Leita í fréttum mbl.is

Lúlli í vínberja-stuði

Franklin PA, ág.2009Tounge 

Það er gler-rennihurð út úr herberginu, opnast bakvið á hótelinu og þar vaxa villt vínberjatré...

Við vorum með vínberjatré á Háahvamminum og þau þurftu stuðning... Þessi tré halla sér upp við rafmagnsstaur, svo þetta hljóta að vera ,,stuðvínber" 

Franklin PA ág.2009Eins og ég hef svo oft sagt... þá eru kanarnir ekki að pæla í umhverfis- eða sjónmengum. 

Hér er allt vaðandi í staurum með símalínum og rafmagnsleiðslum í loftinu... hér stendur staurinn upp úr vínberjatrénu... eða manni sýnist það... kannski eru vínber farin að vaxa á símastaurum ???


Franklin, Pennsylvania

Ég elska þegar hótelin hafa vöfflur í morgunmat eins og var á Comfort Inn í morgun. Við borðuðum vel og vorum lögð af stað kl 8... veðrið dásamlegt, sól, sól og meiri sól... Kissing

Við keyrðum sem leið lá vestur I-80 til Franklin. Þaðan eru svo um 20 mílur í hlaupið - en hvað eru 20 mílur í Ameríku?... Einmitt, það er rétt hjá eða handan við hornið... en hér geta göturnar líka verið 40-50 km langar.

Við komum um hádegið, byrjuðum í Walmart og Dollar Tree Cool

Super 8 Franklin
847 Allegheny Blvd.   Franklin, PA 16323 US
Phone: 814-432-2101   room 117


Korter í ferð

Kæruleysið var algert í gær, taskan var sótt út í geymslu korter í ferð... sem sagt í gærkvöldi og við áttum morgunflug til New York í morgun... Ég hleyp í PA á sunnudag og í MI laugardaginn á eftir.

Við eyddum 10 þús kr fyrir nokkru, í að breyta í morgunflug til að komast út úr New York í birtu... Vissulega komust við út úr borginni í birtu, en það var varla meira en það. Umferðin silaðist í borginni og þegar við komumst á hraðbrautina, var stórt bílslys á akgreininni á móti og trukkur að brenna á akbrautinni okkar. Við siluðumst áfram á I-80 W og engin undankomuleið klst saman, á 3 og hálfum tíma fórum við 50 mílur. Fórum aðeins út af til að borða.

Við áttum ekki pantaða fyrstu nóttina á hóteli... og kannski vegna umferðartafanna fylltust öll hótel við veginn, það var orðið niðdimmt og kl orðin 9:30 þegar við loksins fengum hótel.

Comfort Inn - Pocono Mountain
Route 940 @ 1-80 and I-476
White Haven, PA, US, 18661
Phone: (570) 443-8461     room 315


Ferð í Selvoginn

Selvogur - 2-3ág.2009Við fengum lánað hjólhýsið hjá Jónu og tjaldvagninn hjá Eddu og Emil í gær... Síðan var rennt í Selvoginn, Helga, Harpa og fjölskyldur komu líka. Við vorum 11 samtals.

Það fór virkilega vel um okkur - munur að enginn þurfti að vera í tjaldi.

Við fórum í stutta fjöruferð í gær... og lannnnnnnnga í dag.

Selvogur, 2-3ág.2009Veðrið lék við okkur, sól en aðeins vindur... við grilluðum og spiluðum á spil í gær og var aðalspilið Bullshit... bein þýðing... nautasparð... en ,,Gengið"... þ.e. Dollarinn, Líran og Evran... hugðust ganga til Þorlákshafnar eftir fjörunni... í dag :) 

Selvogur, 2-3ág.2009Þegar við fórum að sjá í hús í Þorlákshöfn ?? - nenntum við ekki lengra og snérum við... í allt vorum við 4 tíma á gangi - löngu orðnar vatnslausar og að drepast úr hungri.

Við létum því VÍKINGASVEITINA koma með kók og súkkulaði út að vitanum og fengum far til baka. Þá var gott að hafa GSM.
Stelpunum fannst fjaran ekkkkki spennnnnandi.


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2009
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband