Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Los Angeles - Santa Rosa - Seattle - heim

Klukkan var stillt á 4:30 en Lúlli var búinn að vekja mig áður... Hótelið sem við vorum á, á örugglega heimsmet í þrengslum á bílastæðum. Við vorum lokuð inni, tveir bílar fyrir aftan okkur. Það var eins gott að við vorum komin út, tilbúin til brottfarar kl 5 því það tók sinn tíma að færa þessa bíla.

Við keyptum okkur SUBWAY og skiluðum bílnum til FOX sem var í sömu götu og hótelið. Við ætluðum að tékka inn 5 töskur en urðum að troða því í 4 á staðnum. Þegar við vorum laus við töskurnar fengum við okkur einn af Subway-inum.

Flugið var kl 8:40 til Seattle með millilengingu í Santa Rosa... við Lúlli fengum ekki sæti saman. Ég var aftast og sat við hliðina á ungum strák... og við uppgötvuðum eftir hálftíma að við vorum bæði íslensk.

Flugið til Santa Rosa var 1:20 mín, til Seattle var 1:50 mín og heim 7 klst. Við lentum kl 6:30 í Keflavík. Aldrei þessu vant fengum við töskurnar mjög fljótt... eða það héldum við, en við vorum rétt komin inn úr dyrunum þegar það var hringt frá Keflavík til að spurja hvort við hefðum tekið ranga tösku... Ójá, við vorum með eina tösku sem við áttum ekki. Hún var alveg eins og okkar, sama tegund, svipuð stærð og eins rautt krulluband... Svo ég keyrði töskuna í Reykjavík áður en ég fór í vinnuna.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                       


Santa Barbara - Los Angeles

Jonna hitar upp spilin í Santa Barbara

í gær kvöddum við Jonnu... það er alltaf erfitt að kveðja góða vini en við höfum svo sannarlega átt góðan tíma saman þennan tíma sem við höfum verið hjá henni. Vandræðin eru bara að hún vinnur mig alltaf í Rommí... ég er viss um að hún æfði sig áður en við komum.

Það er tveggja tíma keyrsla þaðan til LA... Við komum við í Camarillo, í nokkrum búðum m.a. í Outlet-inu, þar sem við keyptum okkur skó. Ég sótti númerið fyrir maraþonið þar...

Lúlli uppgötvaði þá að hann hafði gleymt jakkanum sínum hjá Jonnu... svo við ákváðum að sækja hann eftir hlaupið daginn eftir (5.jan). 

New Years Race LA, 4.1.2013

Síðan sótti ég númerið fyrir New Years Race, downtown LA... Við rétt náðum að sækja númerið, tékka okkur inn á hótel... ég klæddi mig og við fórum í hlaupið í Hollywood. Það var ræst rúmlega 7pm... kvöldhlaup.
Það var ágætis ljósadýrð í kringum það... og leiðin flóðlýst í kringum Dodgers leikvanginn... Þetta var hálft maraþon, ekkert nema brekkur. Í fyrsta sinn EVER hljóp ég með síma og tók myndir á leiðinni. Ég var alveg komin með nóg þegar ég komst í markið... enda algerlega æfingalaus.

New Years Race LA, 4.1.2013 034

Það voru síðan tvær mílur í bílinn og umferðarhnútar á leiðinni til baka... ég held ég hafi sofnað kl 1:30 am og var þá ákveðin í að sleppa maraþoninu í Camarillo. Ég sá í athugasemd um hlaupið að það gæti verið mjög vindasamt þar.

í dag: Jakkinn... já við ákváðum að versla og skeppa aftur til Camarillo, koma við hjá Hrefnu og sækja jakkann til Jonnu... Svo við kvöddumst tvisvar -í-bili-


Síðasti dagurinn í Santa Barbara - í bili.

Santa Barbara 30.12.2013 019

Við sjáum nóg af óveðursfréttum, allt á kafi í snjó á austur-ströndinni, í Boston og New York, búið að fresta fleiri hundruð flugum... svo "flugurnar" bíða.
Hér er 20-25°c hiti og verið að slá grasið í garðinum.

Við erum búin að hafa það svo gott hérna, veðrið hefur verið óvenju gott miðað við árstíma, yfirleitt var ég í þunnri yfirflík þegar við gengum upp að strönd á haustin á fyrri árum, en nú dugar hlýrabolur. 

Jonna í

Við höfum notið hátíðisdaganna í rólegheitum og við höfum tvisvar keyrt til Oxnard og Camarillo. Í seinna skiptið kom Jonna með okkur og við heimsóttum Hrefnu í Camarillo.

Við  Lúlli kynntum Wal-mart fyrir Jonnu... Wal-martið sem hún hafði farið í einhverntíma á síðustu öld var eins og -hola-í-vegg- miðað við þetta. Við settum Jonnu beint í rafmagns-stólinn og hún þeyttist um alla búð Wink 

Nú er bara að pakka saman og vera tilbúin til brottfarar, því í fyrramálið keyrum við til Los Angeles. 

 


Gleðilegt ár 2014

Hlaupa-annállinn hefur verið birtur á http://byltur.blog.is en hér verður uppdate á flestu öðru sem gerðist á árinu.
Með pabbaEins og fram kemur á byltublogginu var árið 2013 viðburðarríkt, bæði gleðilegir og sorglegir atburðir gerðust. Við misstum kæran vin okkar, Braga Freymodsson í byrjun janúar og í október dó elsku pabbi minn mjög snögglega. Maður er aldrei viðbúinn þó maður viti að einhverntíma komi að slíkum sorgardegi í lífi manns, því maður vonar að hann komi einhverntíma í framtíðinni. Þeirra verður sárt saknað.
Blessuð sé minning þeirra. 

 

Emilía Líf 2ja ára 2014

Afmælisbarn dagsins - nýjársdags... er fyrsta og ennþá eina langömmudúllan mín, Emílía Líf... Hún er 2ja ára í dag. Við Lúlli pössuðum hana svolítið síðasta sumar og okkur fannst hún ótrúlega mikið krútt. Síðasta haust flutti litla fjölskyldan til Noregs en við lifum á því að þau flytji aftur eftir nokkur ár. Á meðan notum við Skype :) 

Stórafmæli: Pabbi varð 80 ára í janúar, Óli 40 ára, Svavar 30 ára og Bryndís Líf 20 ára. 


Fjölgun: Á þessu ári á ég von á sjöunda barnabarninu og öðru langömmubarni.

Útskrift 1.7.2013 303

Hlaup: Ég get ekki sagt að ég hafi hlaupið (æft) mikið þetta árið en náði samt að komast 18 maraþon í 8 ferðum til USA. En ég hef tekið þá ákvörðun að fara annan hring um fylki USA. Ég hljóp aðeins 1 maraþon heima á þessu ári, þ.e. Reykjavíkurmaraþon. Svavar og Lovísa fóru 10 km. :)

Áfangi: Ári eftir útskrift úr Guðfræðideild HÍ fékk ég, ásamt fleirum, "embættisgengi" við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Nú get ég loksins sótt um prests-embætti :) 

Lúlli var heiðraður fyrir lífsstarfið á Sjómannadaginn :)

ratleikur 1.8.2013 011

Ratleikurinn: Við systurnar, (ég, Berghildur og Edda) Inga Bjartey og Matthías músaskott tókum þátt í ratleik Hafnarfjarðar. Ég ein kláraði öll 27 spjöldin, Berghildur, Edda og Matthías (4 ára) tóku 18 spjöld og Inga Bjartey 9 stk. Ég skilaði samt aðeins inn fyrir 18 spjöld því ég hafði ekki áhuga á vinningnum fyrir allan leikinn, vildi frekar eiga möguleika á gönguskóm en líkamsræktarkorti.
Ég gekk nokkrum sinnum á Helgafell, fór á Húsfell, Esjuna og gekk Selvogsgötuna.

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013 432

Götusýningin: Við Edda tókum þátt í listasýningu Íslandsbanka en sýningin var á strætóskýlum höfuðborgarsvæðisins. Þessi sýning var í tengslum við Menningarnótt og var svolítið skemmtilegt að sjá myndina sína í stækkuðu formi til sýnis.

Systraferð til Florida: Ég hafði upphaflega ætlað ein til Florida yfir Thanksgiving en ferðin breyttist í systraferð, sem tókst frábærlega vel... Við versluðum grimmt dag-og-nótt og síðan hljóp ég Space Coast Marathon á Cocoa Beach. Ferðin var í viku og var eiginlega "of stutt" og við hefðum líka getað þegið meira töskupláss :)
Héðan í frá gæti ég farið að selja í maraþon-ferðir með mér :)

Þennan annál skrifa ég í Santa Barbara í Californíu en við Lúlli keyptum þessa ferð á miðju ári 2013. Ég hljóp á annan í jólum (algerlega æfingalaus) en á eftir að hlaupa hálft maraþon í Hollywood 4.jan og heilt maraþon 5 jan í Camarillo. Við fljúgum síðan heim 6.jan LAX - SEATTLE - KEF. 

Óska ykkur farsældar á þessu nýja ári :)


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband