Leita í fréttum mbl.is

Tákn Jónasar - Matt. 26.kafli

-2- Þér vitið, að eftir tvo daga eru páskar. Þá verður Mannssonurinn framseldur til krossfestingar.
-3- Æðstu prestarnir og öldungar lýðsins söfnuðust nú saman í höll æðsta prestsins, er Kaífas hét,
-4- og réðu með sér að handsama Jesú með svikum og taka hann af lífi.
-5- En þeir sögðu: Ekki á hátíðinni, annars verður uppþot með lýðnum.

Páskar voru haldnir á 14.degi í fyrsta mánuði ársins (4.Mós 28:16)... dagurinn á eftir var helgur, ekkert mátti starfa... Þann dag hófst hátíð hinna ósýrðu brauða. 
Mér skilst svo að Guð hafi fyrirskipað Ísraelsmönnum að slátra páskalambinu og eta að kvöldi hins 14.dags (2.Mós. 12:1-8) en samkvæmt 17v borðar Jesús páskalambið með lærisveinum sínum að kvöldi 15.dags mánaðarins, þ.e. hins fyrsta dags hinna ósýrðu brauða...
Hátíðir gyðinga gátu lent á hvað vikudegi sem var og samkvæmt þeirra dagatali byrjaði hver sólarhringur við sólsetur.
Félli hátíð og hvíldardagur saman, var helgi þess hvíldardags ,,mikil" eins og Jóh 19:31, orðar það um þessa páskahátíð. Vandinn er að einhver tími leið þar til sagan var skráð og hljóta dagsetningar að hafa ruglast. Mestar líkur eru á, að Kristur hafi verið krossfestur á fimmtudegi.

Jesús segir í Matt 16:4 að ,,eigi verði þessari kynslóð gefið annað tákn en Jónasar" og táknið var að Jesús skyldi vera 3 daga og 3 nætur í skauti jarðar, eins og Jónas í kvið hvalsins (Matt 12:40).
Hvernig sem við teljum þá er ómögulegt að fá 3 nætur frá föstudegi til sunnudags.

En spádómar ritningarinnar komu fram (56v), Jesús var svikinn af einum lærisveini og allir hinir höfnuðu honum á þessari nóttu (31v).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband