Leita í fréttum mbl.is

Búsáhaldabylting þess tíma - Matt. 27.kafli

-1- Að morgni gjörðu allir æðstu prestarnir og öldungar lýðsins samþykkt gegn Jesú, að hann skyldi af lífi tekinn.
-2- Þeir létu binda hann og færa brott og framseldu hann Pílatusi landshöfðingja.
-11- Jesús kom nú fyrir landshöfðingjann. Landshöfðinginn spurði hann: Ert þú konungur Gyðinga? Jesús svaraði: Þú segir það.
-12- Æðstu prestarnir og öldungarnir báru á hann sakir, en hann svaraði engu.
-15- Á hátíðinni var landshöfðinginn vanur að gefa lýðnum lausan einn bandingja, þann er þeir vildu.
-16- Þá var þar alræmdur bandingi í haldi, Barabbas að nafni.
-17- Sem þeir nú voru saman komnir, sagði Pílatus við þá: Hvorn viljið þér, að ég gefi yður lausan, Barabbas eða Jesú, sem kallast Kristur?

Trúr gyðingur gerði eins og æðstu prestarnir og öldungarnir fyrirskipuðu og þeir höfðu ákveðið að láta krossfesta Jesú.... en það er spurning hvort nafnið Barabbas hafi átt þátt í því hve þeim reyndist auðvelt að fá fjöldann með sér þegar þeir hrópuðu nafn þess sem þeir vildu lausan.
Bar þýðir sonur og Jesús notaði orðið ,,abba faðir"(Mark 14:36) þegar hann bað til Guð föður...
Bar-abbas hefur því getað skilist sem Sonur-Guðs föðurs.
Múgurinn og hermenn landshöfðingjans æstist upp við skrílslætin. það nægði ekki að Jesús væri dæmdur til dauða á krossi - heldur þurfti að auka sem mest á niðurlæginguna... Kristur var hæddur (27-29v), hrækt á hann og hann sleginn (30v). Spádómar ritningarinnar rættust.

-37- Yfir höfði hans festu þeir sakargift hans svo skráða: ÞESSI ER JESÚS, KONUNGUR GYÐINGA.

Í 3 klst... frá hádegi til nóns var myrkur (45-46v) og þegar Jesús gaf upp andann (50v), skalf jörðin, björg klofnuðu, grafir opnuðust og fortjaldið í musterinu rifnaði í tvennt (51-52v).
Síðustu skráð orð Jesús voru... Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?... fortjaldið rifnaði... Guð hafði haft afseturskipti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband