Leita í fréttum mbl.is

Áramóta-annáll fyrir árið 2024

ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2024
TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT

Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins, á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri lang-afastrák) Emilía Líf er 13 ára í dag, nýjársdag 2025... fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi. Um áramótin var ég stödd í TEXAS en afi var heima á Íslandi svo ég frestaði að skrifa annálinn.

STARFIÐ
Ég var hætt að sækja um prestsembætti en var beðin um að leysa af í Skagafirði í nokkra mánuði. Ég byrjaði þar 1. febr og átti að vera út maí, það framlengdist fram yfir miðjan júní og svo aftur til loka ársins. Um haustið sótti ég um stöðuna á sunnanverðum Vestfjörðum og fékk.. Svo nýja árið byrjar þar. Ég hef ennþá haldið út að setja vikulega inn á Youtube "Heima með presti" efni tengt þema hvers sunnudags í kirkjuárinu. það efni er aldrei það sama og ég prédika þann sunnudag í kirkjunni. Efnið á netinu er meira til útskýringar á erfiðum textum. Í upphafi ætlaði ég að gefa þessu verkefni 1 ár en 30 jan nk verða komin 3 ár.  

FJÖLSKYLDAN
Mömmu hrakaði stöðugt og 7.jan 2024, rétt eftir að ég kom heim frá Orlando, lést hún á Hrafnistu og var jarðsett 24.jan. Nú hvílir hún á milli pabba og Ingvars bróður.  
Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. Svavar er í lögfræðinni og Lovísa er á stofu upp í Mosó. Vegna eldgosa á Suðurnesjum fluttu Tinna og Nonni tímabundið í íbúðina okkar á Völlunum en fengu íbúð í Ásbrú um haustið. Við Lúlli höfum verið að horfa í kringum okkur síðan fyrir Covid eftir heppilegri íbúð fyrir okkur og í sumar fundum við eina, sem við bíðum enn eftir að kaupa svo vonandi flytjum við á þessu ári.

FERÐALÖG
Síðasta ár hljóp hratt.. ég átti nokkarar ferðir uppi í hillu þegar ég réði mig í Skagafjörðinn með búsetu í húsi Bjarna Har á Sauðárkróki. Ég tók ratleikinn um sumarið en hlaupaæfingar duttu alveg niður vegna hásinameiðsla. Ég fór samt 4 ferðir til USA, fyrir utan ferðirnar sem ég var erlendis bæði áramótin. Á þessu ári náði ég að klára Ameríku í 3ja sinn (í annað sinn).. já, sjá byltur.blog.is

HREYFING
Ég náði aðeins 5 maraþonum á þessu ári í 4 ferðum. Ég fór oftar ein út enda eru hlaupaferðirnar hjá mér, bara flug, keyrsla, versla, borða, sofa og hlaupa.. og langbest að vera ein á ferð. Ég skokkaði framan af ári en svo rak ég hásinina í í stiganum og ætlaði aldrei að ná mér. Ég tók ratleikinn með systrunum og við syntum saman ef ég var fyrir sunnan á föstudegi.

GLEÐILEGT ÁR 2025 


Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024

Ég vissi að ég tæki smá áhættu að fljúga til Denver í nóvember, þess vegna var ég með tengiflug um kvöldið til Santa Fe New Mexico. En heppnin var ekki með mér.. aldrei þessu vant var ég hef skot fljót í gegnum eftirlitið.. en er strand, fluginu til Santa Fe er aflýst og það eina sem mér er boðið er flug snemma í fyrramálið.

Ég reyndi eins og ég gat að fá hótel á viðunnandi verði með skuttlu en það gekk ekki og ég tímdi ekki að borga 37-65 þús fyrir nokkra klst. Svo ég fór í gegnum eftirlitið, og fann mér sófa til að sofa á og það bættust svo fleiri á þetta ,,hótel" í United terminalnum.
Ég fékk síðan flug kl 8:15, sem tafðist um klst vegna biðraðar í afísun.. Flugstöðin í Santa Fe er með þeim minnstu sem ég hef séð og allt við hendina.
Ég fékk bílinn og keyrði til Farmington án þess að koma við í búð.
Náði í númerið og fékk pasta.. þá er bara að hvíla sig fyrir hlaupið daginn eftir.. já, maraþon eftir langt flug, tímamun, nætursvefn í flugstöðinni, annað flug og nokkurra klst keyrslu til Farmington sem er í mikilli hæð yfir sjávarmáli.. en þetta hafðist allt.

Daginn eftir hlaupið keyrði ég aftur til Santa Fe. Það skoðaði ég einstaka kirkju með frægum stiga. Þessi kirkja heitir Loretto Chapel, Santa Fe, Nm í dag, en þessi kirkja er fræg fyrir hönnun stigans upp á kirkjuloftið.. Hægt að finna greinar á netinu um hann.. hann sveigist tvisvar sinnum 360 gráður og hvorki naglar eða lím í honum. Verkfræðingar nútímans segja hann ráðgátu. Á veggjunum er píslargangan túlkuð í litlum höggmyndum.

Ég flaug frá Santa Fe til Denver kl 10:45. Sem betur fer mætti ég eldsnemma, skilaði bílnum, hafði bara keyrt um 500 mílur.. Ég var með allt of mikið í handfarangri en konurnar voru svo elskulegar að hleypa mér í gegn með þetta. Flugstöðin er lítil aðeins 2 hlið. Flugið tók 1 og hálfan tíma, síðan er 4 klst bið í flugið með Icelandair.. en allt eru þetta ævintýri. 

1 maraþon 
500 mílur í keyrslu eða 821 km.

 


Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024

Bíðarinn kom með mér í þessa ferð sem er til Portland Oregon, það er 8 tíma flug þangað. Ég fer ekki erlendis nema það sé maraþonferð og hann fer til að bíða eftir mér. Það voru bara nokkrar mílur á fyrsta hótelið. Daginn eftir keyrði ég 300 mílur til Pendleton OR þar sem ég ætlaði að taka fyrsta maraþonið af þrem í þessari ferð.. sem ég var búin að kaupa fyrir mörgum mánuðum.

21.sept var fyrsta hlaupið, ég vaknaði fyrir kl 3, start kl 5:30. Það var ískalt fyrstu klukkutímana en svo hitnaði. Leiðin var að mestu slétt með stöku skugga. Ég fann fyrir tognuninni í hásininni þó ég færi löturhægt.
Þaðan keyrði ég til Clarkston WA / Lewiston ID.. þ.e á fylkismörkum, þessir bæir heita eftir landkönnuðunum Lewis og Clark. Hér ætlaði ég að taka 2 maraþon, eitt hvoru megin við fylkis mörkin en ákvað síðan að vera vitur og ná mér í ökklanum fyrir næsta maraþon.

27.sept flugum við heim frá Portland. Mér tókst bara að fara eitt maraþon í þessari ferð en keyrði 801 mílu eða 1.315 km.


Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024

Bíðari nr 1 kom með mér í þetta sinn. Við lentum í Chicago á þjóðhátíðardegi hinnar þjóðar minnar. Við fengum glænýjan bíl, keyrður 7 mílur.. og nokkrar mílur á fyrsta hótelið. Getur það verið þægilegra. 
7. júli var ég mætt á startið í Hicksville Ohio. Maraþonið reyndist mér hrikalega erfitt. 
Startið var í björtu og hitinn reis hægt og rólega upp í 30°c og enginn skuggi á leiðinni. Malbikaðir stígar, hart undirlag..

Ég hafði tognað á hásin á hægra fæti fyrir þremur vikum og auðvitað tók það sig upp, það varð til þess að ég skekkti mig og þreyttist mjög í bakinu, og þegar maður er farinn að finna til þá hrannast upp önnur gömul og ný óþægindi. Ég fann fyrir öklabrotinu, grindarlosinu og kviðslitinu sem ég á eftir að láta laga og fann til í hægra hnénu sem ég datt á í síðustu viku í ratleiknum. Síðan fann ég að ég var að fá blöðru á hægri hælinn..
En ég kláraði DEAD LAST,BUT ALIVE.
Eftir hlaupið keyrði ég um 125 mílur til South Bend IN.. ákveðin að taka mér frí á morgun. Ég lagði af stað kl 5 tveim dögum seinna og ætlaði að þræla mér í heilt maraþon í Portage IN.. en sá að það var ekkert vit í því. Hásinin var helaum og ökklinn bólginn svo ég hætti eftir 10 km.. Það fór síðan þannig að ég tók ekki fleiri maraþon í ferðinni. Ég varð bara að bíta í það súra. 

12.júlí flugum við heim eftir að hafa keyrt um 5 fylki. OH, IA, MI, IN, IL og ég hlaupið eitt maraþon og 1x 10 km.

Keyrði 866 mílur eða 1.422 km



 


Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024

Ég fór ein út, lenti í Raleigh NC og gisti fyrstu nóttina í Salisbury. Næsta morgun keyrði ég frá Salisbury, suður NC, SC, GA og til Eufaula AL.. tók eitt stutt stopp á Rest Aríu í GA og annað stutt stopp í Walmart.. Maður verður að teygja úr sér. 

Ég ætla að taka 2 maraþon í þessari ferð, það fyrsta er á morgun í Efaula.. já eftir þessa löngu keyrslu, tímamun og flugþreytu..
Maraþonið var ræst kl 5:30 og það sem var verra, það hellirigndi. Ég keyrði frá Eufaula AL til Macon GA daginn eftir og gisti þar. Síðan keyrði ég til Bristol TN.

26.mars vaknaði ég kl 4 því startið var kl 6:30. Það var taka TVÖ til að klára
 AFTUR öll 50 fylkin í 3ja sinn.. já, ég var viss um að ég væri að klára þau í Richmond VA.. í nóv sl..
En R'n'R hlaupið í TN var ekki viðurkennt.. alltof margir voru neyddir til að stytta vegna hita.. og hvað gerir maður þegar maður fær slæmar fréttir - kaupir ferð til að klára þetta.. en ég verð að viðurkenna að það voru ekki sömu tilfinningar að klára núna og í Richmond.. það er ekki hægt að endurtaka sigurvímuna fyrir sama afrekið.. og það rigndi mest allan tímann.

Hin 49 fylkin voru samþykkt af The 50 State Marathon Club... svo nú er þetta staðfest.. og Mainly Marathon gefa þeim sem klára hjá þeim flottan viðurkenningar pening. 
Daginn eftir lagði ég af stað um hálf 9 og skilaði bílnum um kl 3.. ég fékk allar gerðir af veðri á leiðinni, sól, þoku og rigningu. Allt gekk vel og þakka Guði fyrir það 

Stórum áfanga náð.. ENN EINU SINNI.

2 maraþon
2 fylki, Alabama og Tennessee
Keyrði 1.402 mílur eða 2.302 km

Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024

Við ákváðum með nokkuð stuttum fyrirvara að skreppa til Orlando, en þá var svo dýrt að kaupa beint flug.. Svo við ákváðum að fljúga til Raleigh og keyra til Orlando. Bíllinn var líka helmingi ódýrari í Raleigh og kostaði ekkert að skilja hann eftir í Orlando.

Við lentum í Raleigh eftir 6 tíma flug.. og eftir 2 tíma lögðum við af stað.. ég keyrði í ca 2 tíma (130 mílur) suður til Dillon..

Við lögðum eldsnemma af stað daginn eftir enda voru 470 mílur (772 km) eftir til Orlando.. gegnum S-Carolínu og Georgíu.. við stoppuðum 2x til að teygja úr okkur og komum um kl 18 á hótelið.

Ég hljóp síðan 2 maraþon í Winter Park Orlando á gamla árinu og svo slöppuðum við af í nokkra daga. Við áttum síðan hálfgert næturflug til New York og morgunflug heim.. lentum rétt fyrir miðnætti heima.. 

2 maraþon 
??? km keyrðir


Áramóta annáll fyrir árið 2023

TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT

           ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2023

Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri lang-afastrák)... Emilía Líf er 12 ára í dag, nýjársdag 2023... fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.. Emilía er óvænt stödd á Íslandi en þá erum við í Orlando..

STARFIÐ
Ég var hætt að sækja um prestsembætti en sótti samt um nokkrar stöður.. sem ég fékk ekki en fékk þó nokkrar afleysingar á árinu. Ég er orðin í-HLAUPA-prestur. Ég var tvö tímabil, maí til ágúst og sept til nóv. í Njarðvík, 10 daga í sept í Vestmannaeyjum og viku á Patró í júlí. Ég hef haldið út að setja vikulega inn pistla tengda þema hvers sunnudags í kirkjuárinu á Youtube.. það efni er aldrei það sama og ég prédika þann sunnudag í kirkjunni. Efnið á netinu er meira til útskýringar á erfiðum textum og efni sem þykir ekki nógu jákvætt að prédika út frá..  

FJÖLSKYLDAN
Mömmu hrakar stöðugt og hefur verið bundin við hjólastólinn í 2 ár.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. Svavar er í lögfræðinni og Lovísa skipti um vinnustað, færði sig á stofu upp í Mosó. Í júlí bættist þriðja langömmubarnið mitt við.. þegar yngri dóttir Helgu og Nonni eignuðust dóttur.. ég fékk síðan að skíra hana í Víðistaðakirkju. Síðan var eitt stór-afmæli á árinu þegar einkasonurinn varð 40 ára í nóvember.

FERÐALÖG
Síðasta ár hljóp hratt.. enda röðuðust saman afleysingar, utanlandsferðir, æfingar, ratleikurinn og lífið sjálft. Ég fór samt 8 ferðir til USA og í kórferð til Bristol með kór Víðistaðakirkju. Ég hafði átt 13 fylki eftir til að klára Ameríku í 3ja sinn og taldi mig hafa klárað í Richmond í Virginu... en NEI.. sjá byltur.blog.is

HREYFING
Ég hljóp 16 maraþon á þessu ári.. í hinum ýmsu fylkjum, og fór oftast ein út enda eru hlaupaferðirnar hjá mér, bara flug, keyrsla, versla, borða, sofa og hlaupa.. og langbest að vera ein á ferð. Við Vala vorum duglegar að hreyfa okkur, ganga, skokka og hjóla.. Ég tók ratleikinn með systrunum og við syntu áfram á föstudögum.. Langömmu stelpurnar mínar komu óvænt frá Noregi í sumar og við tókum nokkur spjöld í ratleiknum saman. 


GLEÐILEGT ÁR 2024 


Virginia 9-20.nóv 2023

Sögulegum áfanga verður náð í þessari ferð.. en ég mun hlaupa maraþon í Richmond í Virginiu á laugardag.. og klára þá öll 50 fylkin í 3ja sinn.

9.nóv.. Flugið til Baltimore var 6 tímar.. við flugum yfir Grænland.. við vorum nokkuð fljót í gegnum eftirlitið og þurftum ekki að bíða lengi eftir rútunni á bílaleiguna..
Hún var hins vegar yfirfull, fólk stóð og þegar bílstjórinn þurfti snögglega að hemla, hentist kona á göngugrindina hans Lúlla og braut pokann af henni.. á bílaleigunni tók tíma að fá réttu manneskjuna á staðinn að taka skýrslu..
Við fengum loksins bíl og vorum að fara þegar ég uppgötvaði að hann var rafmagnsbíll, ég snéri við, vil ekki rafmagnsbíl.. fengum annan, vorum komin að slánni.. þegar það kom viðvörunarljós í mælaborðið.. snéri við og fékk þriðja bílinn.. myndaði skemmdir og að það vantaði bensín á hann en við komumst af stað.. Klst keyrsla á hótelið, þar sem pöntunin fannst ekki og kostaði yfir klst samtal við hotels.com sem er nú lika orðið expedia og eitthvað annað.. O boy, hvað ég var þreytt þegar ég komst í rúmið..

10.nóv.. Ég sótti gögnin fyrir hlaupið og undirbjó að vakna um miðja nótt til að fara í hlaupið.. 
 
11.nóv.. Vá.. Richmond Virginia.. síðasta fylkið.. Mér tókst það.. er samt ekki alveg búin að ná þessu.. að ég hafi klárað í 3ja sinn ÖLL 50 FYLKI USA.. ótrúlegt.. eftir ca 150 flugferðir til USA, mörg hundruð hótelgistingarnar og tugþúsundir mílna keyrslu.. þá er þessu takmarki náð. Og Kananum finnst þetta svo stórmerkilegt því ég hef aldrei búið í USA.
Ég var alveg óvænt tekin í viðtal við CBS12 fréttastöðina fyrir maraþonið.. 
 
12-20.nóv.. létum við fara vel um okkur, vorum 3 daga í Aberdeen í Maryland og 4 daga í Cherry Hills í New Jersey.. en 20.nóv þaðan keyrðum við til Baltimore.. í flug heim.

M I S S I O N    A C C O M P L I S H E D  ✔️

 


Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023

Ég hafði lent um miðnætti frá Bristol.. fór strax að sofa.. vaknaði síðan snemma til að pakka fyrir næstu ferð.. en við vorum keyrð í Kefl rétt eftir hádegið..

1.okt.. Við lentum eftir 8 tíma flug.. kl 19 að staðartíma í Denver, komumst fljótt og vel í gegnum eftirlitið, fengum bílinn og keyrðum um 110 mílur til Sterling.. ég hef sjaldan átt eins erfitt með að halda mér vakandi á keyrslunni..

2.okt.. Við kíktum í búðir í dag, ég sótti númerið fyrir næstu hlaup.. það var hlýtt úti, smá vindur og síðdegis komu nokkrir dropar..

3.okt.. 
Við lögðum af stað um 7 am.. enda 336 mílur (552 km) til Sundance WY.. Leiðin lá að mestu um sveitir, þar sem steikurnar voru á beit báðum megin við veginn.. Fengum rigningu á stöku stað, á köflum eða í grennd!!!Stoppuðum 2 - 3svar sinnum á leiðinni.. Maraþon hér á morgun.

4.okt.. Maraþon í Sundance WY.. hæð yfir sjávarmáli var yfir 1500m.. nánar um það á hinu blogginu... 

5.okt.. Okkar næst-elsta á afmæli í dag.. og hún hefur fengið kveðju frá okkur gömlu... Ég svaf óvenju lengi.. Hvílíkur lúxus að þurfa ekki að keyra langt eftir maraþon.. eða vakna um miðja nótt til að fara strax í annað.. ég á frí í 2 daga.. Það var stutt keyrsla í dag frá Sundance WY til Belle Fourche SD.. með viðkomu í Spearfish.. Við heimsóttum Center of the Nation miðstöðina og stóðum á landfræðilegri miðju USA í þriðja sinn á ævinni.. 

6.okt.. Ingvar bróðir hefði orðið sjötugur í dag, blessuð sé minning hans.. Við lögðum af stað um kl 7 frá Belle Fourche.. þá var 3ja stiga FROST.. ekki eftir neinu að bíða.. og við erum hvort sem er alltaf á kolvitlausum tíma.. ég keyrði í norður, út úr Suður Dakota, yfir horn af Wyoming og inn í Montana.. það var 3ja tíma keyrsla til Baker.. við stoppuðum lítið á leiðinni.. Steikur á beit á miklum sléttum og dádýr innan um.

Við hefðum getað tekið krók til Rapid City og kíkt á forsetana í fjallinu og Crazy horse.. en við höfum komið þangað 3svar.. það voru myndir af þeim á hótelinu.. eða tekið krók í hina áttina til Devils Tower en við höfum líka verið þar áður.. það er aldrei að vita hvað við gerum á leiðinni til Denver á sunnudag..

7.okt.. MARAÞON Í BAKER MONTANA Í DAG.. Hæð yfir sjávarmáli 1000m, nánar um það á hlaupa-blogginu. Montana ✔️ 1 fylki eftir í 3ja hring um USA..

8.okt.. 
Við vöknuðum snemma og lögðum að stað til Denver kl 6:30.. enda 585 mílur þangað.. með útúrdúrum 610 mílur..(1000 km).. Á svona langri keyrslu er nauðsynlegt að stoppa öðru hverju.. taka myndir, teygja úr sér og borða.. dagurinn var sólríkur, nautasteikur og bambar á beit.. Devils Tower var á sínum stað.. Walmart og Golden Corrall.
Þegar við komum á hótelið fannst pöntunin ekki.. svo ég varð að hafa samband við Hotels.com það tók smá stund en þessu var kippt í liðinn..

9.okt.. Heimferðardagur.. við ákváðum að heimsækja Red Rocks Amphitheater einu sinni enn, það er alltaf jafn ólýsanlegt að koma þangað.. Síðan skiluðum við bílnum.. ég hafði keyrt 1.354 mílur eða 2.223 km.. Flug heim frá Denver er alltaf tiltölulega snemma að deginum.. og næturflug heim..

Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023

Mig hafði langað að fara í þessa ferð, en hélt ég kæmist ekki.. en svo kom lausnin upp í hendurnar á mér.. ég fór heim einum degi fyrr, svo ég kæmist il USA 1.okt..

Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í kórferð og aðeins í 3ja sinn á æfinni sem ég fer í hópferð.. Flugið var eldsnemma.. Við lentum á London Heathrow um hádegið, síðan tók við um 2ja tíma keyrsla til Bristol. Við tékkuðum okkur inn á The Grand.. Við Auður vorum saman í herbergi.. við fórum saman út að borða og sofnuðum snemma.. enda vöknuðum við um miðja nótt fyrir flugið..

28.sept.. Það var klst keyrsla til Cardiff höfuðborgar Wales.. en þar byrjuðum við á að finna kirkju til að kanna hljómburðinn þar.. Síðan splittaðist hópurinn í hinar ýmsu verslanir, kastala og fleira.. kl 17 var keyrt til baka, nú er að finna sér matsölustað.. Við Auður fórum með verslunina á hótelið, borðuðum á Diner.. og fengum okkur þennan flotta eftirrétt... 

29.sept.. Í dag var frjáls dagur.. Fann ekkert sem mig langaði í í Primark.. ráfaði um í einhverja klst.. kíkti á John Vesley, sem ég man eftir að hafa lesið um í guðfræðinni..
Við Auður fengum okkur snarl og fórum í St John.. The church on the wall.. en um kvöldið héldum við tónleika kl 19:30 í St Albans kirkju.. þeir tókust mjög vel og ágætis aðsókn.. við sungum síðan síðasta lagið með kór kirkjunnar.. 

30sept.. Í dag er heimferðardagur hjá mér.. Það tók mig 2 mín að pakka.. ég var búin að sigta út að taka lest Bristol - Heatrow kl 14.. en af því að það er sama hvar maður hangir.. þá rölti ég af stað kl 12.. Með útúrdúrum var ég ca hálftíma að ganga á lestarstöðina með töskuna í eftirdragi.. þar uppgötvaði ég að það var helmingi ódýrara að kaupa miðann á netinu.. svo ég gerði það..
Lestarstöðin og lestin hafa gestanet.. svo ég hélt mig vera í góðum málum..

Ferðin á flugvöllinn tók óvænta stefnu.. bara gaman að þessu eftir á, af því að ég hafði nógan tíma.. Ég sem sagt setti í leit að kaupa lestarmiða frá Bristol til Heathrow.. og kaupi hann á netinu á lestarstöðinni.. Síðan sýni ég verðinum miðann í símanum svo ég komist í gegnum hliðið og hún vísar mér á brautarpall 15.. 13:30 lestin (express) kom fljótlega og ég um borð.. Eftir um tveggja tíma ferð enda ég á Paddington station.. sem er endastöð..
Já, ég tala strax við starfsmann að mér hafi verið bent á rangan brautarpall.. mér er bent á að fara á næsta pall.. þar muni næsta lest koma og fara til Heathrow.. starfsmanninum þar fannst farið grunsamlega ódýrt.. og vildi skoða miðann betur.. þá hafði ég keypt miða í rútu.. Góðan daginn.. Þá tók ég Elizabeth Line.. borgarlínuna áfram.. já mín var bara búin að svindla sér með hraðlestinni..

Flugið heim var kl 22:30 og ég lenti um miðnætti heima..

Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023

Ég fór ein út, enda skreppiferð í eitt maraþon og mikil keyrsla fram og til baka.. Ég flaug til Baltimore MD og gisti í útjaðri borgarinnar.. Daginn eftir keyrði ég til Erie en það var 6 tíma keyrsla.. Erie stendur við sama vatn og Niagara fossarnir renna úr.. Hinu megin við vatnið sást til Kanada..

9.sept.. Ég sótti gögnin og ég fann að ég var að fyllast af kvefi..
10.sept.. skrifaði ég á facebook: Erie Marathon PA, í dag. Ég vaknaði kl 3:30.. og lagði af stað 2 tímum seinna, það voru 15 mílur á startið. Bílaröðin inn á bílastæðið var ekkert grín, ég var farin að halda að ég næði ekki hlaupinu.. enda um mílu ganga á startið og eftir að taka "síðasta piss".. þ.e. klósettröðina..

Hlaupið var á lítilli eyju í sama vatni og Niagara fossarnir renna úr.. brautin var 2 hringir.. Ég get ekki sagt að hún hafi verið spennandi, hlaupið eftir veginum og stór tré báðum megin hálfa leiðina.. Þegar ég fór seinni hringinn var búið að hreinsa allt í burtu, bæði drykkjarstöðvar og mílumerki.. en þjónustulundin var dásamleg, reglulega var spurt hvort mig vantaði eitthvað.. ískalt kók, vatn eða eitthvað að borða..Í mark komst ég, og fékk síðan far á bílastæðið..
Takk Jesús ❤️❤️❤️
Pennsylvania ✔️
3 fylki eftir í 3ja hring um USA ✔️

Daginn eftir keyrði ég aftur til Baltimore.. 408 mílur eða 670 km.. og flaug heim um kvöldið.. Sannkölluð maraþon hraðferð.

Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023

Þessi ferð var HRAÐFERÐ til Alaska.. inn og út úr landinu.. og eftir að ég kom heim hugsaði ég að nú væri ég orðin of gömul fyrir hraðferðir.. Þetta var þriðja ferðin mín til Alaska. Ég hef farið 2x til Anchorage en aldrei til Juneau sem er höfuðborg Alaska.

25.júlí.. keyrði Lúlli mig á völlinn.. ég átti kvöldflug út til Seattle.. 8 tíma flug og 7 tíma munur.. Ég var fljót í gegnum eftirlitið en þurfti að bíða klst eftir hótel-skuttlunni.. 
26.júlí.. átti ég flug um hádegi til Juneau í Alaska, flugið var rúmir 2 tímar og 1 tími í tímamun bættist við.. ég var ekki með bílaleigubíl svo ég samdi við leigubílsstjórann um keyrslu í maraþonið..
27.júlí.. auðvitað vaknaði ég um miðja nótt.. og ekki vandamál að mæta kl 6 am í maraþonið til að fá númerið mitt.. Hlaupið var ræst kl 7.. mér gekk ágætlega.. ég var svo heppin að sjá 2 birni og ná mynd af þeim í húsagarði hinu megin við götuna.. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé birni í náttúrunni..
28.júlí.. Maraþon nr 2.. mér gekk ekki eins vel, tímamunur og þreyta gerðu vart við sig og svo var ég með sár á 2 tám frá deginum áður.. eftir maraþonið, fékk ég far upp á hótel, þar sem ég gat þvegið mér í vaskinum og skipt um föt.. og tekið skuttlu upp á flugvöll..
Þar sem ég var mætt tímanlega.. settist ég niður og tók því rólega.. þegar ég stóð upp klst síðar gat ég varla gengið og þurfti að útskýra fyrir fólkinu í eftirlitinu að ég væri ekki fötluð, ég hafi bara verið að hlaupa.. ég átti kvöldflug til Seattle og tapaði 1 klst, þannig að ég lenti þar um miðnætti.. tók skuttlu á hótelið og datt í rúmið án þess að fara í sturtu.. 
29.júlí.. tékkaði ég mig út og tók skuttluna kl 11 upp á flugvöll.. flugið heim var kl 15:50, næturflug eins og alltaf.
30.júlí.. lent kl 6 am og ég ósofin.. svo ég lagði mig fram að hádegi..

já góðan daginn.. held að þetta hafi verið síðasta hraðferðin mín..

Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023

Þetta var hlaupaferð.. og allt snérist í kringum hlaupin.. en takmarkið var að fara 6 maraþon.. já góðan daginn og undirbúningurinn var nær enginn.. ég var komin upp í rúma 5 km skokk.. 

29.maí... Við flugum til Baltimore, sóttum bílinn og gistum nokkuð nálægt..

30.maí... keyrði ég til Delaware þar sem fyrsta hlaupið er.. til að Lúlli þurfi ekki að hanga í bílnum á meðan ég er í hlaupunum, bókaði ég minnst 2 nætur á hverjum stað og ég keyrði frekar lengra í hlaupin.. 

31.maí... Fyrsta maraþonið í ferðinni... í Lums Pond State Park.. vaknaði kl 3am, lagði af stað kl 4am.. 20 mín keyrsla á startið sem var kl 5am.. Leiðin var ágæt og hiti þolanlegur.

1.júní... Næsta maraþon var í Fair Hills Elkton Maryland.. Lúlli fékk að vera lengur á hótelinu og beið síðustu 2 tímana í lobbýinu.. Ég vaknaði kl 3, fór kl 4 og hlauðið ræst kl 5.. Þessi leið var mun erfiðari, meiri brekkur, hiti og nær enginn skuggi.. Þegar ég hafði sótt Lúlli keyrði ég til Pennsylvaníu..

2.júní... Í dag ætlaði ég að fara þriðja maraþonið í Douglasville PA.. en hætti við, það áttu að vera fleiri brekkur og í dag var meiri hiti.. Við tókum það því rólega í dag..

3.júní... Mig langaði að sjá frelsisbjöllu Bandaríkjanna í Philadelphiu.. Liberty Bell. Þangað keyrði ég áður en við héldum áfram ferðinni.. það var múgur og margmenni að skoða gripinn en þetta tók samt ekki langan tíma.. Líklega keyrði ég um 500 km þennan dag því næst gistum við í Rensselaer rétt við Albany..

4.júní... Við skoðuðum okkur um, tókum það rólega, fórum í búðir og dúlluðum okkur.. en ég hafði misreiknað næturnar svo við urðum að kaupa okkur eina gistingu í viðbót..

5.júní... Við færðum okkur á hótel í Albany..

6.júní... Ferðinni var haldið áfram.. ég keyrði til Claremont í New Hamshire.. og nú tók ég 3 nætur til að Lúlli gæti verið á hótelinu.. 

7.júní... keyrði ég á startið á tveim næstu hlaupum.. því ég er alltaf að keyra í niðamyrkri í þessi hlaup og betra að hafa staðsetninguna á hreinu..

8.júní... vaknaði kl 3, lagði af stað kl 4 og hlaup ræst kl 5.. Þetta maraþon var í 30 mín fjarlægt, í næsta fylki, Vermont.. Leiðin var ágæt, engar brekkur, meðfram á.. 

9.júní... sama í dag, vaknaði kl 3, þó það væru 5 mín keyrsla á start, því við þurftum að taka allt dótið, tékka okkur út og Lúlli varð að bíða á startinu á meðan ég var í hlaupinu.. Eftir hlaupið keyrði ég til Wells í Maine.. Í þessu hlaupi var ein brött og erfið brekka sem gerði mér lífið leitt 16 sínnum.. ég var orðin aum ofan á ristum og framan á leggjum..

10.júní... Ég hafði haft hótel í 6 mín fjarlægt.. en fékk afboðun vegna viðgerða, þannig að rétt fyrir brottför fékk ég hótel í 30 mín fjarlægð.. þess vegna var sama rútína, vakna kl 3, fara kl 4 og start kl 5am.. L'ulli kom með, vildi ekki hanga á hótelinu.. Ég píndi mig í gegnum þetta.. var kominn með þvílíkan þrýsting á fæturnar, bólgna ökkla og aum upp að hnjám.. en náði að klára.. Ég komst síðan að því þegar ég kom heim að ég var með sinaskeiðabólgu, það marraði í vöðvunum framan á fótunum, og var ég verri á hægra fæti sama og ég ökklabrotnaði á fyrir tveimur árum.

11.júní... Það var komið að heimferð.. og 2-3ja tíma keyrsla til Boston.. Við Stoppuðum einhversstaðar á leiðinni, fengum okkur að borða og skiluðum bílnum í flugstöðinni.. Þeir voru svo almennilegir hjá Dollar að þeir keyrðu okkur á bílnum upp að brottfararsalnum.. Flugið heim var kl 20:50.. og það tók á þrýstinginn á fótunum.. Vélin lenti um kl 6 um morguninn og sonurinn sótti okkur... Allt er gott þegar allt hefur gengið vel og allir komnir heilir heim..

Við keyrðum um MD, DE, PA,NY, NJ, MA, VT, NH og ME 
Maraþonin voru í DE, MD, VT, NH og ME

Ég keyrði 1.122 mílur eða 1,843 km í þessari ferð.


Washington DC 23-31.mars 2023

23.mars.. Ég fór ein út enda var þetta eingöngu hlaupaferð og mikil keyrsla. Ég lenti í DC, fékk ágætan bíl og átti hótel í innan við klst fjarlægð.. næstu 2 daga voru langar keyrslur suður til Seneca í Suður Carolínu..

26.mars.. Brekkumaraþon í Seneca S-Carolina í dag.. ekki óvön því.. en það hafðist 🏃‍♀️👌🥳Eftir hlaupið keyrði ég 90 mílur eða um 145 km til North Carolina þar sem næsta maraþon er..

27.mars.
Marflatt maraþon í Mills River N-Carolinu.. í dag. Eftir maraþonið var 4 klst keyrsla norður, yfir Virginiu og inn í W-Virginiu.. um 220 mílur eða um 360 km.. það var æðislegt að komast í bað og í rúmið.. Ég á hótel hér í 4 næstur og get tekið 2 maraþon, 2 fylki hér, því fylkismörkin liggja við hlaupaleiðina..

29.mars.. Annað brekkuhlaup, Maraþon Bluefield í W-Virginu.. WV er Mountain MAMA.. söng John Denver.. Þetta var erfitt, fæturnir ekkert nema blöðrur en ég var ákveðin að fara daginn eftir.. svo ákveðin að ég þorði ekki úr sokkunum og svaf í þeim..

30.mars.. Um morguninn fór ég í morgunmat, var sennilega komin með vökvaskort því ég drakk of mikið af safa, vatni og kaffi og fékk heiftarlega í magann.. og hætti við hlaupið.. 

31.mars.. ég hafði lofað Indverja að vera samferða mér til DC.. ég hafði hins vegar ekki gert mér alveg grein fyrir hvað ég þyrfti að fara snemma af stað.. þegar ég lofaði því og tíminn var alltaf að færast fram.. Það endaði með því að ég þurfti að vakna kl 2am og við vorum lögð af stað kl 3 um nóttina.. því hann ætlaði að fá fluginu sínu breytt og þurfti að vera mættur milli 8 og 9 á völlinn..

Maður þarf að hafa athyglina í lagi þegar maður keyrir í 5 tíma (330 mílur) á 120 km hraða í niðamyrkri.. og vegavinna og þrengingar öðru hverju að auki.. svo ég sagði að hann ætti að leggja sig.. Ég skilaði honum af mér á flugvellinum um kl 8am.
Í DC keyrði ég niður að Hvíta húsinu, lagði bílnum síðan nálægt Lincoln minnismerkinu.. enda hafði ég ekki barið það augum áður.. þegar ég var að mynda kirsuberjatrén sem eru í blóma.. sá ég fólk með gæludýrin sín, hund og 2 gopher eða marðardýr??.. Ég þurfti að berjast við þreytuna um eftirmiðdaginn, eftir að hafa keyrt alla nóttina.. Ég reyndi að dingla mér í Walmart, tók blóðþrýstinginn.. hann var fínn. Ég fór síðan í fyrra lagi að skila bílnum, sem var bara ágætt og alltaf blessun að skila honum í heilu lagi.

Ferðin var á enda, 8 dagar... næturflug kl 20:35 til Íslands
3 maraþon.. SC, NC og WV
Ég keyrði 1.396 mílur eða um 2.300 km.



 

 


Annáll fyrir árið 2022

TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT

           ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2022

Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri)... Emilía Líf er 11 ára í dag, nýjársdag 2023... en fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.

STARFIÐ
Í covid var ég dugleg að setja myndbönd á netið og þá varð til myndband hjá mér sem ég nefndi ,,Heima með presti".. og í lok janúar ákvað ég að setja inn efni vikulega og tala út frá þema sunnudaganna í kirkjuárinu.. Í júlí fór ég í þriðja sinn og messaði í Hóladómkirkju.. Ég var atvinnulaus mest allt árið.. sótti um nokkrar prestsstöður á árinu án þess að fá.. minnistæðasta viðtalið við sóknarnefnd var þegar ég var í USA, og stoppaði í Walmart til að komast á netið, svaraði spurningum nefndarinnar og var með hugvekju í gegnum símann.. Um sumarið leysti ég af í Lágafellsprestakalli, Mosó.. I LOVED IT.

FJÖLSKYLDAN
Mamma fékk heilablóðfall í nóv 2021 og hefur verið bundin við hjólastól síðan því mátturinn hefur lítið komið til baka.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. en stærsti viðburðurinn var brúðkaup Lovísu og Gunnars á menningarnótt. Ég fékk þann heiður að gefa þau saman á heimili þeirra í Mosó.. og af því tilefni komu Bryndís Líf og Jarle með stelpurnar til landsins.. Nokkru síðar trúlofuðust Helga og Gunnar.. Í haust fengum við þær sorglegu fréttir að María Mist hefði greinst með MS sjúkdóminn.. og er hún í bænum okkar allra.
 

FERÐALÖG
Það er sagt að árin fari að hlaupa eftir miðjan aldur.. það er rétt, ég man ekki eftir öðrum eins hraða á neinu ári.. Eftir að hafa ekki getað ferðast í 2 ár, komst ég loksins í hlaupaferð í mars, flaug til Orlando og keyrði til Alabama.. það setti allt í ferðagírinn og ég fór reglulega erlendis að hlaupa.. Í Covid urðum við Lúlli að fresta ferð með Völu og Hjödda til Zion Utah, en við komumst í þessa ferð í lok sept. Ferðin var frábær.. og árið í alla staði gott. Þá má bæta við að ég fór tvisvar með Hörpu í tannlæknaferð til Budapest.

HREYFING
Ég hljóp 10 maraþon á þessu ári.. Ég átti aðgang í 2 maraþon frá síðasta ári sem hafði verið frestað, eins og t.d. Tokyo, sem var frestað aftur og átti ég aðgang í mars 2023. Ég átti bæði aðgang í Anchorage í Alaska og í Reykjavík.. en bæði maraþonin lentu á menningarnótt og ég valdi brúðkaupið AÐ SJÁLFSÖGÐU.. Við Vala hjóluðum, gengum og skokkuðum á árinu, mest úti í náttúrunni kringum Ástjörn og Hvaleyrarvatn.. Ég tók ratleikinn öll 27 spjöldin með systrunum.. Matthías, Indía og Mikael urðu léttfetar.

https://www.youtube.com/watch?v=oRE-mfVP7h8

GLEÐILEGT ÁR 2023 

 


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband