Leita í fréttum mbl.is

Cleveland Ohio

Við tékkuðum okkur kl 7 út í morgun... fyrir maraþonið... keyrðum til Lowell, þar sem ég borgaði mig inn í hlaupið (var á sér samningi) og fékk númerið afhent.

Lúlli beið eftir mér... ræfillinn Frown... því þetta tók þvílíkan tíma enda erfiðasta maraþon sem ég hef nokkurntíma hlaupið. Ég var gjörsamlega búin á eftir...

Strax eftir maraþonið keyrðum við í 4:30 tíma áleiðis til New York... tókum aftur sama hótel og í vesturleiðinni og fengum meira að segja sama herbergi. Jeminn hvað það var gott að komast loks í sturtu.

Americans Best Value Inn
14043 Brookpark Rd, Cleveland Ohio 44142   room 410 eins og síðast :)


Grand Rapids, Michigan

Við keyrðum í allan dag... fórum frá Cleveland Ohio um 9 í morgun og komum til Grand Rapids í Michigan um hálf 6. Auðvitað tókum við nokkur stopp á leiðinni... erum enn að reyna að finna það sem á að kaupa í Ameríkunni.
Þetta hótel er í 12 mílna fjarlægð frá gögnunum... sem verða sótt á morgun til Lowell.

Super 8 Grand Rapids.... við gistum hér í 2 nætur
4855 28th Street SE, Grand Rapids, MI 49512 US
phone: 616-957-3000    room 106

Niagara Falls, Kanada

Niagara Falls Canada, 12.8.2009
Við fórum samviskusamlega eftir planinu, spáin var ekkert sérstök en það rættist frábærlega úr veðrinu.

Við vöknuðum sæmilega snemma og borðuðum morgunmat á Denny´s... Frábært, eggin overeasy, harshbrowns og kaffi...

Kl 10 vorum við lögð af stað... Fórum yfir til Kanada á Rainbow-brúnni.  Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Kanada.  Edda var búin að segja að fossarnir sæjust miklu betur Kanadamegin og það er rétt. Það var sól og steikjandi hiti.
Niagara Falls Canada, 12.8.2009Allsstaðar var fullt af fólki... þarna voru ,,gyðingar og Grikkir" Indverjar, múslimar og Amish-fólk. Náttúrufegurð fyrir alla, trú eða litur skiptir engu.

Við fengum bílastæði á besta stað og gengum með fram og mynduðum og mynduðum.  Eins og venjulega keypti ég minjagripa-teskeið.

Niagara Falls Canada, 12.8.2009Eftir að hafa gengið um ákváðum við að fara frekar upp í turninn heldur en að fara í kláfinn. Útsýnið þaðan var stórfenglegt.
Loks var tími kominn til að hafa sig aftur til USA... áleiðis til Michigan. Það hefði verið miklu styttra að keyra í gegnum Kanada, en við vorum ekki viss um að vera tryggð.

Við borðuðum að Old Country Buffet á leiðinni og rétt fyrir myrkur fengum við okkur hótel í Cleveland Ohio.

Americans Best Value Inn
14043 Brookpark Rd, Cleveland Ohio 44142


Niagara Falls, New York

Niagara falls 11.8.2009Við keyrðum frá Erie til Buffalo í morgun.
Á leiðinni stoppaði ég í upplýsinga-miðstöð og keypti 4 tíma skoðunarferð um Niagara fossana...
Mæting við Super 8,
Buffalo Ave kl 1:15. 

Við komum rétt mátulega þangað sem rútan átti að sækja okkur.

Niagara falls 11.8.2009 4 stór stöðuvötn sjá fossunum fyrir öllu þessu vatnsmagni... og ferðamannastraumi... vatnið streymir dag og nótt en ferðamennirnir streyma bara að á daginn.

Fyrst skoðuðum við hringiðuna en þar getur maður séð kláf fara yfir hyl Canada-megin... 
mér skildist á leiðsögumanninum að iðan skipti um straumsnúning 2svar á sólarhring.

Niagara falls 11.8.2009Við fórum síðan í bátsferð... Fossarnir eru á landamærum USA og Canada... úti í ánni er eyja sem skiptir fossunum í tvennt... USA-megin er minni fossinn en Canada-megin er það sem kallast ,,skeifan"

Niagara Falls 11.8.2009Hvílík upplifun að fara á bátnum út á ána og vera uppvið þetta mikla vatnsfall.
Ótrúlega flott og við vorum svo heppin að í dag var sólskin og 80-85°F... gat ekki verið betra.

Lúlli sagði amk 50 sinnum að hann hefði ekki viljað missa af þessu... og spurði mig 30 sinnum hvort ég hefði viljað missa af þessu :Þ) 

Niagara Falls 11.8.2009Við enduðum síðan á að keyra út í eyjuna á milli fossana, þar gátum við séð skeifuna betur frá bjargbrúninni. 

Þar fórum við niður með lyftu (54metra)... þangað sem þeir kalla ,,Caves of the Wind" en þar fórum við næstum í sturtu... þar sem við stóðum 10 ft frá fossinum.

Þegar þarna var komið var ég búin að fylla minnið í myndavélinni. Hvílíkt myndefni :o)

Niagara Falls 11.8.2009Þessi ferð fær 6 stjörnur af 5 mögulegum... frábær dagur.

Við tókum okkur mótel og ætlum að fara yfir til Canada á morgun og fara eina bunu með kláfinum... það þýðir ekki annað en að prufa allt fyrst maður er á staðnum.

Mótel Bel Aire  9470 Niagara Falls, NY, 14304


WE LOVE IT :)

Það spáði skúrum hér í Erie í dag ,,á stöku stað" eða ,,í grennd" en við vorum svo heppin að vera á hvorugum staðnum Wink...
Við dingluðum okkur í búðum... það var heitara úti en inni...
hitinn var um 80°F

Við enduðum síðan daginn á OLd Country Buffet... and we love it Smile... og það passaði að þegar við komum aftur á hótelið og ætluðum ekki út aftur... þá byrjaði að rigna - alltaf jafn heppin því við vorum búin að heyra þrumugnýinn í allan dag.


Rigning - Plan B

Það er spáð rigningu í dag upp við Niagara fossana... svo við ætlum að fara í búðarráp í dag og skoða fossana á morgun.

Verðum hér amk eina nótt í viðbót


Erie, Pennsylvania

Maraþonið gekk vel í morgun... ég komst lifandi í mark Smile
Við tékkuðum okkur út af áttunni í Franklín í morgun, því við ætluðum að halda áfram ferðinni strax eftir maraþonið. Við erum á leiðinni til Buffalo, tókum hótel í Erie... Næstu daga ætlum við að skoða Niagara fossana og eitthvað fleira skemmtilegt.

Travelodge   Erie
6101 Wattsburg Road,  Erie, PA 16509 US
Phone : 814-825-3100    room 128

Lúlli í vínberja-stuði

Franklin PA, ág.2009Tounge 

Það er gler-rennihurð út úr herberginu, opnast bakvið á hótelinu og þar vaxa villt vínberjatré...

Við vorum með vínberjatré á Háahvamminum og þau þurftu stuðning... Þessi tré halla sér upp við rafmagnsstaur, svo þetta hljóta að vera ,,stuðvínber" 

Franklin PA ág.2009Eins og ég hef svo oft sagt... þá eru kanarnir ekki að pæla í umhverfis- eða sjónmengum. 

Hér er allt vaðandi í staurum með símalínum og rafmagnsleiðslum í loftinu... hér stendur staurinn upp úr vínberjatrénu... eða manni sýnist það... kannski eru vínber farin að vaxa á símastaurum ???


Franklin, Pennsylvania

Ég elska þegar hótelin hafa vöfflur í morgunmat eins og var á Comfort Inn í morgun. Við borðuðum vel og vorum lögð af stað kl 8... veðrið dásamlegt, sól, sól og meiri sól... Kissing

Við keyrðum sem leið lá vestur I-80 til Franklin. Þaðan eru svo um 20 mílur í hlaupið - en hvað eru 20 mílur í Ameríku?... Einmitt, það er rétt hjá eða handan við hornið... en hér geta göturnar líka verið 40-50 km langar.

Við komum um hádegið, byrjuðum í Walmart og Dollar Tree Cool

Super 8 Franklin
847 Allegheny Blvd.   Franklin, PA 16323 US
Phone: 814-432-2101   room 117


Korter í ferð

Kæruleysið var algert í gær, taskan var sótt út í geymslu korter í ferð... sem sagt í gærkvöldi og við áttum morgunflug til New York í morgun... Ég hleyp í PA á sunnudag og í MI laugardaginn á eftir.

Við eyddum 10 þús kr fyrir nokkru, í að breyta í morgunflug til að komast út úr New York í birtu... Vissulega komust við út úr borginni í birtu, en það var varla meira en það. Umferðin silaðist í borginni og þegar við komumst á hraðbrautina, var stórt bílslys á akgreininni á móti og trukkur að brenna á akbrautinni okkar. Við siluðumst áfram á I-80 W og engin undankomuleið klst saman, á 3 og hálfum tíma fórum við 50 mílur. Fórum aðeins út af til að borða.

Við áttum ekki pantaða fyrstu nóttina á hóteli... og kannski vegna umferðartafanna fylltust öll hótel við veginn, það var orðið niðdimmt og kl orðin 9:30 þegar við loksins fengum hótel.

Comfort Inn - Pocono Mountain
Route 940 @ 1-80 and I-476
White Haven, PA, US, 18661
Phone: (570) 443-8461     room 315


Ferð í Selvoginn

Selvogur - 2-3ág.2009Við fengum lánað hjólhýsið hjá Jónu og tjaldvagninn hjá Eddu og Emil í gær... Síðan var rennt í Selvoginn, Helga, Harpa og fjölskyldur komu líka. Við vorum 11 samtals.

Það fór virkilega vel um okkur - munur að enginn þurfti að vera í tjaldi.

Við fórum í stutta fjöruferð í gær... og lannnnnnnnga í dag.

Selvogur, 2-3ág.2009Veðrið lék við okkur, sól en aðeins vindur... við grilluðum og spiluðum á spil í gær og var aðalspilið Bullshit... bein þýðing... nautasparð... en ,,Gengið"... þ.e. Dollarinn, Líran og Evran... hugðust ganga til Þorlákshafnar eftir fjörunni... í dag :) 

Selvogur, 2-3ág.2009Þegar við fórum að sjá í hús í Þorlákshöfn ?? - nenntum við ekki lengra og snérum við... í allt vorum við 4 tíma á gangi - löngu orðnar vatnslausar og að drepast úr hungri.

Við létum því VÍKINGASVEITINA koma með kók og súkkulaði út að vitanum og fengum far til baka. Þá var gott að hafa GSM.
Stelpunum fannst fjaran ekkkkki spennnnnandi.


Þetta GENGUR ekki !

Gengið verður að taka til ,,fótanna" nú um helgina... Bara til að æsa liðið upp, þá skelli ég inn þessari gömlu mynd... hún er tekin um 1962 eða ´63.
Þarna er ótvírætt sönnunargagn fyrir fyrstu Esjuferðinni minni Smile... ,,snemma beygju foreldrarnir krókinn"

Fyrsta Esjuferðin 


Afmæli Bíðara nr 1 (25.7)

Lúlli í ColoradoEnn þarf Bíðari nr 1 að bíða... Hann kvartaði yfir að fá ekki afmæliskveðju. Það fórst fyrir vegna þess að á afmælisdeginum hans (laugardeginum 25. júlí) keyrðum við vestur á Snorrastaði á Snæfellsnesi í fimmtugsafmæli Magga.

Aðstaðan á Snorrastöðum var öll til fyrirmyndar... og veislugestir yfir 100 manns.  Flestir gestanna höfðu komið á föstudeginum... veislan tókst mjög vel, veitingar og skemmtiatriði frábær. Við lögðum af stað heim kl 12:30 og komum heim um kl 2 um nóttina... og þá var ekki farið í tölvuna til að skrifa loksins afmæliskveðjuna...
Seint koma sumar kveðjur en koma þó!!! 

InLove INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LÚLLI MINN


Ísak Lúther 13 ára

Vá hvað tíminn flýgur... hann er orðinn 13 ára W00t
Ísak Lúther á Esjunni í þoku og kulda (6.7.2009)Hetjan gekk á Esjuna um daginn, þá var þessi mynd tekin. Frá Steini og upp á topp fengum við þoku og kulda...Crying og sannaðist að ,,það er kalt á toppnum"

Heart Innilega til hamingju með daginn elsku strákurinn okkar...

Óskum þér gæfu og gengis og skemmtunar í kvöld, en við vitum að í kvöld verður mynda-dekurkvöld með pizzu og nammi Kissing 


Hvernig er ,,Gengið" ?

Evran hafði áhyggjur af því í dag að Fimmvörðuháls væri kannski of áhættusamur í sumar... það eru jarðhræringar undir Eyjafjallajökli.

Ég er sammála... það er óþarfi að velja gönguleið með titringi !!!

Í þessum skrifuðu orðum flýgur þyrlan stöðugt yfir með sjó til að slökkva sinueld milli Helgafells og Valabóls... er ekki bara tilvalið að skreppa á Keili - Ég er til á föstudag - hvað með ykkur?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband