Færsluflokkur: Ferðalög
9.6.2009 | 15:18
Þjórsárbakki
Haraldur hringdi í gær og bauð okkur austur... ég hafði aldrei komið í bústaðinn og við þáðum boðið með þökkum
Hvað eigum við að koma með með okkur... spurði Lúlli... sængurföt eða eitthvað... Haraldur þvertók fyrir að við kæmum með ,,nokkuð með okkur"... sagði svo: ,,bara föt"!!! ... Hjúkk maður, að við fengum að vera í fötum... annars hefðum við þurft að veita áfallahjálp alla leiðina
Við vorum klst að renna austur... VÁ... hvílík höll
Sko ekkert smá slot
Við borðuðum hvílíkt góðan skötusel í kvöldmat, fengum okkur rauðvín og bjór og svo var farið í heita pottinn, sem er glænýr... svo enduðu allir á náttfötunum á eftir. Frábært.
Veðrið var rosalega gott. Landið er rennislétt þarna og gott útsýni yfir allt. Við reiðhöllina voru reiðhestarnir og merar bæði nýkastaðar og fylfullar í næsta hólfi.
Við fórum svo heim um hádegið í dag, svo hjónin fái nú einhvern vinnufrið. Þó mikið sé búið, er enn margt eftir að gera...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2009 | 22:31
Fórum norður á Mývatn
Við renndum norður á Mývatn á föstudaginn... helgarspáin var leiðinleg fyrir sv-hornið, góð fyrir norðan... og svo var Mývatnsmaraþonið á laugardag. Bíðarinn var harðákveðinn að fara þangað og ,,bíða"... svo ég hljóp á meðan hann beið
Ég hljóp þetta blessaða maraþon sem ég hélt ég hefði hlaupið í alsíðasta skipti í hitteð-fyrra... hallinn á veginum fer alveg með mig.
Ég var svo óheppin að brjóta festinguna á glerinu í hlaupagleraugunum og hljóp með þau teipuð saman með límbandi... ég verð að hlaupa með sólgleraugu.
Við fengum ágætis veður, það var mjög hvass mótvindur fyrstu 23 km en í staðinn var engin fluga , öll umgjörð um hlaupið var góð og grillið á eftir var frábært.
Við gistum 2 nætur á Skútustöðum... lögðum af stað suður í dag, hvítasunnudag. Við misstum alveg af jarðskjálftunum sem voru fyrir sunnan bæði á föstudagskvöld og laugardeginum.
Á leiðinni suður stoppuðum við á Blönduósi og grilluðum okkur lærisneiðar á tjaldstæðinu. Þegar við komum heim skein sólin á móti okkur
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2009 | 15:05
Gengið á Esjuna
Vala sótti mig rúmlega 9... Sjöbba systir hennar kom líka með. Veðrið var dásamlegt. Það voru ekki margir á leiðinni upp Esjuna þegar við lögðum af stað...
Ég tók tímann - bara að gamni mínu. Við vorum nákvæmlega 1:20 mín upp. Við fengum einhvern til að mynda okkur á toppnum.
Útsýnið var gott, þó var eitthvað mistur yfir Reykjavík... niðurleiðin tók slétta klst. og ferðin í það heila, að heiman og heim aftur... tók 4 tíma.
alveg frábært...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 16:55
Litla fjölskyldan farin aftur til Keflavíkur
Litli krúttilingurinn og foreldrarnir fóru aftur á sjúkrahúsið í Keflavík í dag. Ekki er vitað hve lengi þau verða þar, en sá litli svaf af sér ferðalagið og hver veit hvort hann fái titilinn ,,ferðamála-frömuður Suðurnesja" enda kominn með ,,þónokkra reynslu" af brautinni rúmlega sólarhringsgamall.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 16:46
Denver - New York - Keflavík
Heimferðin var 19 tíma ferðalag í allt... ég lagði snemma af stað út á flugvöll, enda þurfti ég á tímanum að halda. Lenti í veseni á flugvellinum í Denver, var með aukatösku og þarna voru þau ströng á handfarangur, þannig að ég varð að yfirþyngja aðra töskuna og síðan þurfti ég afpanta farið heim fyrir Bíðara Nr. 1
En allt small saman að lokum og ég sem vaknaði kl 6 í Denver var lent í Keflavík kl 6 í morgun og 6 tíma tímamunur... Bíðarinn sótti mig.
Ég er ekki vön því að leggja mig en af því að ég ætla í Flugleiðahlaupið kl 7 í kvöld, þá lagði ég mig í nokkra tíma.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 01:30
Pueblo West - Denver CO
Maður er alltaf í tölvunni, kjaftandi við fólkið heim. Lúlli er enn hálf lasinn, vantar tilfinnanlega hjúkrunarkonu Ekki kom pakkinn, og þegar ég sagði Hörpu að hann gæti verið fleiri vikur á leiðinni á ódýrasta gjaldi... þá spurði hún: Er pakkinn semsagt að koma gangandi !!!
Eftir hádegið fórum við á Country Buffet... og Linda dóttir Lilju og Joe hitti okkur þar. Verst að geta ekki haft svona staði heima
Við fengum þjónustustúlkuna til að taka mynd af okkur.
Síðan keyrði ég til Denver á sömu Áttu og við Lúlli vorum á síðast þegar við vorum hérna. Rosalega flott herbergi hér. Var klukkutíma lengur á leiðinni vegna umferðarinnar.
Super 8 Denver
/I-25 & 58th Ave. 5888 N Broadway
Denver, CO 80216-1025 US
Phone: 303-296-3100 Room 119
Ferðalög | Breytt 7.5.2009 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 15:07
Fort Collins - Pueblo West
Takmarki ferðarinnar hefur verið náð... 2 ný fylki féllu
Heimferðarferlið er hafið. Ég tékkaði mig út af áttunni í Fort Collins í gær og keyrði til Pueblo West... til Lilju og Joe. Pakkinn sem ég átti von á þangað er ekki enn kominn
Ég fékk að gista hjá þeim í nótt. Við ætlum að borða á Country Buffet í dag, áður en ég fer til Denver. Ég hef verið í góðu sambandi gegnum MSN við Bíðara nr. 1, sem er lasinn núna
Hvílíkur munur að geta hringt í gegnum MSN, að geta verið í beinu sambandi heim
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 08:53
Í heimsókn hjá Lindu
Þegar ég var búin að tékka mig inn á áttuna, (á föstudag) kíkti ég til Lindu. Hún býr ca 4 mílur héðan. Hún var akkúrat að koma heim úr vinnu.
Lilja var enn á leiðinni ca í Denver. Við Lilja fórum á sitthvorum bílnum, því ég verð hér fram á mánudag, en Lilja þarf að mæta í vinnu.
Ég hef verið svo þreytt í dag, að ég ákvað að hitta þær bara á morgun þegar ég væri búin að sækja gögnin... ca kringum hádegi.
Í gær, á laugardag, eftir að ég hafði sótt númerið mitt í expoið fórum við saman smá rúnt um bæinn og borðuðum á Country Buffet. Síðan geta alvöru konur ekki annað en farið svolítið í búðir.
En ég fór á hótelið um 5 leytið, því ég þarf að vakna kl 2 í nótt og ná rútunni milli 4 og 4:30.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 22:45
Pueblo West - Fort Collins CO
Ég lagði af stað norður til Fort Collins um 10 leytið... var ekkert að flýta mér, kom við í nokkrum búðum á leiðinni.
MAÐUR GETUR ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTT.
Renndi í hlaðið á áttunni um 4 leytið... samt eru þetta bara um 200 mílur. Hérna verð ég næstu 3 nætur þ.e. tékka mig væntanlega út á mánudag.
Phone: 970-493-7701 Room 129
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 15:19
Hjá Lilju og Joe í Pueblo West
Höfðingjarnir Lilja og Joe tóku á móti mér og hafa dekrað við mig. Veðrið hérna í Pueblo West hefur verið gott, í gær var hitinn 82°F.
Lilja kom snemma heim úr vinnunni í gær, því konan sem hún vinnur fyrir var veik. Við fórum með Joe í sjúkraþjálfun og hún sýndi mér hárgreiðslu-og snyrtistofuna sem hún vann á hjá JC Penny. Á eftir buðu þau mér á The Golden Corral... frábært buffet.
Um kvöldið horfðum við Lilja á ,,Magnús" íslenska bíómynd.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007