13.1.2025 | 10:53
Áramóta-annáll fyrir árið 2024
TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT
Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins, á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri lang-afastrák) Emilía Líf er 13 ára í dag, nýjársdag 2025... fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi. Um áramótin var ég stödd í TEXAS en afi var heima á Íslandi svo ég frestaði að skrifa annálinn.
STARFIÐ
Ég var hætt að sækja um prestsembætti en var beðin um að leysa af í Skagafirði í nokkra mánuði. Ég byrjaði þar 1. febr og átti að vera út maí, það framlengdist fram yfir miðjan júní og svo aftur til loka ársins. Um haustið sótti ég um stöðuna á sunnanverðum Vestfjörðum og fékk.. Svo nýja árið byrjar þar. Ég hef ennþá haldið út að setja vikulega inn á Youtube "Heima með presti" efni tengt þema hvers sunnudags í kirkjuárinu. það efni er aldrei það sama og ég prédika þann sunnudag í kirkjunni. Efnið á netinu er meira til útskýringar á erfiðum textum. Í upphafi ætlaði ég að gefa þessu verkefni 1 ár en 30 jan nk verða komin 3 ár.
FJÖLSKYLDAN
Mömmu hrakaði stöðugt og 7.jan 2024, rétt eftir að ég kom heim frá Orlando, lést hún á Hrafnistu og var jarðsett 24.jan. Nú hvílir hún á milli pabba og Ingvars bróður.
Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. Svavar er í lögfræðinni og Lovísa er á stofu upp í Mosó. Vegna eldgosa á Suðurnesjum fluttu Tinna og Nonni tímabundið í íbúðina okkar á Völlunum en fengu íbúð í Ásbrú um haustið. Við Lúlli höfum verið að horfa í kringum okkur síðan fyrir Covid eftir heppilegri íbúð fyrir okkur og í sumar fundum við eina, sem við bíðum enn eftir að kaupa svo vonandi flytjum við á þessu ári.
FERÐALÖG
Síðasta ár hljóp hratt.. ég átti nokkarar ferðir uppi í hillu þegar ég réði mig í Skagafjörðinn með búsetu í húsi Bjarna Har á Sauðárkróki. Ég tók ratleikinn um sumarið en hlaupaæfingar duttu alveg niður vegna hásinameiðsla. Ég fór samt 4 ferðir til USA, fyrir utan ferðirnar sem ég var erlendis bæði áramótin. Á þessu ári náði ég að klára Ameríku í 3ja sinn (í annað sinn).. já, sjá byltur.blog.is
HREYFING
Ég náði aðeins 5 maraþonum á þessu ári í 4 ferðum. Ég fór oftar ein út enda eru hlaupaferðirnar hjá mér, bara flug, keyrsla, versla, borða, sofa og hlaupa.. og langbest að vera ein á ferð. Ég skokkaði framan af ári en svo rak ég hásinina í í stiganum og ætlaði aldrei að ná mér. Ég tók ratleikinn með systrunum og við syntum saman ef ég var fyrir sunnan á föstudegi.
GLEÐILEGT ÁR 2025
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2025 | 23:08
Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
Ég vissi að ég tæki smá áhættu að fljúga til Denver í nóvember, þess vegna var ég með tengiflug um kvöldið til Santa Fe New Mexico. En heppnin var ekki með mér.. aldrei þessu vant var ég hef skot fljót í gegnum eftirlitið.. en er strand, fluginu til Santa Fe er aflýst og það eina sem mér er boðið er flug snemma í fyrramálið.
Daginn eftir hlaupið keyrði ég aftur til Santa Fe. Það skoðaði ég einstaka kirkju með frægum stiga. Þessi kirkja heitir Loretto Chapel, Santa Fe, Nm í dag, en þessi kirkja er fræg fyrir hönnun stigans upp á kirkjuloftið.. Hægt að finna greinar á netinu um hann.. hann sveigist tvisvar sinnum 360 gráður og hvorki naglar eða lím í honum. Verkfræðingar nútímans segja hann ráðgátu. Á veggjunum er píslargangan túlkuð í litlum höggmyndum.
Ég flaug frá Santa Fe til Denver kl 10:45. Sem betur fer mætti ég eldsnemma, skilaði bílnum, hafði bara keyrt um 500 mílur.. Ég var með allt of mikið í handfarangri en konurnar voru svo elskulegar að hleypa mér í gegn með þetta. Flugstöðin er lítil aðeins 2 hlið. Flugið tók 1 og hálfan tíma, síðan er 4 klst bið í flugið með Icelandair.. en allt eru þetta ævintýri.
1 maraþon
500 mílur í keyrslu eða 821 km.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2025 | 22:50
Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
Bíðarinn kom með mér í þessa ferð sem er til Portland Oregon, það er 8 tíma flug þangað. Ég fer ekki erlendis nema það sé maraþonferð og hann fer til að bíða eftir mér. Það voru bara nokkrar mílur á fyrsta hótelið. Daginn eftir keyrði ég 300 mílur til Pendleton OR þar sem ég ætlaði að taka fyrsta maraþonið af þrem í þessari ferð.. sem ég var búin að kaupa fyrir mörgum mánuðum.
21.sept var fyrsta hlaupið, ég vaknaði fyrir kl 3, start kl 5:30. Það var ískalt fyrstu klukkutímana en svo hitnaði. Leiðin var að mestu slétt með stöku skugga. Ég fann fyrir tognuninni í hásininni þó ég færi löturhægt.
Þaðan keyrði ég til Clarkston WA / Lewiston ID.. þ.e á fylkismörkum, þessir bæir heita eftir landkönnuðunum Lewis og Clark. Hér ætlaði ég að taka 2 maraþon, eitt hvoru megin við fylkis mörkin en ákvað síðan að vera vitur og ná mér í ökklanum fyrir næsta maraþon.
27.sept flugum við heim frá Portland. Mér tókst bara að fara eitt maraþon í þessari ferð en keyrði 801 mílu eða 1.315 km.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2025 | 22:35
Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
Bíðari nr 1 kom með mér í þetta sinn. Við lentum í Chicago á þjóðhátíðardegi hinnar þjóðar minnar. Við fengum glænýjan bíl, keyrður 7 mílur.. og nokkrar mílur á fyrsta hótelið. Getur það verið þægilegra.
7. júli var ég mætt á startið í Hicksville Ohio. Maraþonið reyndist mér hrikalega erfitt. Startið var í björtu og hitinn reis hægt og rólega upp í 30°c og enginn skuggi á leiðinni. Malbikaðir stígar, hart undirlag..
12.júlí flugum við heim eftir að hafa keyrt um 5 fylki. OH, IA, MI, IN, IL og ég hlaupið eitt maraþon og 1x 10 km.
Keyrði 866 mílur eða 1.422 km
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2025 | 22:19
Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
Ég fór ein út, lenti í Raleigh NC og gisti fyrstu nóttina í Salisbury. Næsta morgun keyrði ég frá Salisbury, suður NC, SC, GA og til Eufaula AL.. tók eitt stutt stopp á Rest Aríu í GA og annað stutt stopp í Walmart.. Maður verður að teygja úr sér.
Ég ætla að taka 2 maraþon í þessari ferð, það fyrsta er á morgun í Efaula.. já eftir þessa löngu keyrslu, tímamun og flugþreytu..
Maraþonið var ræst kl 5:30 og það sem var verra, það hellirigndi. Ég keyrði frá Eufaula AL til Macon GA daginn eftir og gisti þar. Síðan keyrði ég til Bristol TN.
26.mars vaknaði ég kl 4 því startið var kl 6:30. Það var taka TVÖ til að klára AFTUR öll 50 fylkin í 3ja sinn.. já, ég var viss um að ég væri að klára þau í Richmond VA.. í nóv sl..
En R'n'R hlaupið í TN var ekki viðurkennt.. alltof margir voru neyddir til að stytta vegna hita.. og hvað gerir maður þegar maður fær slæmar fréttir - kaupir ferð til að klára þetta.. en ég verð að viðurkenna að það voru ekki sömu tilfinningar að klára núna og í Richmond.. það er ekki hægt að endurtaka sigurvímuna fyrir sama afrekið.. og það rigndi mest allan tímann.
Daginn eftir lagði ég af stað um hálf 9 og skilaði bílnum um kl 3.. ég fékk allar gerðir af veðri á leiðinni, sól, þoku og rigningu. Allt gekk vel og þakka Guði fyrir það
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007