Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: 100 MARAÞON

Komin heim...

Flugum heim frá Florida í nótt... sá á upplýsingaskerminum  í sætisbakinu fyrir framan mig að þetta flug er 3.509 mílur... enda var það tæpir 7 tímar... en í ferðinni keyrðum við 3.710 mílur eða 200 mílum lengra en flugið var.

Kaka frá LovísuÍ ferðinni sem tók 4 vikur var flakkað um 3 fylki, Florida, Mississippi og Georgíu. Ég hljóp 4 maraþon samtals 106 mílur eða 170,7 km. og eins og áður er tekið fram keyrðum við 3.710 mílur... eða tæpa 6.þús. km...
Ég verð að viðurkenna að það var svolítið kalt að koma úr 30°C hita í snjóinn hér heima, en það er alltaf gott að koma heim.

Í eldhúsinu var nýbökuð kaka á borðinu og blóm í vasa, heimasætan var svona dugleg. Áletrunin er: Til hamingju með hundraðasta maraþonið.


Áfanganum fagnað í Orlando

                      InLove   Kissing   Kissing   Wizard   Kissing   Kissing   InLove

Ég náði þeim áfanga í dag að hlaupa hundraðasta maraþonið mitt.
Eftir hlaupið, sturtu og blogg http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/768543/ var skálað við Eddu og Emil í gegnum video-call á msn...  

100 maraþonDæturnar komu líka inn á msn og óskuðu mér til hamingju... Takk fyrir InLove
Eftir það fórum við... Bíðari nr 1 og ég, út að borða... og nú slökum við á.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband