30.8.2007 | 22:26
Ódýrt að drekka vatn ?
Hitinn hérna er 35-38 stig og á viku er ég búin að drekka 2 og hálfan kassa af vatni. Annar kassinn var 30 flöskur en hinir 24...... bíðið..... set heilann í gang.... 30+24+12 = 33 lítrar. Fyrir utan það sem ég drekk með mat. Ekkert smá.
Ég uppgötvaði mikil sannindi í dag....... það er vatnsdrykkjunni að kenna hvað ég versla mikið. Sko, maður þarf að pissa öllu þessu vatni.... WC er alltaf innst í búðinni ...... og þá borgar sig að taka bara strax körfu, því ég sé alltaf eitthvað sem mig vantar á leiðinni út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 16:02
Hetjan okkar
Við fengum að vita að aðgerðin á Adam hafi gengið vel og fréttum í morgun að hann væri kominn heim. Guði sé lof. Hann er hetjan í dag.
Það var gerð aðgerð á báðum fótum.
Þú ert hetjan okkar litli kall. Við heimsækjum þig um leið og við komum heim.
Bloggar | Breytt 3.9.2007 kl. 03:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 15:43
Húsherrann
Við tókum það rólega í gærkvöldi, þá gekk yfir úthelli með þrumum.... sáum engar eldingar.
Ljónið er búinn að fá sér nýjan steikarpott, það kom gat á þennan gamla rétt áður en við fórum. Hann sér oftast um eldamennskuna. Í hverri ferð kaupir hann sér eitthvað í eldhúsið. Síðast keypti hann sér ný bökunarform.
Jájá... og hann notar það sem hann kaupir, það fer ekki bara inn í skáp. Þessi elska verður að fá eitthvað fyrir sig ! ..... sérstaklega ef það léttir mér þrifin eftir að hann hefur leikið lausum hala í eldhúsinu.
Það er ekki hægt að neita því að það er sælusvipur á honum í kringum matinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 00:51
(G)óð kaup....
Við förum alltaf með auka tösku út.... og segjum alltaf það sama við hvort annað..... sem er = Við höfum litlu töskuna þá bara inní hinni á leiðinni heim líka ........ En það hefur aldrei gerst.... enginn vandi að fylla allar töskur.
Við höfum verið að gera ótrúlega góð kaup í allan dag. Meira að segja eiginmaðurinn verður að slá á puttana á sér, það er jafnvel takmarkað hvað maður getur sett í töskurnar sem við komum með. En þegar maður er svona ríkur af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum.... og jólin alltaf á sínum stað, aftast í árinu.... þá stenst maður þetta ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 13:44
Ferðin hálfnuð
Tíminn líður svo hratt þegar maður er í fríi. Nú er ferðin hálfnuð. Við notuðum allan gærdaginn til að keyra frá Colorado Springs til Albuquerquie New Mexico. Lögðum af stað kl 9 um morguninn og komum um 6leytið. Auðvitað var byrjað á að fara í tölvuna..... Hvað haldið þið .... en ég átti í svolitlum vandræðum með netið, var að detta út, svo það endaði með því að ég tengdi mig við þráðlausa netið á hótelinu við hliðina..... þeir eru með svaka signal.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2007 | 05:13
Ameríka er svo stór.....
Það er ekki hægt að sjá og gera allt sem mann langar til..... Mig langaði t.d. að skoða - Cave of The Winds- en maðurinn er búinn að fá nóg af þessum hellaferðum mínum. Hann hefur þurft að elta mig ofaní hvern hellirinn á fætur öðrum hér í Usa undanfarin ár ..... ennnn...... nei ekki meiri hellaferðir.
Í Wyoming hefðum við getað skroppið í Yellowstone og heilsað upp á Jógý bear og Búbú en það verður víst að bíða þar til við ferðumst um Montana. Það verður að púsla þessu hagkvæmt saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 03:36
I love it .....
Ef það er eitthvað sem ég elska við Bandaríkin.... fyrir utan stórar og góðar búðir.... þá eru það hraðbrautirnar. Að geysast áfram á 140 km. hraða... I love it.
Í dag keyrðum við frá Colorado Springs í Colorado til Albuquerque í New Mexico. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni, versluðum ..... tókum allan daginn í þetta. Fengum hótel á góðu verði hér og verðum á því næstu 5 daga. Við borðuðum á Wendy´s. Fyrsti hambóinn síðan við komum.... Í kvöld hef ég verið að senda Email, kjafta á msn og blogga..... sem sagt nóg að gera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 02:41
Komin í samband aftur
Þvílíkur munur að vera komin í samband aftur.
Við höfum ferðast mikið um Bandaríkin síðustu árin. Stefnum á að fara í öll fylkin og sjá það markverðasta um leið. Við höfum hingað til notað tölvubúðir, oftast Best Buy, til að komast ,,online". Núna tók ég fartölvuna með, ætlaði að vera mjög tæknileg en það var ekkert net í Rawlings og hún fann ekki netið á hótelinu í Green River. Hér í Colorado Springs fékk ég hjálp í Best Buy..... og það var bara einn takki on/off framan á tölvunni sem kveikti á þráðlausa netinu ??? ég er ekki tæknimaður.....
Við erum að ferðast á þessu svæði -Colorado-Wyoming-New Mexico- í fyrsta sinn. Flestir staðir eru keimlíkir, og maður þekkir verslanirnar að innan, því hver þeirra er eins upp sett. Einkar þægilegt.
Við keyrum reglulega framhjá, undir eða yfir brúakerfi sem eru að jafnvirði íslensku fjárlögunum.... og sem sannir hafnfirðingar... undrumst við bruðlið hjá þessum könum..... þarna mætti spara verulega og setja upp nokkur góð hringtorg....
það halda þeir að virki á Völlunum í Hafnarfirði...... en eins og allir vita, þá koma þeir þaðan, þessir í rauðu búningunum og kanski er ekki allt viturlegt sem þeir gera..... ekki misskilja, ég er ekki að tala um Haukana, heldur jólasveinana..... einn og átta, ofan koma af Völlunum.... en þeim er vorkunn hérna í Bandaríkjunum... þeir hafa bara 1 jólasvein á meðan við höfum 13
Bloggar | Breytt 4.9.2007 kl. 05:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 21:05
Húsamyndir....
Bloggar | Breytt 22.8.2007 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 01:41
Nýtt þema, fjölskyldan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2007 | 20:26
Bláar myndir !
Ólgandi haf 35x120
Ég hef verið að dunda við að mála olíumálverk. Um síðustu áramót bauð Edda systir mér að mála með sér í bílskúrnum heima hjá henni. Hvílíkur munur, að þurfa ekki að pakka alltaf öllu niður.
Ég var þá í einhverjum ham með bláan lit, en hún var mest í brúnum litum. Smám saman smitast hún yfir í blátt.... Um þetta leyti bauðst okkur að halda málverkasýningu á Listahátíð Hafnarfjarðar -Björtum Dögum- sem við þáðum. Tvíefldumst við í blá litnum og ég stakk upp á að við settum stórt skilti framan á bílskúrinn, þar sem stæði.... Hér eru framleiddar bláar myndir.
Það er óþarfi að nefna að.... hún vildi það ekki.
Þeir sem hafa áhuga á að forvitnast meira um myndirnar mínar geta sent email á biddy@talnet.is
Bloggar | Breytt 20.8.2007 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2007 | 00:11
Hvar var trúin?
Um daginn var ég spurð: Hvað hefðurðu verið að gera undanfarið ? og ég gat varla svarað því. Dagarnir hafa einhvern veginn flogið og ekkert skilið eftir sig.
Eina helgina ætlaði ég að ganga Fimmvörðuháls, en mig hefur lengi langað til að ganga hann. Þegar við komum á Skóga, hætti ég við vegna mikillar þoku. Kanski var þoka ekki næg afsökun, en ég hef ekki gengið þessa leið áður og enginn mennskur ætlaði með mér. Við keyrðum þá framhjá Bjólfskviðu-leyfunum upp í Þakgil, en vildum ekki gista þar og enduðum í Básum, þar sem ég hefði endað ef ég hefði gengið Hálsinn.
Í Básum var hið dásamlegasta veður, hreyfði ekki vind, engin þoka. Við grilluðum og nutum veðursins.
Þvílík blíða og auðvitað var ég alltaf að hugsa að ég hefði átt að skella mér Fimmvörðuhálsinn, Guð hefði reddað veðrinu -létt þokunni- .....Og ég spyr....
Hvar var trúin hjá sjálfum guðfræðinemanum ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 00:09
Að ganga með Guði
Yfirleitt þegar maðurinn ætlar að skreppa í Selvoginn, þá bið ég hann að keyra mig þangað sem Bláfjallavegurinn sker Selvogsgötuna, svo ég geti gengið leiðina. Þá eru ca 18 km til Selvogs. Um þar síðustu helgi ætlaði hann að framlengja palli við hjólhýsi systur sinnar og ég gekk yfir. Gekk hratt, enda ein ! borðaði og drakk gangandi og var nákvæmlega 3 klst. Þegar ég var komin í hjólhýsið spyr mágkona mín......og gekkstu þetta ein?..... Nei svaraði ég.. ég er nú aldrei ein, Guð er alltaf með mér. Þá kom þögn svolitla stund en svo spurði hún... og mættuð þið Guð einhverjum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2007 | 19:37
Heilsuátak ?
Ég las einhversstaðar frétt um kaloríusnautt fæði sem virkaði fitandi. Hjúkkett, ég hélt að það væri eitthvað að mér. Ég hafði nefnilega komist að þeirrri niðurstöðu að þegar ég fer á fitulaust eða fitusnautt fæði, þá þyngist ég. Ég þyngist af því að ég er allan daginn að borða eitthvað HOLLT og líður alltaf eins og ég viti ekki hvort ég sé búin að borða eða ekki. En svo grilluðum við um daginn, örfá en hrikalega feit lambarif..... sem hafði þau áhrif að matur hvarflaði ekki að mér fyrr en daginn eftir.
Sumt er svo öfugsnúið, í denn mokaði ég 2 kúf-fullum teskeiðum að sykri í kaffibollann og var grönn. Svo þurfti maðurinn að taka upp á því að vigta þessar teskeiðar og margfalda fyrir árið og fékk út að ég notaði 50 kg á ári í kaffið og hann annað eins. Við minnkuðum samstundis sykurneysluna um helming, niður í eina teskeið og svo um ári seinna hættum við í sykrinum. Við þetta heilsuátak fitnuðum við bæði, og kannski helst hægt að kenna því um að nú eigum við það til að fá okkur eitthvað meðlæti með kaffinu.
Bloggar | Breytt 14.8.2007 kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 00:15
Orðin óður bloggari...
Ég trúi því ekki að þú sést á blogginu.... er kallað úr stofunni. Hvernig dettur þér það í hug svara ég ... æ, jú, ég er ekki alveg búin að læra á þetta, skil þetta ekki alveg. þá er ekkert annað að gera en að fikta, eins og Mein Sohn segir..... þannig lærir maður mest. En mig langar oft að segja að ég megi ekki vera að þessu fikti, það fer allt of mikill tími í það. Betra að fá upplýsingarnar STRAX. Svona er það, þegar maður er í fullu starfi við að leika sér, þá er enginn tími fyrir fikt.
Tíminn er alltaf að setja hraðamet. Alvaran og tímaskortur mun mæta allt of snemma á staðinn. Háskólinn byrjar 4 sept. og eftir það verða dagarnir með einfaldri dagskrá, vakna, skóli, lesa, hlaupa, lesa, sofa..... og þá mætti sólarhringurinn vera lengri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007