Leita í fréttum mbl.is

Gætið að, hvað þér heyrið... Mark 4:24

-1- Aftur tók hann að kenna við vatnið. Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum, að hann varð að stíga í bát og sitja þar, úti á vatninu. En allt fólkið var á landi við vatnið.
-2- Hann kenndi þeim margt í dæmisögum og sagði við þá:
-3- Hlýðið á! Sáðmaður gekk út að sá...

En lærisveinarnir skildu ekki dæmisöguna og Jesús útskýrði hana fyrir þeim en sagði jafnframt:

-11- Hann svaraði þeim: Yður er gefinn leyndardómur Guðs ríkis. Hinir, sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum,
-12- að sjáandi sjái þeir og skynji ekki, heyrandi heyri þeir og skilji ekki, svo þeir snúi sér eigi og verði fyrirgefið.

Samkvæmt þessum orðum mætti halda að Jesús hafi hvorki viljað að fólkið skildi dæmisögur hans né að það snéri sér til hans og fengi fyrirgefningu... þ.e. snérist til trúar á hann.
Ætlunarverk hans var að snúa yfirstétt gyðinga og að þeir snéru þjóðinni til réttlætis og sannrar trúar á Guð. Jesús ætlaði ekki að keppa við þjóð sína um ,,hylli" lýðsins, hann var Herrann... sá sem gyðingar biðu eftir en þeir tóku ekki við honum og afneituðu honum.

-23- Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!
-24- Enn sagði hann við þá: Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.
Jóh. 8:47 Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð. Þér [gyðingar] heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði.

Jesús gaf fariseum og fræðimönnum að skilja dæmisögur sínar (Matt 21:45, Mark 12:12, Lúk 20:19) en þeir urðu einungis ákveðnari að taka líf hans. Vegna þess að þeir skildu en vildu ekki taka við orði hans, sagði hann að forréttindi þeirra - að vera útvalinn lýður Guðs - yrði tekið af þeim.

-25- Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur.

Þeim sem hafa í hjarta sér að trúa á fagnaðarerindi Krists verður gefið það sem gyðingar höfðu áður.


Hans nánustu trúðu ekki... Mark 3:20-21

-20- Þegar hann [Jesús] kemur heim, safnast þar aftur mannfjöldi, svo þeir [hann og lærisveinar hans] gátu ekki einu sinni matast.
-21- Hans nánustu fréttu það og fóru út og vildu ná honum, enda sögðu þeir, að hann væri frá sér.

Jesús hafði læknað fólk hvar sem hann fór og menn voru enn vantrúaðir á að hann væri ,,góður"... hans nánustu og fræðmenn gyðinga áttu auðveldara að trúa að hann væri frá sér eða að máttur hans kæmi frá hinu illa en að hann kæmi frá Guði. 

Hverjir voru þessir ,,nánustu"???  Samkvæmt 31v eru það móðir hans og bræður.


Hvíld er nauðsynleg... Mark 2:27-28

-24- Farísearnir sögðu þá við hann: Lít á, hví gjöra þeir það, sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?
-27- Og hann [Jesús] sagði við þá [farísea]: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.
-28- Því er Mannssonurinn einnig herra hvíldardagsins.

Okkur er nauðsynlegt að hvílast. Hvíld getur verið margvísleg t.d. að ,,gera" það sem okkur finnst skemmtilegt en gyðingarnir voru komnir út í öfgar... á hvíldardegi mátti ekki lyfta hendi. Þess vegna fengu þeir einhvern heiðingja til að vinna þau verk fyrir sig á hvíldardegi... sem þeir máttu ekki gera sjálfir. Þessir heiðingjar gengu undir nafninu ,,Shabbes goy."

Hvíldardagurinn var gerður mannsins vegna, svo maðurinn gæti hvílst... og hvíldardagsboðorðið hefst ekki á ,,þú skalt" heldur ,,minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan."

Hvíldin á að vera þér helgur tími, tími til íhugunar og upplyftingar fyrir sálina í samfélagi við Guð en ekki kvöð um að sitja auðum höndum.


Denver - New York - Keflavík

Eftir 2ja vikna ferðalag, 1.976 mílna keyrslu, og 2 maraþon var tími til kominn að fara heim.
Heimferðin var 19 tíma ferðalag í allt... ég lagði snemma af stað út á flugvöll, enda þurfti ég á tímanum að halda. Lenti í veseni á flugvellinum í Denver, var með aukatösku og þarna voru þau ströng á handfarangur, þannig að ég varð að yfirþyngja aðra töskuna og síðan þurfti ég afpanta farið heim fyrir Bíðara Nr. 1
En allt small saman að lokum og ég sem vaknaði kl 6 í Denver var lent í Keflavík kl 6 í morgun og 6 tíma tímamunur... Bíðarinn sótti mig.

Ég er ekki vön því að leggja mig en af því að ég ætla í Flugleiðahlaupið kl 7 í kvöld, þá lagði ég mig í nokkra tíma.

Pueblo West - Denver CO

Maður er alltaf í tölvunni, kjaftandi við fólkið heim. Lúlli er enn hálf lasinn, vantar tilfinnanlega hjúkrunarkonu Joyful

Country Buffet, Pueblo West 5.5.2009Ekki kom pakkinn, og þegar ég sagði Hörpu að hann gæti verið fleiri vikur á leiðinni á ódýrasta gjaldi... þá spurði hún: Er pakkinn semsagt að koma gangandi !!!

Eftir hádegið fórum við á Country Buffet... og Linda dóttir Lilju og Joe hitti okkur þar. Verst að geta ekki haft svona staði heima Woundering
Við fengum þjónustustúlkuna til að taka mynd af okkur.

Síðan keyrði ég til Denver á sömu Áttu og við Lúlli vorum á síðast þegar við vorum hérna. Rosalega flott herbergi hér. Var klukkutíma lengur á leiðinni vegna umferðarinnar.

Super 8 Denver
/I-25 & 58th Ave.   5888 N Broadway
Denver, CO 80216-1025 US
Phone:  303-296-3100     Room 119


Fort Collins - Pueblo West

Takmarki ferðarinnar hefur verið náð... 2 ný fylki féllu Smile 

Heimferðarferlið er hafið. Ég tékkaði mig út af áttunni í Fort Collins í gær og keyrði til Pueblo West... til Lilju og Joe. Pakkinn sem ég átti von á þangað er ekki enn kominn Woundering
Ég fékk að gista hjá þeim í nótt. Við ætlum að borða á Country Buffet í dag, áður en ég fer til Denver. Ég hef verið í góðu sambandi gegnum MSN við Bíðara nr. 1, sem er lasinn núna Blush

Hvílíkur munur að geta hringt í gegnum MSN, að geta verið í beinu sambandi heim InLove

 


Gamalt og nýtt lögmál... Mark 2:18-22

-18- Lærisveinar Jóhannesar og farísear héldu nú föstu. Þá koma menn til Jesú og spyrja hann: Hví fasta lærisveinar Jóhannesar og lærisveinar farísea, en þínir lærisveinar fasta ekki?
-19- Jesús svaraði þeim: Hvort geta brúðkaupsgestir fastað, meðan brúðguminn er hjá þeim? Alla þá stund, sem brúðguminn er hjá þeim, geta þeir ekki fastað.
-20- En koma munu þeir dagar, er brúðguminn verður frá þeim tekinn, þá munu þeir fasta, á þeim degi.

Hátíðir og föstur hafa verið órjúfanleg hefð hjá gyðingum... enda ákvæði í lögmálinu. Jesús og lærisveinar hans föstuðu ekki... og gyðingar flokkuðu það sem lögmálsbrot. Jesús segir að þeir muni fasta þann dag sem hann verður tekinn frá þeim. 

-21- Enginn saumar bót af óþæfðum dúk á gamalt fat, því þá rífur nýja bótin af hinu gamla og verður af verri rifa.
-22- Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi, því þá sprengir vínið belgina, og vínið ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látið á nýja belgi. 

Jesús kom með nýtt lögmál... ekki viðbætur við hið gamla - NÝTT LÖGMÁL. Gamla lögmálið varð ógilt, því hið nýja lögmál vann gegn hinu gamla. Eins og Jesús sagði í fjallræðunni, þið hafið heyrt að lögmálið sagði... en ég segi yður...
Nýtt lögmál krefst nýs hugarfars og nýrrar íhugunar... það gengur ekki að blanda saman hinu nýja og hinu gamla... sbr. gamla fatið og gamli belgurinn rifna og ónýtast.


Létu ekkert stoppa sig... Mark 2:1-4

-1- Nokkrum dögum síðar kom hann aftur til Kapernaum. Þegar fréttist, að hann væri heima,
-2- söfnuðust þar svo margir, að hvergi var lengur rúm, ekki einu sinni fyrir dyrum úti. Og hann flutti þeim orðið.
-3- Þá er komið með lama mann, og báru fjórir.
-4- Þegar þeir gátu ekki komist með hann til Jesú fyrir fólkinu, rufu þeir þekjuna uppi yfir honum, grófu þar í gegn og létu síga ofan rekkjuna, sem hinn lami lá í.

Það þurfti 4 menn til að bera þann lamaða og þeir klöngrast með hann upp á þakið, gera gat á það og láta lamaða manninn síga niður... Trú þessara fjögurra manna var mikil og þeir létu ekkert stoppa sig til að hinn fimmti þeirra fengi lækningu. Við erum oft tilbúin til að leggja eitthvað á okkur til ábata fyrir okkur sjálf en þessir menn létu ekkert stoppa sig fyrir hinn lamaða.

Við eigum heldur ekki að láta neitt stoppa okkur í að fylgja Jesú.


Ekki segja neinum... Mark.1:40-44

-40- Maður nokkur líkþrár kom til hans, féll á kné og bað hann: Ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.
-41- Og hann kenndi í brjósti um manninn, rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn!
-42- Jafnskjótt hvarf af honum líkþráin, og hann varð hreinn.
-43- Og Jesús lét hann fara, lagði ríkt á við hann
-44- og sagði: Gæt þess að segja engum neitt, en far þú, sýn þig prestinum og fórna fyrir hreinsun þína því, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.

Ástæða þess að maðurinn átti að þegja yfir kraftaverkinu og hlýða lögmáli Móse... var sú að Jesús kom fyrst og fremst til að ,,vinna með" sinni þjóð.
Það er aldrei tilgangurinn í kristinni trú að fæla fólk frá Guði - heldur á að vinna það til trúar. Ef hinn læknaði hefði farið beint til prestsins, hefði presturinn umsvifalaust vitað að kraftaverkamaðurinn fylgdi Guði og lögum Móse. Og það er einmitt presturinn sem þarf að votta að maðurinn sé orðinn ,,hreinn" svo hann fái aftur aðgang að samfélaginu.


Hann kenndi eins og sá sem valdið hefur, Mark 1:21

-21- Þeir komu til Kapernaum. Og hvíldardaginn gekk Jesús í samkunduna og kenndi.
-22- Undruðust menn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur, og ekki eins og fræðimennirnir.

Öll guðspjöllin segja að Jesús hafi talað ,,umbúðalaust" í samkunduhúsunum svo farisearnir reiddust og vildu henda honum fram af fjallsbrún borgar þeirra (Lúk 4:16-30) en utan þeirra talaði hann í dæmisögum. 
Þegar fræðimenn og farisear reyndu að fella hann, kallaði hann þá hræsnara, lygara og blinda heimskingja... Jesús sagði þeim hreint út að þeir færu villu vegar. Hann kom til að leiða þá af hinni röngu braut erfikenninganna... þetta var ákveðið vandamál og hann tók á því...
Trú þarf að vera á hreinu... allt annað hefur minna vægi.


Í heimsókn hjá Lindu

Fort Collins 2.5.2009Þegar ég var búin að tékka mig inn á áttuna, (á föstudag) kíkti ég til Lindu. Hún býr ca 4 mílur héðan. Hún var akkúrat að koma heim úr vinnu.
Lilja var enn á leiðinni ca í Denver. Við Lilja fórum á sitthvorum bílnum, því ég verð hér fram á mánudag, en Lilja þarf að mæta í vinnu.

Heimili Lindu, Fort Collins 2.5.2009Ég hef verið svo þreytt í dag, að ég ákvað að hitta þær bara á morgun þegar ég væri búin að sækja gögnin... ca kringum hádegi.

Í gær, á laugardag, eftir að ég hafði sótt númerið mitt í expoið fórum við saman smá rúnt um bæinn og borðuðum á Country Buffet. Síðan geta alvöru konur ekki annað en farið svolítið í búðir.
En ég fór á hótelið um 5 leytið, því ég þarf að vakna kl 2 í nótt og ná rútunni milli 4 og 4:30.  


Pueblo West - Fort Collins CO

Ég lagði af stað norður til Fort Collins um 10 leytið... var ekkert að flýta mér, kom við í nokkrum búðum á leiðinni.
MAÐUR GETUR ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTT.

Renndi í hlaðið á áttunni um 4 leytið... samt eru þetta bara um 200 mílur.  Hérna verð ég næstu 3 nætur þ.e. tékka mig væntanlega út á mánudag.

Super 8 Fort Collins
409 Centro Way... I-25 Exit 269B at Hwy 14 Q W
Fort Collins, CO 80524-9283 US
Phone: 970-493-7701   Room 129

« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2009
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband