Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2022

Budapest 13-27.okt 2022

Við Harpa vorum að fara í seinni tannlæknaferðina.. Fyrri ferðin gekk vel hjá mér, en var auðvitað áfall fyrir Hörpu að lenda í Hjalta og Íslensku Klínikinni.. og ótrúlegt að Hjalti, Íslenska Klínikin segist hafa kært Hörpu fyrir tilraun til fjárkúgunar því hún vill að Klínikin greiði það sem kostaði að laga mistökin eftir þá... Þetta hefur komið fram í Fréttinni, DV og Mannlífi..
Við höfum hins vegar fengið frábæra þjónustu hjá Helvetic Cliniks.. sem er með vottun valin besta tannlæknastofan í Evrópu og 5. besta í heimi.. 
Bara til að upplýsa vinnubrögðin í Budapest, þá fær maður tilboð þar sem hver tönn hefur sérstakt númer og sunduliðaðan kostnað.. og því auðvelt að reikna út hvað kostar að gera við hverja tönn.. 
Við Harpa tókum AirB&B í þessari ferð, litla íbúð við göngugötuna og í uþb km fjarlægð frá stofunni... Við keyptum okkur oft morgunmat á hótelinu þegar við áttum tíma snemma. Við skoðuðum kirkjur, Hospital in the Rock og fl.. Einn dag þegar við áttum ekki tíma skelltum við okkur með lest til Bratislava í Slóvakíu.. Þar skoðuðum við Bratislava kastala, borðuðum, versluðum og tókum lestina til baka.. 
Síðasti tíminn hjá mér var fyrir hádegi sama dag og við fórum heim.. en þann dag var ég búin að vera 1 mán í burtu fyrir utan 1 dag (12.okt) sem ég var heima milli ferða.


Nevada - Utah - Arizona 27.sept til 11.okt 2022

27-30.sept...
Þetta er fyrsta ferðin sem Lúlli fer í eftir Covid. Við, Vala og Hjöddi verðum úti í 2 vikur. Við millilentum í New York á leiðinni til Las Vegas.. Við fengum þennan fína van hjá FOX svo það fór vel um okkur.. Við gistum fyrstu 3 næturnar á Golden Gate Hotel í miðbænum.. Fyrst var að jafna sig eftir flugið, versla vatn og fleira. Við skoðuðum útilistaverk sunnan við Las Vegas.. heimsóttum Lilju en 30 sept keyrum við til Utah.. á leiðinni skoðuðum við Valley of Fire..

30.sept- 2.okt
Við tékkuðum okkur inn á Quality Inn, ég sótti númerið, ath aðstæður og gerði mig klára fyrir maraþonið 1.okt. en þetta varð með erfiðustu maraþonum sem ég hef farið.. en allt um það á byltur.blog.is.. Daginn eftir keyrðum við til Hurricane UT en þar gistum við í 5 nætur

2-7.okt ZION þjóðgarðurinn - Norður Rim Grand Canyon
Það leit ekki vel út með veður fyrsta daginn en við keyrðum í þjóðgarðinn, keyrðum að norður innganginum, og skoðuðum snarbrött fjöllin, fórum í gegnum göng.. veðrið lék við okkur.. Daginn eftir fórum við Vala bara tvær, eldsnemma með nesti og gengum NARROWS en eftir ca 2 km göngu í vatninu, gáfu vaðskór Volu sig, botnarnir losnuðu í sundur.. og hún varð að skipta yfir í strigaskóna... við fórum aðeins lengra en snérum síðan við... tókum rútuna til baka og fórum út til að ganga ANGELS LANDING.. Veðrið var ótrúlega flott.. en engin myndavél mun nokkurntíma ná að fanga þessa dýrð.. Daginn eftir notuðum við til að keyra að norður-rim Grand Canyon, því strákarnir höfðu bara komið á suður-rimina. Við notuðum tækifærið að skoða Angels Window og fleira sem var við Cape Royal en sá vegur var lokaður þegar við Vala vorum þarna í gönguferðinni 2019.. Síðasta daginn í Zíon notuðum við til að fara með strákana í þann hluta garðsins þar sem við gengum.. Daginn eftir keyrðum við til Las Vegas.

7-8.okt N-Las Vegas 
Við tékkuðum okkur inn á hótel, fórum í búðir og út að borða, á morgun keyrum við norður til Beatty, skoðum útilistaverk, gamla námubæi, Alian Center og fleira..

8-9.okt   Beatty
Við gistum í Beatty, fr´bært hótel, lítll og fallegur bær, við borðuðum kvöldmat úti á rómantískum veitingastað, frábæra steik. daginn eftir keyrðum við áfram norður, sáum fleiri námubæi, skoðuðum International Car Forrest, keyrðum suður heimsóttum Alian Bar og Arial 51.. þetta var langur hringur.. þó nokkur keyrsla en við komum aftur til Las Vegas seinnipartinn..

9-11.okt Las Vegas - Hótel Rio
Eftir Covid er manneklan þvílík að það tók 3 klst að tékka okkur inn á Ríó.. Hótelið er flott, það vantar ekki, góð herbergi og allt til fyrirmyndar, en við hefðum ekki haldið þessa innritun út ef við hefðum verið að koma úr flugi.. Við hvíldum okkur, borðuðum úti, versluðum og pökkuðum.. Ferðin velheppnuð en er að verða búin..

11.okt.. Við tékkuðum okkur út snemma, ég skilaði bílnum, við áttum flug um hádegið til New York og næturflug heim um kvöldið... Lentum í Keflavík um kl 9 daginn eftir... 12.okt. 

 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband