið. Hvílíkur hiti er úti, sólin steikjandi og algert logn. 
Ég tek það rólega og Lúlli er eitthvað slappur Sick

Minneapolis til Fargo

Við flugum í gær til Minneapolis í Minnisota. Oftast þegar við höfum flogið hingað höfum við keyrt út fyrir borgina áður en við höfum tekið hótel... núna gistum við inni í borginni og keyrðum síðan af stað kl. 7 í morgun til Fargo í N-Dakota.

Við lögðum af stað nær ósofin, fólkið í herberginu fyrir ofan okkur var í kasti, gargaði á hvort annað og slóst og barnið sem þau voru með grenjaði og öskraði.  Ég verð að viðurkenna að eftir að hafa horft á allar þessar bíómyndir - þá þorðum við ekki að kvarta fyrr en um morguninn. En það kemur ekki fyrir aftur, maðurinn í afgreiðslunni sagði að þau hefðu öryggisverði sem myndu sjá um málið.

Við fengum símhringingu á leiðinni til Fargo, sjötta barnabarnið mitt á leiðinni (fjórtánda hjá Lúlla). Engin smá gleði á ferð. Grin


Little Rock, Arkansas

Það er svo margt sem við getum ekki útskýrt.  En það ótrúlega gerðist í dag. 

Ein af okkar föstu búðum í USA er The Family Christian Store.
Tveim vikum áður en við fórum að heiman sendi ég email til þeirra og pantaði hjá þeim sérstakar bækur, var mér mikið í mun að fá Gamla Testamentið á frummálinu... hebresku. 

Ég var búin að leita í öllum bókabúðum síðast þegar við vorum úti en enginn átti hana á lager.
Pöntunartími var yfirleitt 5-10 virkir dagar en allt upp í 3 vikur. 
Ég sem sagt pantaði hana í emailinu og bað um að bókin yrði í búðinni þeirra í Little Rock..... ég fékk aldrei svar frá þeim, en ákvað samt að fara þangað í dag.

Núna getum við ekki verið á ,,garmsins” svo nafnið á búðinni var stimplað inn og brennt af stað, það voru 11 mílur þangað og garmurinn leiðbeindi. 
Rétt áður en við áttum að koma að búðinni sáum við aðra kristilega búð LifeWay Christian Store.  Eins og stundum hefur komið fyrir áður, var okkar búð hætt, svo við fórum í hina. 
Okkur er strax boðin aðstoð og ég rétti manninum útprentaða auglýsingu fyrir bókina, Gt á hebresku og það datt af honum andlitið.  Honum hafði dottið í hugað panta eina bók fyrir einhverjum tíma og hafði sett hana í hilluna fyrir klst.

Og við vorum ekki einu sinni í réttri búð.   Halo

Jackson, Mississippi

NO.2008
Við vorum ekkert að keyra of langt, það er ágætt að stoppa hér og gista.

Fyrst tókum við áttu, en netið virkaði ekki þar svo við færðum okkur á Econo Lodge. 
Það er ÓMÖGULEGT að vera ekki í netsambandi. 
Við vorum rétt komin inn fyrir dyrnar, þegar síminn hringdi, Ragnar hennar Tótu dáinn.  Það var Dóri sem hringdi.  Sorglegt. 

Ég reyni að vinna smávegis í þessum ritgerðum, svara pósti og blogga.


New Orleans, Louisiana


Ég svaf ágætlega, enda svaf ég ekkert í flugvélinni.  Við vorum samt vöknuð fyrir allar aldir því við erum á kolvitlausum tíma.

Við áttum flug til New Orleans kl 10;30..... en það voru endalausar tafir bæði á vellinum í New York, (La Gardia) það snjóaði..... og svo biðum við í flugvélinni í 2 tíma áður en við fórum í loftið.  Flugið var 3 og hálfur tími og biðin annað eins..... 7 tímar, fyrir utan tímann fyrir og eftir ... það fór allur dagurinn í þetta.  Las í Luthers Works í vélinni... verð að vera dugleg að læra  Wink

Við höfum aldrei komið hingað áður...... það eru enn merki eftir Katrinu, heilu hverfin sem eru auð.  
Fengum fínan bíl og fundum okkur mjög snyrtilega áttu.  Verðum hérna í 3 daga.


New York


Gistum í New York í nótt og fljúgum kl 10;30 til New Orleans í Louisiana.
Allt gekk að óskum, hitinn var um frostmark þegar við komum en í morgun þegar vöknuðum var snjókoma.

Hótelið stendur í brekku, sem er svo sem ekkert athugavert við, en það skrítna er, að gangurinn inni fylgir brekkunni...... sem er nokkuð löng og brött.  við erum heppin frekar ofarlega í brekkunni, því lobbyið er efst.

« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband