Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Spennubreytirinn brann yfir

Þega ég stakk tenginu í samband sló rafmagninu út... ég sló því inn og kveikti á fartölvunni. Netið kom ekki inn svo sonurinn var ónáðaður... Hann tók eftir því að tölvan gekk á batterínu... ég hélt að millistykkið væri ónýtt - ljósið var löngu farið. Svo ég skipti um millistykki... og var búin að vinna allt kvöldið í tölvunni þegar það kom viðvörun - MJÖG lítið rafmagn eftir.

Ég opnaði emailið og sendi mér ritgerðina og glósur allra námsefnanna í tölvupósti... ég rétt slapp áður en hún dó...

Nú vantar mig spennubreyti fyrir HP pavilion 402018-001 :) ef einhver á??? 


Fallegastar í heimi

Það finnst hverjum sinn fugl fagur... en það er öruggt að við eigum fallegustu kindur í heimi. Það mætti halda að þessar hafi farið í bað og skinnið blásið og greitt... en nei þessar eru nýkomar af fjalli, bíða í réttinni eftir...

fallegastar :)


Selvogsgatan 18.sept. 2010

Selvogsgatan 18.9. 2010

Spáin var: lítilsháttar skúrir... en við vorum ótrúlega heppnar, það komu nokkrir dropar í lokin.

Við lögðum af stað frá Bláfjallavegi rétt fyrir kl 11. Það var 8°c og strekkingur á móti og hefði verið þægilegra að ganga frá Selvoginum, en við vorum komnar á staðinn... þjónustu-fulltrúi Gengisins keyrði.

Varða á Selvogsgötunni 2010

Það var drjúgur spotti upp í Kerlingarskarðið en síðan lá leiðin frekar niður á við. Ég hef ekki gengið þessa leið áður svona seint í árinu. Haustið sást ekki auðveldlega... nema berin eru ofþroskuð.

Eftir að hafa borðað nestið, losnaði um poka fyrir ber og ég næstum fyllti hann á leiðinni. Við stoppuðum alltaf stutt. Við mættum einum manni í upphafi ferðar annars var ekki sálu að sjá. 

Tinna í rétt við Vogsósa 2010

Þjónustufulltrúinn hringdi tvisvar til að vita hvernig gengi... og í seinna skiptið voru hann og Tinna stödd í réttum í Selvoginum og þegar við Berghildur höfðum skilað okkur á leiðarenda, litum við í réttirnar til að taka nokkrar myndir.

Selvogsgatan er 16 km og við vorum 5:20 á leiðinni.


Bara gott að Jenis standi á sinni sannfæringu

Hverjum manni leyfist að hafa sína skoðun og fólk á að vita hvar stjórnmálaleiðtogar standa. Auðvitað er afstaða hans blásin út eins og hann hafi framið glæp með sinni afstöðu til samkynhneigðar en þetta er háttur blaðamennskunnar.

Biblían tekur skíra afstöðu til samkynhneigðar karlmanna.
Þetta kemur fram í lögmáli Gt, 3.Mós 18:22... Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð... og í Nt 1.Kor. 5 og 6 er talað um saurlífismenn og kynvillinga og menn eru hvattir til að sitja ekki til borðs með þeim (1.Kor 5:11).

Biblían er mjög karllæg og gerir ekki ráð fyrir að tvær konur hafi áhuga á að ,,liggja saman" eins og það er orðað, þó maður geri ráð fyrir að afstaðan sé sú sama og gagnvart karlmönnum.


mbl.is Danir blása Jenis-málið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband