Færsluflokkur: Dægurmál
1.1.2023 | 00:13
Annáll fyrir árið 2022
TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT
ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2022
Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri)... Emilía Líf er 11 ára í dag, nýjársdag 2023... en fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.
STARFIÐ
Í covid var ég dugleg að setja myndbönd á netið og þá varð til myndband hjá mér sem ég nefndi ,,Heima með presti".. og í lok janúar ákvað ég að setja inn efni vikulega og tala út frá þema sunnudaganna í kirkjuárinu.. Í júlí fór ég í þriðja sinn og messaði í Hóladómkirkju.. Ég var atvinnulaus mest allt árið.. sótti um nokkrar prestsstöður á árinu án þess að fá.. minnistæðasta viðtalið við sóknarnefnd var þegar ég var í USA, og stoppaði í Walmart til að komast á netið, svaraði spurningum nefndarinnar og var með hugvekju í gegnum símann.. Um sumarið leysti ég af í Lágafellsprestakalli, Mosó.. I LOVED IT.
FJÖLSKYLDAN
Mamma fékk heilablóðfall í nóv 2021 og hefur verið bundin við hjólastól síðan því mátturinn hefur lítið komið til baka.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. en stærsti viðburðurinn var brúðkaup Lovísu og Gunnars á menningarnótt. Ég fékk þann heiður að gefa þau saman á heimili þeirra í Mosó.. og af því tilefni komu Bryndís Líf og Jarle með stelpurnar til landsins.. Nokkru síðar trúlofuðust Helga og Gunnar.. Í haust fengum við þær sorglegu fréttir að María Mist hefði greinst með MS sjúkdóminn.. og er hún í bænum okkar allra.
FERÐALÖG
Það er sagt að árin fari að hlaupa eftir miðjan aldur.. það er rétt, ég man ekki eftir öðrum eins hraða á neinu ári.. Eftir að hafa ekki getað ferðast í 2 ár, komst ég loksins í hlaupaferð í mars, flaug til Orlando og keyrði til Alabama.. það setti allt í ferðagírinn og ég fór reglulega erlendis að hlaupa.. Í Covid urðum við Lúlli að fresta ferð með Völu og Hjödda til Zion Utah, en við komumst í þessa ferð í lok sept. Ferðin var frábær.. og árið í alla staði gott. Þá má bæta við að ég fór tvisvar með Hörpu í tannlæknaferð til Budapest.
HREYFING
Ég hljóp 10 maraþon á þessu ári.. Ég átti aðgang í 2 maraþon frá síðasta ári sem hafði verið frestað, eins og t.d. Tokyo, sem var frestað aftur og átti ég aðgang í mars 2023. Ég átti bæði aðgang í Anchorage í Alaska og í Reykjavík.. en bæði maraþonin lentu á menningarnótt og ég valdi brúðkaupið AÐ SJÁLFSÖGÐU.. Við Vala hjóluðum, gengum og skokkuðum á árinu, mest úti í náttúrunni kringum Ástjörn og Hvaleyrarvatn.. Ég tók ratleikinn öll 27 spjöldin með systrunum.. Matthías, Indía og Mikael urðu léttfetar.
https://www.youtube.com/watch?v=oRE-mfVP7h8
GLEÐILEGT ÁR 2023
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2010 | 23:44
Ratleikurinn í fullum gangi
Við Svavar eigum bara 2 spjöld eftir... ég hef verið að fara í annað og þriðja sinn í leit að hinum spjöldunum og þá með Tinnu og Berghildi. Upp á síðkastið höfum við fléttað berjatínslu og hellaskoðun við ratleikinn - sem gerir þessar ferðir að hreinu ævintýri.
Við fórum ofaní Skátahelli í Heiðmörk en það eru komin yfir 40 ár síðan ég fór fyrst ofaní þennan helli og það er alltaf jafn gaman. Ég man eftir borði í gamla daga... það hafði verið smíðað úr fjölum. Mér finnst leiðinglegt hvað fólk skilur eftir mikið af rusli - alls staðar voru sprittkerti, pokar og fl. Hellirinn er samt spennandi og nú fer ég með barnabörnin ofaní hann
Berjatínslan hefur líka verið frábær - hvílík spretta og berja-hlunkar sem við erum að borða á kvöldin með sykri, ís og þeyttum rjóma... ummmm
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 16:32
Fyrir og eftir !
Nú hef ég varla kíkt inn á þessa síðu siðan ég fór á Facebook... sem er sennilega ein mesta tímasóun sem til er. Fólk er yfirleitt ekki að segja neitt - ekki ég heldur... Það er svo sem ekkert nauðsynlegt að vera eilíft með einhverjar tilkynningar en hvílíkur tími sem fer í að skoða "comment" vinanna... stundum skrifa ég - stundum ekki.
Undanfarið hef ég líka verið latari að kíkja á facebook og ætla að láta það eftir mér að vera löt við þessa síðu þar til ég byrja aftur í skólanum í haust... nema það gerist eitthvað sérstakt.
Afmælisbarn mánaðarins:
ADAM DAGUR sem verður 11 ára 30.júní... Til hamingju ömmustrákur
Hafið það gott í sumar og keyrið varlega
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 14:04
Bestu-flokkarnir
Bestu-flokkarnir voru eina tækifæri fólksins til að tjá óánægju sína með stjórnmálaflokkana sem voru fyrir. Það hefur enga þýðingu að skila auðu eða ógildu... atkvæðin sem eru gild tengjast alltaf sama gamla liðinu sem var við völd og verður þá aftur við völd eftir kosningarnar.
Besti flokkurinn í Reykjavík, næstbesti flokkurinn í Kópavogi og L(angbesti) flokkurinn á Akureyri voru því eina tækifærið sem kjósendur höfðu til að sýna stjórnmálamönnum að þeim var alvara, þeir vilja fá þá frá völdum.
Besti flokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 23:22
Hambó með Beggu á morgun :P
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2010 | 18:48
Fékk þetta frá Natalie
Megi friður brjótast inn á heimili þitt og þjófar stela skuldum þínum.
Megi seðlaveski þitt verða segull á fimmþúsundkalla.
Megi ástin loða við andlit þitt eins og vaselín
Megi hlátur ráðast á varir þínar.
Megi hamingjan slá þig utanundir og tár þín vera gleðitár.
Megi vandamál fyrra árs......... gleyma heimilisfanginu þínu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 13:13
Bræður Keikó
Háhyrningar er vargar, þeir gera meira en veiða sér til matar, þeir murka lífið úr bráðinni og leika sér að henni í leiðinni.
Þrátt fyrir þetta var lagt í óhemju kostnað á sínum tíma til að ,,bjarga" Keikó... Börn um allan heim tæmdu sparibaukana sína og enginn sagði þeim að þessar skepnur dræpu sér til skemmtunar dýrin sem þessum sömu börnum þótti vænt um og voru í næstu laug í dýragarðinum.
Háhyrningar murkuðu lífið úr höfrungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.9.2009 | 21:10
Glæsilegt hjá honum
Það fylgdi fréttinni að hlaupurum væri ráðlagt að taka sér 3ja vikna hvíld á milli maraþona, ég hef hvergi séð það, en þegar ég var að byrja að hlaupa maraþon þá hlupu menn EITT maraþon á ári, í mesta lagi TVÖ... svo tímarnir eru breyttir.
Hljóp 43 maraþonhlaup á 51 degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2009 | 17:57
Tókum sólina úr töskunni...
Við vorum svo blessuð í síðustu ferð, að fá alla sólardagana þar sem við vorum...
Veðurspáin var nefnilega ekki góð á neinum staðanna... Það átti að vera rigning í w-Virginíu en fengum sæmilegt veður og það var sól þennan eina dag sem maraþonið var... síðan færðum við okkur til Hagerstown í Maryland og þá var sól á meðan við vorum þar... og það var sól í New Jersey... byrjaði að rigna þegar við vorum komin í flugvélina til Alaska... og að lokum átti að vera rigning í Alaska... en var sól á meðan við vorum þar... byrjaði að rigna þegar við vorum í flugstöðinni... auðvitað af því að þá vorum við búin að pakka sólinni niður - til að taka hana með okkur heim
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 19:46
Hagl í Hafnarfirði
Það hefur enginn minnst á það að það kom hagél í Hafnarfirði í gær... nánar tiltekið á Völlunum í Hafnarfirði.
Ekki beint árstíminn fyrir haglél... en fyrir mörgum árum þegar ég hljóp Bláskógaskokkið (frá Þingvöllum til Laugavatns) þá fengum við sýnishorn af öllu veðri tvisvar sinnum á þessari 16 km leið. Við byrjuðum í sól og blíðu, svo hvessti, síðan rigndi og á eftir kom haglél... og svo aftur sama rútínan og þetta var í júlí.
Eins og maður segir... það er aldrei hægt að treysta á veðrið á þessu landi.
Óvenju kalt í háloftunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007