Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

New York - Keflavík - heim

Heimferðardagurinn er alltaf langur, þá er maður að keyra síðasta spölinn, klára að versla og bíða eftir kvöldfluginu.

Ég kom við í nokkrum Walmart á leiðinni frá Mount Laurel NJ í leit að Lego geimstöð og 16" spidermanhjóli í kassanum. Þá stoppaði ég líka í Toys-R-Us og Macy´s, fékk mér að borða og svoleiðis.

Ég lenti í smá umferðarteppu í NY en tíminn var nægur hvort sem var. Þegar ég skilaði bílnum var ég búin að keyra 578 mílur og hlaupa 2 maraþon á þessum 4 dögum. 

Bíðari nr 1 sótti mig og allt dótið á völlinn og kom mér heilli heim Smile 


Mount Laurel NJ - New York NY

Þá er það smá búðarráp í dag, keyrsla til New York og flug heim kl 20:40

Þetta er búið að vera fínt, ég er búin að keyra um nokkur fylki og veðrið er búið að vera frábært þó það rigni úti núna. Ég er á glænýjum bíl, það var aðeins búið að keyra hann 2 mílur þegar ég fékk hann og hann er algjör draumur - hef ekki enn spáð í hvaða sort hann er !!! 

Ég var að pakka áðan, fékk mér morgunmat og nú ætla ég í síðustu búðirnar.  


Gettysburg PA - Mount Laurel NJ

Strax eftir Gettysburg North-South Marathon-ið settist ég upp bílinn og keyrði úr úr Pensilvaníu, gegnum Maryland, Delaware og til Mount Laurel í New Jersey.

Ég stoppaði tvisvar á leiðinni, fór í búð, fékk mér að borða og tók bensín.

Ég er búin að vera á hótelum með flottum morgunmat og guest-laundry og ekki getað notað morgunmatinn nema hér vegna þess að ég hef þurft að tékka mig svo snemma út til að fara í hlaupin.

Ég lagði af stað rétt fyrir kl 3 og kom hingað kl 8... og gisti á sama móteli og fyrstu nóttina í ferðinni. Á morgun flýg ég heim frá New York.

http://www.rodewayinn.com/hotel-mount_laurel-new_jersey-NJ258?sid=DVFji.fWfpSgPSc.9 

 

Rodeway Inn (NJ258)

1132 Route 73Mount LaurelNJUS08054

  • Phone: (856) 656-2000     room 125

 


Newark DE - Gettysburg PA

Eftir trailmaraþonið í gær, keyrði ég beinustu leið til Gettysburg. Keyrslan tók 2 tíma og korter á sveitavega-hraða. Veðrið var frábært og sveitirnar sem ég keyrði um voru eins og klipptar út úr ferðakynningarbæklingi.

Klukkan var orðin frekar margt svo ég ákvað að sækja ekki gögnin í dag, heldur í fyrramálið fyrir hlaup. Skrapp aðeins í Walmart - það var hálfa mílu frá hótelinu og svo er bara að borða og fara að sofa. Klukkan var sett á 3:40

Days Inn Gettysburg

 

865 York Rd, Gettysburg, PA, 17325 
room 518 


Mount Laurel NJ - Newark DE

Ég var lögð snemma af stað og komin fyrir kl 9 til Newark... Veðrið er frábært, sól og blíða. Ég var allt of snemma í því að tékka mig inn á hótelið, svo ég fór þangað sem maraþonið byrjar á morgun... Gögnin verða afhent við ráslínu á morgun svo það er ekkert EXPO í dag... Þá var það bara Walmart og Dollar Tree. 

Svo ætla ég bara að taka það rólega það sem eftir er dag.

 

SUPER 8 NEWARK DE

268 East Main StreetNewarkDE 19711 US 
Phone: 1-302-737-5050    room 204

http://www.super8.com/hotels/delaware/newark/super-8-newark-de/hotel-overview? 

 


Kef - New York - Mount Laurel NJ

Ég hef bara verið stillt í utanlandsferðunum þetta vorið, hef ekki verið úti síðan á jólunum. Vegna veikindanna var ég bara heppin að hafa ekki átt ferð um páskana og ég er því miður ekki búin að ná mér enn eftir þennan vírus... en ég átti þessa ferð í vændum og það var ekkert annað að gera en að láta sig hafa það.

Þetta er bara helgarferð og Bíðarinn bíður heima í þetta sinn. Ég átti flug kl 5 og lenti kl 7:15 á staðartíma í New York... ég hef sjaldan lent í annarri eins biðröð í tolleftirlitinu - beið á annan klukkutíma og var þess vegna ekki komin með bílinn fyrr en rúmlega kl 9. Það tók síðan tvo tíma að keyra til Mount Laurel í New Jersey. Ég hef gist hérna nokkrum sinnum áður og finnst þetta mjög skemmtilegur staður. 

Á morgun helg ég áfram til Newark í Delaware :)

http://www.rodewayinn.com/hotel-mount_laurel-new_jersey-NJ258?sid=DVFji.fWfpSgPSc.9 

 

Rodeway Inn (NJ258)

1132 Route 73Mount LaurelNJUS08054

  • Phone: (856) 656-2000

 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband