Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
10.2.2009 | 19:55
Í samhengi !
Það hefur alltaf verið vitað að blaðamenn hafa sjaldnast rétt eftir... og stundum seljast fréttirnar betur ef þær eru teknar úr samhengi.
En það er umhugsunarverðara að FORSETI ÍSLANDS, sem á að vera SAMEININGARTÁKN þjóðarinnar og á að vera ÓPÓLITÍSKUR... hefur ekki haft það í heiðri í þessu samtali við þýska blaðamanninn.
![]() |
Viðtalið tekið úr samhengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 19:47
Ja...há
![]() |
Bara 631 ár eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2009 | 19:49
Fargjaldahækkun og minni þjónusta
Það hlýtur að haldast í hendur að fjárhagserfiðleikar í þjóðfélaginu hafi áhrif á ferðalög landsmanna. En það er athyglisvert að Icelandair hefur fækkað þjónustufólki um borð, hætt að hafa matinn innifalinn, hækkað flugvallarskatta og skipt um flugvelli erlendis til að spara en þeir hækka samt sem áður fargjöldin.
Maður skyldi ætla að þegar félag skiptir um flugvelli til að minnka kostnað, að flugvallarskatturinn myndi lækka en hann gerir það ekki... eru flugvallarskattar þá ekki bara dulbúin hækkun á fargjaldi?
![]() |
Flugfarþegum fækkaði um 28% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2009 | 19:17
Hagræðing?
Ef það er hagkvæmt að hafa öll norrænu sendiráðin í Berlín... er þá ekki bara styttra að flytja þau heim. Það er nóg af tölvufyrirtækjum hér sem gætu tekið að sér að vera í sambandi við umheiminn með sms eða msn með eða án myndavélar ???
Hagkvæmt og menn myndu ekki missa af neinu.
Ég held þessir stjórnmálamenn séu ekki í lagi, það er allt hægt í gegnum tölvu nema að heilsa með handabandi.
![]() |
Vill fjölga norrænum sendiráðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 20:10
Að bregðast eða bregðast við?
Það eina sem maður heyrir í fréttum er ,,hvað það er lítill tími"... en í tíð fyrri stjórnar var þessi sami tími ,,alltof langur" til að hægt væri að bíða eftir næstu kosningum... það varð að bregðast við strax...
Ætlar þessi stjórn að ,,bregðast" eða ,,bregðast við"?
![]() |
Blæs á tal um pólitískar hreinsanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2009 | 22:51
Óska þeim góðs bata
Skjótt skipast veður í loft... það er alltaf sorglegt þegar fólk fær fréttir af alvarlegum veikindum, illvígum sjúkdómum. En sem betur fer fleygir læknavísinunum sífellt fram. Við státum af einni bestu heilbrigðisþjónustu í heimi... samt þurfa ráðherrar okkar, Geir og Ingibjörg Sólrún bæði að fara erlendis til lækninga. Megi þau ná sér að fullu.
Ég vona að sem minnstur niðurskurður, helst enginn... verði í heilbrigðisþjónustu okkar Íslendinga og að það verði aldrei þannig að við verðum að snúa frá vegna hárra innlagnar- eða skoðunargjalda á sjúkrahúsum landsins.
![]() |
Fráfarandi ríkisstjórn kveður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2009 | 22:33
Óska þeim góðs gengis
Nýrri stjórn ber að óska góðs gengis og velfarnaðar í starfi... þau eiga að hafa okkar hag að leiðarljósi og tíminn er dýrmætur.
Það verður þó sennilega spaugilegt að sjá Steingrím allt í einu sammála Samfylkingunni - ,,andstæðingnum sem kom þjóðinni á kaldan klakann með Sjálfstæðisflokknum"...
![]() |
Slá skjaldborg um heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 14:52
Samfylking - Samkrull
Auðvitað er ástæða stjórnarslitanna ósamkomulag innan Samfylkingar. Það er alltaf meiri skoðanamunur og togstreita í flokki sem er samsteypa úr mörgum - samkrull er ávísun upp á ósamlyndi.
Samfylkingin var stofnuð með það eitt markmið að vera á móti Sjálfstæðisflokknum.
Framsókn ætlar núna að reyna að færa sig aftur á miðjuna og Vinstri grænir (Left ,,Grín") eða ,,restin af brandaranum" er ekkert nema gamlir kommar sem enginn getur unnir með.
Reynslan sýnir að þriggja flokka stjórnir hafa ekki verið langlífar... þess vegna boðar það ekki gott ef Samfylking, Framsókn og Vinstri grænir myndi stjórn.
Það endar bara með enn einum ,,pakkanum" af biðlaunum sem við þurfum að borga.
![]() |
Verkstjórnin var ekki í lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 00:27
Kominn í kosningabaráttu...
Þetta er einmitt ástæðan þess að ég hef ekki talið tímabært að boða til kosninga... Menn fara strax að ota sínum tota til að komast að aftur... og í betra embætti.
Hvers vegna að axla ábyrgð og hlaupa svo frá henni sama dag? Þetta er svipað og þegar fyrirtæki skiptir um kennitölu. Eigandinn hugsar bara um eigin hagsmuni og við töpum.
Björgvin rak starfsmenn Fjármálaeftirlitsins og þeir fá STARFSLOKASAMNING... Hverjir borga ??? VIÐ
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 18:49
Fréttin er frá Reuter - ekki minnst á Geir eða Davíð í henni
Það er alveg sama hvað það koma margar fréttir um kreppan komi erlendis frá... fólk er búið að mynda sér skoðun, fyrst var allt Davíð að kenna, svo var það þessum auðjöfrum að kenna, bönkunum og GEIR... það má ekki gleyma honum.
Við eigum einhverja sök öll - við tókum öll þátt í sukkinu. Aldrei verið byggt eins mikið, flutt eins mikið inn af bílum og öðrum munaðarvörum og húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi. Ef einhver hafði augastað á sérstakri íbúð - þá var bara yfirboðið í hana.
Heimskreppan kemur illa niður á okkur. Við græðum ekkert á að skipta stjórninni út of snemma. Málin vinnast ekki hraðar ef það er skipt um hausa...
Hvað ætla menn sem standa í mótmælum í dag að gera, ef sama fólkið nær kjöri aftur?
![]() |
Stjórnarskipti breyta engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Bjargaði stigi í uppbótartíma (myndskeið)
- Moyes og Slot ósammála
- Fyrsta deildarmark Rashford fyrir Villa (myndskeið)
- Var ekki bitinn af uppvakningi
- Getur verið huglæg hindrun að vera meistari
- Komið að leiðarlokum ef það gengur ekki
- Áþreifanleg spenna hjá öllum
- Ótrúlegt sigurmark Ítalans (myndskeið)
- Léttara í Leicester en Liverpool
- Egyptinn þáði gjöfina með stæl (myndskeið)
- Átti leikmaður Everton að fá beint rautt?
- Það allra besta í handboltanum íslenskt?
- Kári borinn af velli
- Smáatriðin féllu með Valsmönnum
- Er ekki menntaður í þessum fræðum