Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.5.2009 | 15:07
Fort Collins - Pueblo West
Takmarki ferðarinnar hefur verið náð... 2 ný fylki féllu
Heimferðarferlið er hafið. Ég tékkaði mig út af áttunni í Fort Collins í gær og keyrði til Pueblo West... til Lilju og Joe. Pakkinn sem ég átti von á þangað er ekki enn kominn
Ég fékk að gista hjá þeim í nótt. Við ætlum að borða á Country Buffet í dag, áður en ég fer til Denver. Ég hef verið í góðu sambandi gegnum MSN við Bíðara nr. 1, sem er lasinn núna
Hvílíkur munur að geta hringt í gegnum MSN, að geta verið í beinu sambandi heim
4.5.2009 | 13:38
Gamalt og nýtt lögmál... Mark 2:18-22
-18- Lærisveinar Jóhannesar og farísear héldu nú föstu. Þá koma menn til Jesú og spyrja hann: Hví fasta lærisveinar Jóhannesar og lærisveinar farísea, en þínir lærisveinar fasta ekki?
-19- Jesús svaraði þeim: Hvort geta brúðkaupsgestir fastað, meðan brúðguminn er hjá þeim? Alla þá stund, sem brúðguminn er hjá þeim, geta þeir ekki fastað.
-20- En koma munu þeir dagar, er brúðguminn verður frá þeim tekinn, þá munu þeir fasta, á þeim degi.
Hátíðir og föstur hafa verið órjúfanleg hefð hjá gyðingum... enda ákvæði í lögmálinu. Jesús og lærisveinar hans föstuðu ekki... og gyðingar flokkuðu það sem lögmálsbrot. Jesús segir að þeir muni fasta þann dag sem hann verður tekinn frá þeim.
-21- Enginn saumar bót af óþæfðum dúk á gamalt fat, því þá rífur nýja bótin af hinu gamla og verður af verri rifa.
-22- Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi, því þá sprengir vínið belgina, og vínið ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látið á nýja belgi.
Jesús kom með nýtt lögmál... ekki viðbætur við hið gamla - NÝTT LÖGMÁL. Gamla lögmálið varð ógilt, því hið nýja lögmál vann gegn hinu gamla. Eins og Jesús sagði í fjallræðunni, þið hafið heyrt að lögmálið sagði... en ég segi yður...
Nýtt lögmál krefst nýs hugarfars og nýrrar íhugunar... það gengur ekki að blanda saman hinu nýja og hinu gamla... sbr. gamla fatið og gamli belgurinn rifna og ónýtast.
4.5.2009 | 13:08
Létu ekkert stoppa sig... Mark 2:1-4
-1- Nokkrum dögum síðar kom hann aftur til Kapernaum. Þegar fréttist, að hann væri heima,
-2- söfnuðust þar svo margir, að hvergi var lengur rúm, ekki einu sinni fyrir dyrum úti. Og hann flutti þeim orðið.
-3- Þá er komið með lama mann, og báru fjórir.
-4- Þegar þeir gátu ekki komist með hann til Jesú fyrir fólkinu, rufu þeir þekjuna uppi yfir honum, grófu þar í gegn og létu síga ofan rekkjuna, sem hinn lami lá í.
Það þurfti 4 menn til að bera þann lamaða og þeir klöngrast með hann upp á þakið, gera gat á það og láta lamaða manninn síga niður... Trú þessara fjögurra manna var mikil og þeir létu ekkert stoppa sig til að hinn fimmti þeirra fengi lækningu. Við erum oft tilbúin til að leggja eitthvað á okkur til ábata fyrir okkur sjálf en þessir menn létu ekkert stoppa sig fyrir hinn lamaða.
Við eigum heldur ekki að láta neitt stoppa okkur í að fylgja Jesú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 00:08
Ekki segja neinum... Mark.1:40-44
-40- Maður nokkur líkþrár kom til hans, féll á kné og bað hann: Ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.
-41- Og hann kenndi í brjósti um manninn, rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn!
-42- Jafnskjótt hvarf af honum líkþráin, og hann varð hreinn.
-43- Og Jesús lét hann fara, lagði ríkt á við hann
-44- og sagði: Gæt þess að segja engum neitt, en far þú, sýn þig prestinum og fórna fyrir hreinsun þína því, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.
Ástæða þess að maðurinn átti að þegja yfir kraftaverkinu og hlýða lögmáli Móse... var sú að Jesús kom fyrst og fremst til að ,,vinna með" sinni þjóð.
Það er aldrei tilgangurinn í kristinni trú að fæla fólk frá Guði - heldur á að vinna það til trúar. Ef hinn læknaði hefði farið beint til prestsins, hefði presturinn umsvifalaust vitað að kraftaverkamaðurinn fylgdi Guði og lögum Móse. Og það er einmitt presturinn sem þarf að votta að maðurinn sé orðinn ,,hreinn" svo hann fái aftur aðgang að samfélaginu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 23:51
Hann kenndi eins og sá sem valdið hefur, Mark 1:21
-21- Þeir komu til Kapernaum. Og hvíldardaginn gekk Jesús í samkunduna og kenndi.
-22- Undruðust menn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur, og ekki eins og fræðimennirnir.
Öll guðspjöllin segja að Jesús hafi talað ,,umbúðalaust" í samkunduhúsunum svo farisearnir reiddust og vildu henda honum fram af fjallsbrún borgar þeirra (Lúk 4:16-30) en utan þeirra talaði hann í dæmisögum.
Þegar fræðimenn og farisear reyndu að fella hann, kallaði hann þá hræsnara, lygara og blinda heimskingja... Jesús sagði þeim hreint út að þeir færu villu vegar. Hann kom til að leiða þá af hinni röngu braut erfikenninganna... þetta var ákveðið vandamál og hann tók á því...
Trú þarf að vera á hreinu... allt annað hefur minna vægi.
30.4.2009 | 15:19
Hjá Lilju og Joe í Pueblo West
Höfðingjarnir Lilja og Joe tóku á móti mér og hafa dekrað við mig. Veðrið hérna í Pueblo West hefur verið gott, í gær var hitinn 82°F.
Lilja kom snemma heim úr vinnunni í gær, því konan sem hún vinnur fyrir var veik. Við fórum með Joe í sjúkraþjálfun og hún sýndi mér hárgreiðslu-og snyrtistofuna sem hún vann á hjá JC Penny. Á eftir buðu þau mér á The Golden Corral... frábært buffet.
Um kvöldið horfðum við Lilja á ,,Magnús" íslenska bíómynd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 12:22
Markúsarguðspjall
Flestir telja Markúsarguðspjall vera elsta guðspjallið, sennilega skrifað um árið 60, þegar Rómverjar ofsóttu kristna. Heiti guðspjallsins er: Guðspjall samkvæmt Markúsi... þ.e. eignað einhverjum Markúsi og geta menn sér til höfundinn. Know your Bible telur að höfundurinn sé trúboðinn ,,Jóhannes öðru nafni Markús"(Post 12:25) og sá sem er ferðafélagi Péturs (1.Pét 5:13)
Mark. er stysta guðspjallið og megnið af efninu er endurtekið í Matt. og Lúk. Guðspjallið er skrifað til ,,heiðingja" og það lýsir Jesú sem manni sem framkvæmir hlutina... læknar með krafti Guðs, hefur vald yfir veðri og vindum og berst gegn hinum illa.
Þema guðspjallsins er: Jesús Kristur er líðandi þjónn allra manna.
Markús lýsir Jesú sem hinum líðandi þjóni, þar sem gyðingar vilda drepa hann (9:31), þar sem nágrannar hans reyna að lítillækka hann (6:3) og jafnvel fjölskylda hans telur hann viti sínu fjær (3:21).
Það vers sem lærisveinar hans myndu halda á lofti væri: ,,En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar. Og sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. (10:43-45)
Fleygustu versin eru:
1:17... Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.
10:14... Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.
10:25... Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.
12:17... Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.
14:38... Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt.
Margir halda að hinn ónafngreindi maður sem var við handtöku Jesú hafi verið Markús sjálfur.
14:51-52... ,,En maður nokkur ungur fylgdist með honum. Hann hafði línklæði eitt á berum sér. Þeir vildu taka hann, en hann lét eftir línklæðið og flýði nakinn."
Guðspjallið segir að þjáning og missir, sé ekki endilega bara slæm upplifun - heldur getur það verið upphafið að einhverju betra (8:35)
27.4.2009 | 12:14
Matteusarguðspjall
Höfundur guðspjallsins er talinn vera tollheimtumaðurinn Matteus (Matt 9:9) sá sami sem Markúsarguðspjall segir að sé kynntur sem ,,Leví Alfeusson" (Mark 2:14).
Guðspjallið er sennilega skrifað á því tímabili sem Rómverjar lögðu musterið í eyði (70 e.Kr.) og virðist það vera beinlínis skrifað fyrir gyðinga með áherslu á að sanna fyrir þeim að Jesús væri sannarlega Messías, sá sem þeir biðu eftir... þ.e. uppfylling spádómanna...enda er mikið vitnað í spádóma Gt.
Ættartalan á að staðfesta að Jesús sé af ætt Davíðs, hersveit engla tilkynnir fæðinguna og ,,vitringarnir" koma til að veita hinum nýja konungi lotningu. Matteus er eina guðspjallið sem kennir Faðir vorið (6:9), nokkrum kraftaverkum er lýst sem hin guðspjöllin nefna ekki og Matt er sá eini sem segir að við dauða Krists hafi jörðin skolfið, björg klofnað og dauðir risið upp.
Fleygustu versin eru:
1:21... Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.
5:13-14... Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum. Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.
5:44... En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,
7:1... Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.
7:7... Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.
28:19... Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,
Það sem sker þetta guðspjall frá hinum er að Matteus er eini guðspjallamaðurinn sem notar hugtökin ,,kirkja" og ,,himnaríki."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 23:11
Oklahoma City
Ég var komin af stað um hálf 9 ... stoppaði einu sinni í klst á leiðinni og keyrði upp að hótelinu í Oklahoma City kl 3. Í þetta sinn passaði ég mig á að lenda ekki í löggunni á leiðinni, en einn fór fram úr mér á svaka ferð og eftir smá stund keyrði ég framúr honum - löggan náði honum
Þetta er höfuðborgin í Oklahoma. Ég þarf að raða saman púslinu á morgun, sækja gögnin, fara á start og finish og athuga með bílastæðamál.
Þegar ég var búin að tékka mig inn, leitaði ég að Buffeti, en það var búið að loka því - hætt... ekki í fyrsta sinn sem það er búið að loka, þegar ég kem.
Aðalvandamálið í sambandi við þessi Buffet er, að fólk tekur sér helmingi meira en það borðar og því er hent. Af því fólk borgar eitt verð - ber það enga virðingu fyrir matnum... En kannski finn ég annað Buffet á morgun - ÉG SKAL FINNA ANNAÐ
Phone: 405-677-1000 Room 123
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 10:20
Guymon, Oklahoma
Vaknaði rúmlega 4, jafnþreytt og þegar ég fór að sofa... hélt ég væri búin að sofa eitthvað lengi, en ég hef tapað 1 klst við að keyra til Oklahoma, nú er 5 tíma tímamunur við Ísland. Fór á lappir, það er best að vera á ,,vitlausum" tíma fram yfir maraþonið.
Hitinn hækkaði á leiðinni hingað, var kominn í 87°F í gær svo ég keypti hlíf í Dollarbúð á leiðinni, til að setja yfir vatnskassann í aftursætinu og stýrið meðan ég fer í búð. Nú er ég að bíða eftir morgunmatnum, ætla í sturtu og tala við Bíðarann ef hann kemur inn á msn.
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007