Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Vika eftir af skólanum :)

Hvílíkt hvað þetta er fljótt að líða áður en maður veit af verður komið nýtt ár 2010...

Þessi vika verður verkefna- og ritgerðar-skilavika hjá mér. Ég er að klára ritgerð í kirkjufræði/trúfræði Smile Smile Smile... enginn smá léttir að vera að skila henni og þá verður 1 verkefni eftir hjá mér.

Mér hefur tekist að lesa námsefnið jafnóðum... komið lesin í alla tíma... nema þegar bóksalan hafði klikkað og bækurnar voru ekki til... en það er bara frábært að vera búin að lesa allt.  


2012

Sá myndina í kvöld, fannst hún löng... en datt samt ekki í hug að hún væri 3 tímar. Brellurnar voru raunverulegar, einmitt eins og manni gæti dottið í hug að náttúruhamfarir að þessari stærðargráðu gætu orðið.
Það var nokkuð um biblíulegar hliðstæður s.s. sonur aðalpersónunnar hét Nói. Þá myndi það lýsa guðleysi heimsins að menn horfðu fremur til spádóma austrænna trúarbragða, þó menn hefðu frasa eins og ,,Jesús Kristur" á takteinum. 

Ríkisstjórnir heimsins létu byggja 7 stk arkir til að komast af í fljóðbylgjum jarðskjálftanna, flóðið náði til hæstu fjalla jarðarinnar, og þeir tóku með sér dýrategundir, fíla, gíraffa. ljón og fl.

Stærð og lögun arkanna, risastórar og yfirbyggðar, svipar til lýsingar Biblíunnar. Í lok myndarinnar sáust 3 arkir sigla saman inn í nýtt tímaskeið sem byrjaði á ártalinu 1.
Bæði 7 og 3 eru táknrænar tölur, sjö vísar til hins óendanlega (7 dagar í viku) og þrír tákna hinn þrí-eina Guð - heilaga þrenningu, sem kristnir trúa að muni stjórna frá Dómsdegi, þegar hin nýja Jerúsalem kemur niður af himni eins og Opinberunarbók Jóhannesar segir.


Allt komið í sinn vana gang

Það er vika síðan ég kom heim... ég hef verið frekar löt, lesið það sem ég hef þurft að lesa, en ég hef hummað af mér þessar ritgerðir og skróp-verkefni sem ég þarf að skila.

Jesaja er nú bara dásamlegur, trúfræðin er allt í lagi en ég hef ekki jafn gaman af trúarlífssálarfræðinni.
Ég hef meiri áhuga á að prjóna og sjónvarpinu heldur en ritgerðarstússi... sem virkar þannig að ég man ekkert hvað ég hef verið að lesa.
Hvað á ég að gera ?

En þessi afmælisbörn fá kveðjur frá mér í nóvember:
Mein Sohn átti afmæli 7.nóv...
Linda á afmæli í dag 10.nóv... Happy birthday, Linda 
Ragnar Rúnar á afmæli 15. nóv...
Bryndís Líf á afmæli 29. nóv... 
Björg vinkona á afmæli 30. nóv...


IN´N´OUT of America

Þetta var söguleg ferð. Í fyrsta lagi varð ég að kíkja á flugmiðann til að vita hvert ég var að fara.
Ég lenti í Boston og hélt áfram ferðinni til N-Carolina daginn eftir. Flugið með Delta til Raleigh var stutt sem betur fer ,,flugan" var svo lítil að flugvélatöskur voru teknar af manni við innganginn, maður þurfti að bakka, með allt niðri um sig inn á klósettið og var í algjöru krumpi þar inni.

Í Raleigh var þægilegt að vera, ekki flókið vegakerfi.. og stutt á hótelið, búðirnar í næstu götu og stutt í hlaupið.

Ég komst að því að þessi ferð var hámarkið í kæruleysi, því ég hafði gleymt að prenta út ferðaáætlunina... langt frá því að ég hafði pantað allt og mundi ekki neitt Blush

Það kórónaði svo vesenið að ég tímdi ekki að borga $8 á dag fyrir netið... enda var ferðin stutt og ég áætlaði að vera sem minnst á hótelinu. Eins og venjulega er Best Buy besti kosturinn til að komast á netið, senda sms á ja.is, blogga og fl, en þar er ekki hægt að senda email. Þar skrifaði ég niður heimilisfangið til að komast í maraþon-expoið.

Ferðin bar nafn með rentu IN´N´OUT of America... enda stysta ferð sem ég hef farið. Maraþonið gekk ágætlega og ég gat verslað eitthvað... svo var ég komin heim áður en ég vissi af.


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband