27.3.2024 | 01:01
Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
Við ákváðum með nokkuð stuttum fyrirvara að skreppa til Orlando, en þá var svo dýrt að kaupa beint flug.. Svo við ákváðum að fljúga til Raleigh og keyra til Orlando. Bíllinn var líka helmingi ódýrari í Raleigh og kostaði ekkert að skilja hann eftir í Orlando.
Við lentum í Raleigh eftir 6 tíma flug.. og eftir 2 tíma lögðum við af stað.. ég keyrði í ca 2 tíma (130 mílur) suður til Dillon..
Ég hljóp síðan 2 maraþon í Winter Park Orlando á gamla árinu og svo slöppuðum við af í nokkra daga. Við áttum síðan hálfgert næturflug til New York og morgunflug heim.. lentum rétt fyrir miðnætti heima..
2 maraþon
??? km keyrðir
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2024 | 13:46
Áramóta annáll fyrir árið 2023
TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT
ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2023
Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri lang-afastrák)... Emilía Líf er 12 ára í dag, nýjársdag 2023... fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.. Emilía er óvænt stödd á Íslandi en þá erum við í Orlando..
STARFIÐ
Ég var hætt að sækja um prestsembætti en sótti samt um nokkrar stöður.. sem ég fékk ekki en fékk þó nokkrar afleysingar á árinu. Ég er orðin í-HLAUPA-prestur. Ég var tvö tímabil, maí til ágúst og sept til nóv. í Njarðvík, 10 daga í sept í Vestmannaeyjum og viku á Patró í júlí. Ég hef haldið út að setja vikulega inn pistla tengda þema hvers sunnudags í kirkjuárinu á Youtube.. það efni er aldrei það sama og ég prédika þann sunnudag í kirkjunni. Efnið á netinu er meira til útskýringar á erfiðum textum og efni sem þykir ekki nógu jákvætt að prédika út frá..
FJÖLSKYLDAN
Mömmu hrakar stöðugt og hefur verið bundin við hjólastólinn í 2 ár.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. Svavar er í lögfræðinni og Lovísa skipti um vinnustað, færði sig á stofu upp í Mosó. Í júlí bættist þriðja langömmubarnið mitt við.. þegar yngri dóttir Helgu og Nonni eignuðust dóttur.. ég fékk síðan að skíra hana í Víðistaðakirkju. Síðan var eitt stór-afmæli á árinu þegar einkasonurinn varð 40 ára í nóvember.
FERÐALÖG
Síðasta ár hljóp hratt.. enda röðuðust saman afleysingar, utanlandsferðir, æfingar, ratleikurinn og lífið sjálft. Ég fór samt 8 ferðir til USA og í kórferð til Bristol með kór Víðistaðakirkju. Ég hafði átt 13 fylki eftir til að klára Ameríku í 3ja sinn og taldi mig hafa klárað í Richmond í Virginu... en NEI.. sjá byltur.blog.is
HREYFING
Ég hljóp 16 maraþon á þessu ári.. í hinum ýmsu fylkjum, og fór oftast ein út enda eru hlaupaferðirnar hjá mér, bara flug, keyrsla, versla, borða, sofa og hlaupa.. og langbest að vera ein á ferð. Við Vala vorum duglegar að hreyfa okkur, ganga, skokka og hjóla.. Ég tók ratleikinn með systrunum og við syntu áfram á föstudögum.. Langömmu stelpurnar mínar komu óvænt frá Noregi í sumar og við tókum nokkur spjöld í ratleiknum saman.
GLEÐILEGT ÁR 2024
25.11.2023 | 14:50
Virginia 9-20.nóv 2023
Sögulegum áfanga verður náð í þessari ferð.. en ég mun hlaupa maraþon í Richmond í Virginiu á laugardag.. og klára þá öll 50 fylkin í 3ja sinn.
10.nóv.. Ég sótti gögnin fyrir hlaupið og undirbjó að vakna um miðja nótt til að fara í hlaupið..
M I S S I O N A C C O M P L I S H E D
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2023 | 14:28
Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
Ég hafði lent um miðnætti frá Bristol.. fór strax að sofa.. vaknaði síðan snemma til að pakka fyrir næstu ferð.. en við vorum keyrð í Kefl rétt eftir hádegið..
1.okt.. Við lentum eftir 8 tíma flug.. kl 19 að staðartíma í Denver, komumst fljótt og vel í gegnum eftirlitið, fengum bílinn og keyrðum um 110 mílur til Sterling.. ég hef sjaldan átt eins erfitt með að halda mér vakandi á keyrslunni..
2.okt.. Við kíktum í búðir í dag, ég sótti númerið fyrir næstu hlaup.. það var hlýtt úti, smá vindur og síðdegis komu nokkrir dropar..
3.okt.. Við lögðum af stað um 7 am.. enda 336 mílur (552 km) til Sundance WY.. Leiðin lá að mestu um sveitir, þar sem steikurnar voru á beit báðum megin við veginn.. Fengum rigningu á stöku stað, á köflum eða í grennd!!!Stoppuðum 2 - 3svar sinnum á leiðinni.. Maraþon hér á morgun.
4.okt.. Maraþon í Sundance WY.. hæð yfir sjávarmáli var yfir 1500m.. nánar um það á hinu blogginu...
5.okt.. Okkar næst-elsta á afmæli í dag.. og hún hefur fengið kveðju frá okkur gömlu... Ég svaf óvenju lengi.. Hvílíkur lúxus að þurfa ekki að keyra langt eftir maraþon.. eða vakna um miðja nótt til að fara strax í annað.. ég á frí í 2 daga.. Það var stutt keyrsla í dag frá Sundance WY til Belle Fourche SD.. með viðkomu í Spearfish.. Við heimsóttum Center of the Nation miðstöðina og stóðum á landfræðilegri miðju USA í þriðja sinn á ævinni..
6.okt.. Ingvar bróðir hefði orðið sjötugur í dag, blessuð sé minning hans.. Við lögðum af stað um kl 7 frá Belle Fourche.. þá var 3ja stiga FROST.. ekki eftir neinu að bíða.. og við erum hvort sem er alltaf á kolvitlausum tíma.. ég keyrði í norður, út úr Suður Dakota, yfir horn af Wyoming og inn í Montana.. það var 3ja tíma keyrsla til Baker.. við stoppuðum lítið á leiðinni.. Steikur á beit á miklum sléttum og dádýr innan um.
7.okt.. MARAÞON Í BAKER MONTANA Í DAG.. Hæð yfir sjávarmáli 1000m, nánar um það á hlaupa-blogginu. Montana 1 fylki eftir í 3ja hring um USA..
8.okt.. Við vöknuðum snemma og lögðum að stað til Denver kl 6:30.. enda 585 mílur þangað.. með útúrdúrum 610 mílur..(1000 km).. Á svona langri keyrslu er nauðsynlegt að stoppa öðru hverju.. taka myndir, teygja úr sér og borða.. dagurinn var sólríkur, nautasteikur og bambar á beit.. Devils Tower var á sínum stað.. Walmart og Golden Corrall.
9.okt.. Heimferðardagur.. við ákváðum að heimsækja Red Rocks Amphitheater einu sinni enn, það er alltaf jafn ólýsanlegt að koma þangað.. Síðan skiluðum við bílnum.. ég hafði keyrt 1.354 mílur eða 2.223 km.. Flug heim frá Denver er alltaf tiltölulega snemma að deginum.. og næturflug heim..
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2023 | 12:43
Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Mig hafði langað að fara í þessa ferð, en hélt ég kæmist ekki.. en svo kom lausnin upp í hendurnar á mér.. ég fór heim einum degi fyrr, svo ég kæmist il USA 1.okt..
Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í kórferð og aðeins í 3ja sinn á æfinni sem ég fer í hópferð.. Flugið var eldsnemma.. Við lentum á London Heathrow um hádegið, síðan tók við um 2ja tíma keyrsla til Bristol. Við tékkuðum okkur inn á The Grand.. Við Auður vorum saman í herbergi.. við fórum saman út að borða og sofnuðum snemma.. enda vöknuðum við um miðja nótt fyrir flugið..
30sept.. Í dag er heimferðardagur hjá mér.. Það tók mig 2 mín að pakka.. ég var búin að sigta út að taka lest Bristol - Heatrow kl 14.. en af því að það er sama hvar maður hangir.. þá rölti ég af stað kl 12.. Með útúrdúrum var ég ca hálftíma að ganga á lestarstöðina með töskuna í eftirdragi.. þar uppgötvaði ég að það var helmingi ódýrara að kaupa miðann á netinu.. svo ég gerði það..
Ferðin á flugvöllinn tók óvænta stefnu.. bara gaman að þessu eftir á, af því að ég hafði nógan tíma.. Ég sem sagt setti í leit að kaupa lestarmiða frá Bristol til Heathrow.. og kaupi hann á netinu á lestarstöðinni.. Síðan sýni ég verðinum miðann í símanum svo ég komist í gegnum hliðið og hún vísar mér á brautarpall 15.. 13:30 lestin (express) kom fljótlega og ég um borð.. Eftir um tveggja tíma ferð enda ég á Paddington station.. sem er endastöð..
Flugið heim var kl 22:30 og ég lenti um miðnætti heima..
25.11.2023 | 12:25
Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
Ég fór ein út, enda skreppiferð í eitt maraþon og mikil keyrsla fram og til baka.. Ég flaug til Baltimore MD og gisti í útjaðri borgarinnar.. Daginn eftir keyrði ég til Erie en það var 6 tíma keyrsla.. Erie stendur við sama vatn og Niagara fossarnir renna úr.. Hinu megin við vatnið sást til Kanada..
9.sept.. Ég sótti gögnin og ég fann að ég var að fyllast af kvefi..
10.sept.. skrifaði ég á facebook: Erie Marathon PA, í dag. Ég vaknaði kl 3:30.. og lagði af stað 2 tímum seinna, það voru 15 mílur á startið. Bílaröðin inn á bílastæðið var ekkert grín, ég var farin að halda að ég næði ekki hlaupinu.. enda um mílu ganga á startið og eftir að taka "síðasta piss".. þ.e. klósettröðina..
Daginn eftir keyrði ég aftur til Baltimore.. 408 mílur eða 670 km.. og flaug heim um kvöldið.. Sannkölluð maraþon hraðferð.
5.8.2023 | 14:33
Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
25.júlí.. keyrði Lúlli mig á völlinn.. ég átti kvöldflug út til Seattle.. 8 tíma flug og 7 tíma munur.. Ég var fljót í gegnum eftirlitið en þurfti að bíða klst eftir hótel-skuttlunni..
26.júlí.. átti ég flug um hádegi til Juneau í Alaska, flugið var rúmir 2 tímar og 1 tími í tímamun bættist við.. ég var ekki með bílaleigubíl svo ég samdi við leigubílsstjórann um keyrslu í maraþonið..
27.júlí.. auðvitað vaknaði ég um miðja nótt.. og ekki vandamál að mæta kl 6 am í maraþonið til að fá númerið mitt.. Hlaupið var ræst kl 7.. mér gekk ágætlega.. ég var svo heppin að sjá 2 birni og ná mynd af þeim í húsagarði hinu megin við götuna.. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé birni í náttúrunni..
Þar sem ég var mætt tímanlega.. settist ég niður og tók því rólega.. þegar ég stóð upp klst síðar gat ég varla gengið og þurfti að útskýra fyrir fólkinu í eftirlitinu að ég væri ekki fötluð, ég hafi bara verið að hlaupa.. ég átti kvöldflug til Seattle og tapaði 1 klst, þannig að ég lenti þar um miðnætti.. tók skuttlu á hótelið og datt í rúmið án þess að fara í sturtu..
29.júlí.. tékkaði ég mig út og tók skuttluna kl 11 upp á flugvöll.. flugið heim var kl 15:50, næturflug eins og alltaf.
30.júlí.. lent kl 6 am og ég ósofin.. svo ég lagði mig fram að hádegi..
já góðan daginn.. held að þetta hafi verið síðasta hraðferðin mín..
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.9.2023 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2023 | 13:19
Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
Þetta var hlaupaferð.. og allt snérist í kringum hlaupin.. en takmarkið var að fara 6 maraþon.. já góðan daginn og undirbúningurinn var nær enginn.. ég var komin upp í rúma 5 km skokk..
29.maí... Við flugum til Baltimore, sóttum bílinn og gistum nokkuð nálægt..
30.maí... keyrði ég til Delaware þar sem fyrsta hlaupið er.. til að Lúlli þurfi ekki að hanga í bílnum á meðan ég er í hlaupunum, bókaði ég minnst 2 nætur á hverjum stað og ég keyrði frekar lengra í hlaupin..
31.maí... Fyrsta maraþonið í ferðinni... í Lums Pond State Park.. vaknaði kl 3am, lagði af stað kl 4am.. 20 mín keyrsla á startið sem var kl 5am.. Leiðin var ágæt og hiti þolanlegur.
1.júní... Næsta maraþon var í Fair Hills Elkton Maryland.. Lúlli fékk að vera lengur á hótelinu og beið síðustu 2 tímana í lobbýinu.. Ég vaknaði kl 3, fór kl 4 og hlauðið ræst kl 5.. Þessi leið var mun erfiðari, meiri brekkur, hiti og nær enginn skuggi.. Þegar ég hafði sótt Lúlli keyrði ég til Pennsylvaníu..
2.júní... Í dag ætlaði ég að fara þriðja maraþonið í Douglasville PA.. en hætti við, það áttu að vera fleiri brekkur og í dag var meiri hiti.. Við tókum það því rólega í dag..
3.júní... Mig langaði að sjá frelsisbjöllu Bandaríkjanna í Philadelphiu.. Liberty Bell. Þangað keyrði ég áður en við héldum áfram ferðinni.. það var múgur og margmenni að skoða gripinn en þetta tók samt ekki langan tíma.. Líklega keyrði ég um 500 km þennan dag því næst gistum við í Rensselaer rétt við Albany..
4.júní... Við skoðuðum okkur um, tókum það rólega, fórum í búðir og dúlluðum okkur.. en ég hafði misreiknað næturnar svo við urðum að kaupa okkur eina gistingu í viðbót..
5.júní... Við færðum okkur á hótel í Albany..
6.júní... Ferðinni var haldið áfram.. ég keyrði til Claremont í New Hamshire.. og nú tók ég 3 nætur til að Lúlli gæti verið á hótelinu..
7.júní... keyrði ég á startið á tveim næstu hlaupum.. því ég er alltaf að keyra í niðamyrkri í þessi hlaup og betra að hafa staðsetninguna á hreinu..
8.júní... vaknaði kl 3, lagði af stað kl 4 og hlaup ræst kl 5.. Þetta maraþon var í 30 mín fjarlægt, í næsta fylki, Vermont.. Leiðin var ágæt, engar brekkur, meðfram á..
9.júní... sama í dag, vaknaði kl 3, þó það væru 5 mín keyrsla á start, því við þurftum að taka allt dótið, tékka okkur út og Lúlli varð að bíða á startinu á meðan ég var í hlaupinu.. Eftir hlaupið keyrði ég til Wells í Maine.. Í þessu hlaupi var ein brött og erfið brekka sem gerði mér lífið leitt 16 sínnum.. ég var orðin aum ofan á ristum og framan á leggjum..
10.júní... Ég hafði haft hótel í 6 mín fjarlægt.. en fékk afboðun vegna viðgerða, þannig að rétt fyrir brottför fékk ég hótel í 30 mín fjarlægð.. þess vegna var sama rútína, vakna kl 3, fara kl 4 og start kl 5am.. L'ulli kom með, vildi ekki hanga á hótelinu.. Ég píndi mig í gegnum þetta.. var kominn með þvílíkan þrýsting á fæturnar, bólgna ökkla og aum upp að hnjám.. en náði að klára.. Ég komst síðan að því þegar ég kom heim að ég var með sinaskeiðabólgu, það marraði í vöðvunum framan á fótunum, og var ég verri á hægra fæti sama og ég ökklabrotnaði á fyrir tveimur árum.
11.júní... Það var komið að heimferð.. og 2-3ja tíma keyrsla til Boston.. Við Stoppuðum einhversstaðar á leiðinni, fengum okkur að borða og skiluðum bílnum í flugstöðinni.. Þeir voru svo almennilegir hjá Dollar að þeir keyrðu okkur á bílnum upp að brottfararsalnum.. Flugið heim var kl 20:50.. og það tók á þrýstinginn á fótunum.. Vélin lenti um kl 6 um morguninn og sonurinn sótti okkur... Allt er gott þegar allt hefur gengið vel og allir komnir heilir heim..
Við keyrðum um MD, DE, PA,NY, NJ, MA, VT, NH og ME
Maraþonin voru í DE, MD, VT, NH og ME
Ég keyrði 1.122 mílur eða 1,843 km í þessari ferð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2023 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2023 | 18:21
Washington DC 23-31.mars 2023
23.mars.. Ég fór ein út enda var þetta eingöngu hlaupaferð og mikil keyrsla. Ég lenti í DC, fékk ágætan bíl og átti hótel í innan við klst fjarlægð.. næstu 2 daga voru langar keyrslur suður til Seneca í Suður Carolínu..
26.mars.. Brekkumaraþon í Seneca S-Carolina í dag.. ekki óvön því.. en það hafðist Eftir hlaupið keyrði ég 90 mílur eða um 145 km til North Carolina þar sem næsta maraþon er..
27.mars.. Marflatt maraþon í Mills River N-Carolinu.. í dag. Eftir maraþonið var 4 klst keyrsla norður, yfir Virginiu og inn í W-Virginiu.. um 220 mílur eða um 360 km.. það var æðislegt að komast í bað og í rúmið.. Ég á hótel hér í 4 næstur og get tekið 2 maraþon, 2 fylki hér, því fylkismörkin liggja við hlaupaleiðina..
29.mars.. Annað brekkuhlaup, Maraþon Bluefield í W-Virginu.. WV er Mountain MAMA.. söng John Denver.. Þetta var erfitt, fæturnir ekkert nema blöðrur en ég var ákveðin að fara daginn eftir.. svo ákveðin að ég þorði ekki úr sokkunum og svaf í þeim..
30.mars.. Um morguninn fór ég í morgunmat, var sennilega komin með vökvaskort því ég drakk of mikið af safa, vatni og kaffi og fékk heiftarlega í magann.. og hætti við hlaupið..
31.mars.. ég hafði lofað Indverja að vera samferða mér til DC.. ég hafði hins vegar ekki gert mér alveg grein fyrir hvað ég þyrfti að fara snemma af stað.. þegar ég lofaði því og tíminn var alltaf að færast fram.. Það endaði með því að ég þurfti að vakna kl 2am og við vorum lögð af stað kl 3 um nóttina.. því hann ætlaði að fá fluginu sínu breytt og þurfti að vera mættur milli 8 og 9 á völlinn..
Ferðin var á enda, 8 dagar... næturflug kl 20:35 til Íslands
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2023 | 00:13
Annáll fyrir árið 2022
TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT
ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2022
Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri)... Emilía Líf er 11 ára í dag, nýjársdag 2023... en fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.
STARFIÐ
Í covid var ég dugleg að setja myndbönd á netið og þá varð til myndband hjá mér sem ég nefndi ,,Heima með presti".. og í lok janúar ákvað ég að setja inn efni vikulega og tala út frá þema sunnudaganna í kirkjuárinu.. Í júlí fór ég í þriðja sinn og messaði í Hóladómkirkju.. Ég var atvinnulaus mest allt árið.. sótti um nokkrar prestsstöður á árinu án þess að fá.. minnistæðasta viðtalið við sóknarnefnd var þegar ég var í USA, og stoppaði í Walmart til að komast á netið, svaraði spurningum nefndarinnar og var með hugvekju í gegnum símann.. Um sumarið leysti ég af í Lágafellsprestakalli, Mosó.. I LOVED IT.
FJÖLSKYLDAN
Mamma fékk heilablóðfall í nóv 2021 og hefur verið bundin við hjólastól síðan því mátturinn hefur lítið komið til baka.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. en stærsti viðburðurinn var brúðkaup Lovísu og Gunnars á menningarnótt. Ég fékk þann heiður að gefa þau saman á heimili þeirra í Mosó.. og af því tilefni komu Bryndís Líf og Jarle með stelpurnar til landsins.. Nokkru síðar trúlofuðust Helga og Gunnar.. Í haust fengum við þær sorglegu fréttir að María Mist hefði greinst með MS sjúkdóminn.. og er hún í bænum okkar allra.
FERÐALÖG
Það er sagt að árin fari að hlaupa eftir miðjan aldur.. það er rétt, ég man ekki eftir öðrum eins hraða á neinu ári.. Eftir að hafa ekki getað ferðast í 2 ár, komst ég loksins í hlaupaferð í mars, flaug til Orlando og keyrði til Alabama.. það setti allt í ferðagírinn og ég fór reglulega erlendis að hlaupa.. Í Covid urðum við Lúlli að fresta ferð með Völu og Hjödda til Zion Utah, en við komumst í þessa ferð í lok sept. Ferðin var frábær.. og árið í alla staði gott. Þá má bæta við að ég fór tvisvar með Hörpu í tannlæknaferð til Budapest.
HREYFING
Ég hljóp 10 maraþon á þessu ári.. Ég átti aðgang í 2 maraþon frá síðasta ári sem hafði verið frestað, eins og t.d. Tokyo, sem var frestað aftur og átti ég aðgang í mars 2023. Ég átti bæði aðgang í Anchorage í Alaska og í Reykjavík.. en bæði maraþonin lentu á menningarnótt og ég valdi brúðkaupið AÐ SJÁLFSÖGÐU.. Við Vala hjóluðum, gengum og skokkuðum á árinu, mest úti í náttúrunni kringum Ástjörn og Hvaleyrarvatn.. Ég tók ratleikinn öll 27 spjöldin með systrunum.. Matthías, Indía og Mikael urðu léttfetar.
https://www.youtube.com/watch?v=oRE-mfVP7h8
GLEÐILEGT ÁR 2023
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2022 | 18:45
Budapest 13-27.okt 2022
Við Harpa vorum að fara í seinni tannlæknaferðina.. Fyrri ferðin gekk vel hjá mér, en var auðvitað áfall fyrir Hörpu að lenda í Hjalta og Íslensku Klínikinni.. og ótrúlegt að Hjalti, Íslenska Klínikin segist hafa kært Hörpu fyrir tilraun til fjárkúgunar því hún vill að Klínikin greiði það sem kostaði að laga mistökin eftir þá... Þetta hefur komið fram í Fréttinni, DV og Mannlífi..
Við höfum hins vegar fengið frábæra þjónustu hjá Helvetic Cliniks.. sem er með vottun valin besta tannlæknastofan í Evrópu og 5. besta í heimi..
Bara til að upplýsa vinnubrögðin í Budapest, þá fær maður tilboð þar sem hver tönn hefur sérstakt númer og sunduliðaðan kostnað.. og því auðvelt að reikna út hvað kostar að gera við hverja tönn..
Við Harpa tókum AirB&B í þessari ferð, litla íbúð við göngugötuna og í uþb km fjarlægð frá stofunni... Við keyptum okkur oft morgunmat á hótelinu þegar við áttum tíma snemma. Við skoðuðum kirkjur, Hospital in the Rock og fl.. Einn dag þegar við áttum ekki tíma skelltum við okkur með lest til Bratislava í Slóvakíu.. Þar skoðuðum við Bratislava kastala, borðuðum, versluðum og tókum lestina til baka..
Síðasti tíminn hjá mér var fyrir hádegi sama dag og við fórum heim.. en þann dag var ég búin að vera 1 mán í burtu fyrir utan 1 dag (12.okt) sem ég var heima milli ferða.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2022 | 18:16
Nevada - Utah - Arizona 27.sept til 11.okt 2022
27-30.sept...
Þetta er fyrsta ferðin sem Lúlli fer í eftir Covid. Við, Vala og Hjöddi verðum úti í 2 vikur. Við millilentum í New York á leiðinni til Las Vegas.. Við fengum þennan fína van hjá FOX svo það fór vel um okkur.. Við gistum fyrstu 3 næturnar á Golden Gate Hotel í miðbænum.. Fyrst var að jafna sig eftir flugið, versla vatn og fleira. Við skoðuðum útilistaverk sunnan við Las Vegas.. heimsóttum Lilju en 30 sept keyrum við til Utah.. á leiðinni skoðuðum við Valley of Fire..
30.sept- 2.okt
Við tékkuðum okkur inn á Quality Inn, ég sótti númerið, ath aðstæður og gerði mig klára fyrir maraþonið 1.okt. en þetta varð með erfiðustu maraþonum sem ég hef farið.. en allt um það á byltur.blog.is.. Daginn eftir keyrðum við til Hurricane UT en þar gistum við í 5 nætur
2-7.okt ZION þjóðgarðurinn - Norður Rim Grand Canyon
Það leit ekki vel út með veður fyrsta daginn en við keyrðum í þjóðgarðinn, keyrðum að norður innganginum, og skoðuðum snarbrött fjöllin, fórum í gegnum göng.. veðrið lék við okkur.. Daginn eftir fórum við Vala bara tvær, eldsnemma með nesti og gengum NARROWS en eftir ca 2 km göngu í vatninu, gáfu vaðskór Volu sig, botnarnir losnuðu í sundur.. og hún varð að skipta yfir í strigaskóna... við fórum aðeins lengra en snérum síðan við... tókum rútuna til baka og fórum út til að ganga ANGELS LANDING.. Veðrið var ótrúlega flott.. en engin myndavél mun nokkurntíma ná að fanga þessa dýrð.. Daginn eftir notuðum við til að keyra að norður-rim Grand Canyon, því strákarnir höfðu bara komið á suður-rimina. Við notuðum tækifærið að skoða Angels Window og fleira sem var við Cape Royal en sá vegur var lokaður þegar við Vala vorum þarna í gönguferðinni 2019.. Síðasta daginn í Zíon notuðum við til að fara með strákana í þann hluta garðsins þar sem við gengum.. Daginn eftir keyrðum við til Las Vegas.
7-8.okt N-Las Vegas
Við tékkuðum okkur inn á hótel, fórum í búðir og út að borða, á morgun keyrum við norður til Beatty, skoðum útilistaverk, gamla námubæi, Alian Center og fleira..
8-9.okt Beatty
Við gistum í Beatty, fr´bært hótel, lítll og fallegur bær, við borðuðum kvöldmat úti á rómantískum veitingastað, frábæra steik. daginn eftir keyrðum við áfram norður, sáum fleiri námubæi, skoðuðum International Car Forrest, keyrðum suður heimsóttum Alian Bar og Arial 51.. þetta var langur hringur.. þó nokkur keyrsla en við komum aftur til Las Vegas seinnipartinn..
9-11.okt Las Vegas - Hótel Rio
Eftir Covid er manneklan þvílík að það tók 3 klst að tékka okkur inn á Ríó.. Hótelið er flott, það vantar ekki, góð herbergi og allt til fyrirmyndar, en við hefðum ekki haldið þessa innritun út ef við hefðum verið að koma úr flugi.. Við hvíldum okkur, borðuðum úti, versluðum og pökkuðum.. Ferðin velheppnuð en er að verða búin..
11.okt.. Við tékkuðum okkur út snemma, ég skilaði bílnum, við áttum flug um hádegið til New York og næturflug heim um kvöldið... Lentum í Keflavík um kl 9 daginn eftir... 12.okt.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2022 | 15:53
Budapest 30.júní - 9.júlí 2022
Við Harpa fórum í tannlæknaferð til Búdapest, hún var að fara í fjórða sinn... vegna mistaka hjá Íslensku Klínikinni þar og er nú komin á nýja stofu í miðborginni... Við flugum með Wizz air og Harpa var með leikskólatösku fyrir mömmu svo mér myndi ekki leiðast í fluginu... ekkert sjónvarp...
Ferðin heppnaðist í alla staði mjög vel... við áttum oft tíma til skiptis og fórum seint út einhverja daga en við náðum að skoða heilmikið ma 9 kirkjur... við versluðum eitthvað smá og fórum eitt kvöld í óperuna að sjá Grímudansleikinn eftir Verdí.
Helvetica klinic var með tannlæknastofur á fyrstu hæð og hótel á efri hæðunum... þetta var mjög þægilegt. Við eigum eftir að fara aftur eftir ca 3 mán.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2022 | 23:46
PA, NJ, CT og MA, 3-10.júní 2022
3.júní
Já ég er á leiðinni út, átti pantað covid test kl 9... og það má segja að það hafi verið forskriftin að ferðinni... að pöntunin fannst ekki, en ég gat skráð mig í annað test. Það tók síðan 20 mín að fá niðurstöðuna og þá brunuðum við upp í flugstöð... Auðvitað lenti ég aftast í röðinni og ég var 1 tíma og 40 mín í röð að tékka mig inn, síðan var það bara sprettur í vélina... Flugið var fínt, gott að ferðast með UNITED AIRLINES, tvisvar matur á leiðinni og góð þjónusta... Þegar ég mætti á AVIS bílaleiguna... fannst pöntunin ekki... en svo fannst hún á leigu úti í bæ??? og ég sem tékkaði í boxið -airport-
Ég lagði af stað kl 3:15 til að hafa tímann fyrir mér að finna staðinn í New Jersey... early start kl 5... þessir garðar geta verið erfiðir í myrkri... en þó ég keyrði um í rúman klukkutíma um garðinn, fann ég ekki fólkið... ég var farin að halda að það væri ekki réttur dagur... kl 5:15 datt mér í hug að keyra upp að einhverju hóteli í næsta bæ og vona að þar væri net án lykilorðs... þá sendi ég skilaboð... ég finn ykkur ekki í Stokes State Forest park!... svar: við erum í High Point... 13 mílur í burtu... Ég keyrði eins og MANIAC og mætti 40 sek fyrir venjulegt start... kl 6... já og eigum við eitthvað að ræða 108 brekkur, já einmitt, þetta var skráð ,,hilly"...
Ég skipti um hótel... keyrði til Holyoke MA fyrir síðasta maraþonið í ferðinni...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2022 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2022 | 22:40
Missouri - Oklahoma 11-17.maí 2022
Ég fór ein út, enda hlaupaferð, millilenti í New Jersey og flaug þaðan til Kansas City... Þetta var langur dagur því biðin á vellinum í NJ var rúmir 8 tímar... lenti um miðnætti í Kansas, og búið að loka á bílaleigunni... þegar ég var komin á hótelið hafði ég vakað í 23 tíma...
Skuttlan fór með mig aftur upp á flugvöll, ég náði í bílinn og keyrði út úr Missouri, yfir horn af Kansas og suður til Miami Oklahoma... 180 mílur eða 290 km... nú bættist við klst munur við Ísland. Ég þurfti að tékka mig út um nóttina fyrir maraþonið... garðurinn sem brautin var í hafði verið á kafi fyrir viku, því áin flæddi rækilega yfir bakkana... það var heitt en skýjað og við fengum einn rigningarskúr...
Strax eftir hlaupið keyrði ég norður til St Joseph í næsta maraþon... og á leiðinni var keyrt aftan á mig... það stoppuðu bílar fyrir framan mig, ég gat stoppað en bíllin fyrir aftan mig lenti á mér... þetta ferli tók þó nokkurn tíma, lögreglan kom ekki því enginn slasaðist og bílar ökufærir... Ég fékk eins miklar upplýsingar hjá bílstjóranum og mér datt í hug að ég þyrfti... enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem keyrt er aftan á mig í USA... hafði samt smá áhyggjur að hafa ekki fengið nægar upplýsingar því lögreglan kom ekki...
Ég var því ekki vel sofin þegar ég mætti um miðja nótt í næsta maraþon... það var greinilega ekki minn dagur... og ekki sniðugt að fara maraþon tvo daga í röð án æfinga... það var heitt 93°F, rakt og nánast enginn skuggi... en ég þráaðist við að klára.
Flaug heim frá Kansas City með millilendingu í Newark NJ.
2 maraþon og keyrði 692 mílur eða 1.120 km
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007