Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Brjálað veður


Það er brjálað veður úti, sem betur fer er komin helgi og í svona veðri er það góður tími til að lesa, sofa og hugsa málið.  Gasp 
Maður þarf öðru hverju að gera það.  Ég er ekkert farin að æfa aftur, en það verður tekið á því eftir helgi ... Wink alveg satt.

Við erum auðvitað að skipuleggja árið, utanlandsferðirnar. 
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Smile

Eins og ég hef bloggað áður, þá lifði ég fyrir áramót á þeirri hugsun að útskrifast með BA gráðu eftir þessa önn og taka mér svo frí frá skólanum í 1 ár. 

Ég hef ekki bara safnað vitneskju í skólanum, heldur líka kílóum.  Frown
Þetta er sjötta árið mitt í fullu námi, á fullri ferð og mig er farið að hlakka svo til að eiga líf utan skólans... sem er nú bráðnauðsynlegt þegar maður er eins ríkur og ég er, 4 börn og 5 barnabörn.

En auðvitað verð ég að halda vel á spöðunum.... hjörtunum, tíglunum og laufunum til þess að takast það.


Pabbi á afmæli

pabbiHeart

Til hamingju með daginn pabbi,

Pabbi er 75 ára í dag, stórafmæli.
Ég hef nú ekki heyrt hvort það verður haldið upp á það öðruvísi en að við systurnar rekumst inn.  En það er líka ágætt.

Þegar við mættum í heimsókn voru bræður pabba þar.  Erlingur hálfbróðir kom alla leið frá Danmörku og Hilmar frá Ólafsfirði. 
Wink frábært

Helgin hefur verið ströng. 
Harpa flutti í nýja húsið í gær.  Smile gaman hjá þeim en það var heljar vinna að koma því öllu saman, klára það sem hægt var að klára, þrífa, pakka og flytja.
TIL HAMINGJU MEРNÝJA HÚSIÐ Smile 


Til hamingju Sigurður Bragi


Sigurður BragiHeartWizard Heart  Svo var ég að líta á dagatalið, Sigurður Bragi (19 ára) átti afmæli 29.des, en þá vorum við í Redondo í slitróttu netsambandi og ég gleymdi alveg að óska honum til hamingju með daginn.

Til hamingju með afmælið um daginn elsku Sigurður Bragi okkar.happy


Komin heim aftur

ég verslaði svolítið
Við komum heim í morgun, lentum 8:15. 

Það var víst 2ja tíma seinkun á fluginu út.  Við vöknuðum kl 6 í gærmorgun og höfum því verið á ferðalagi í 19 tíma. 
Ég er svo heppin að byrja ekki í skólanum fyrr en á morgun. 

bryggjan í RedondoÆtla að hanga uppi í dag til að snúa tímanum strax, Lúlli er sofnaður í stólnum. 

Við lentum á svakalegum útsölum í LA, og versluðum grimmt. 
Þá vorum við líka heppin að vera í LA þegar það rigndi í St. Barbara og öfugt.  Við dönsuðum anti-regndans

Lúlli á ströndinniStröndin í Redondo og bryggjan er dásamleg. 
Á ströndinni er breiður malbikaður stígur skiptur í 3 brautir, ein braut fyrir gangandi og tvær... ein í hvora átt fyrir hjólandi og línuskauta. 

En Steinunn Danley á afmæli í dag.... hún er fimmtug

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN   Kissing


Steinunn 50 ára

Steinunn og Bragi
Til hamingju Steinunn . . .  Heart Wizard

í kvöld var íslenskt lambalæri med öllu tilheyrandi, tilefnið var fyrirfram afmælisveisla vegna fimmtugs afmælis Steinunnar. 
Til hamingju .....

Hún á afm
æli 15. jan... en við verðum þá á leiðinni heim... Crying

Steinunn og JonnaÞ
ess vegna var algjör snilld að slá upp veislu - sérstaklega vegna þess að við borðum nú svo lítið hér í USA. . . Pinch
en það virðist vera mikill raki í loftinu hérna...
því að öll fötin okkar hafa hlaupið Woundering 

Við vorum með einiberjakryddað lambalæri sem var algjört sælgæti.  Dinner-músíkin var létt píanó-undirspil af diski Hauks Heiðars.  Þetta var hreint frábært kvöld. 
Að sjálfsögðu var spilað UNO á eftir..... Lúlli TAPAÐI.

á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ Þ  æ  ö Ú Ó Ð


þrettándaveisla

Tengdamamma er 81 árs í dag, 6.jan .... til hamingju Heart 

Við reyndum að hringja heim í gær, en krakkarnir svöruðu ekki.
En svo talaði ég við Hörpu á msn í morgun og allt var gott ....  
skokkaði eftir ströndinni.... þetta er í annað sinn sem ég skokka. Frábært. Cool

Við tókum saman smá ferðadót, afmælisgjöfina til Steinunnar, borðuðum breakfast á The Home Town Buffet og keyrðum til Santa Barbara. 

Þar beið okkar hangikjötsveisla med nýrri tegund af uppstue ,,Jonna's Special" . 
Og .... svo var spilað UNO.... og kartöflur og rófur. Wizard 

 á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ Þ  æ  ö


Kaupa meira


Við höfum lítið orðið vör við óveðrið hér í Californíu.  Fréttir í sjónvarpi hafa verið fullar af viðvörunum  en versta veðrið er fyrir norðan, einhversstaðar hjá San Francisco.  Það rigndi aðeins hér í gær og eitthvað hefur verið vindasamt í nótt, því göturnar voru fullar af pálmadrasli. 

Við heimsóttum kirkju Hafdisar frænku minnar í Rolling Hills.  Þar var matur eftir messuna.  Síðan lá leið okkar í nokkrar búðir.  Lúlli er farinn að skilja jakkann sinn eftir í bílnum, það er svo heitt í þessum búðum og svo er honum heitt í hamsi, kominn með íslenskt kaupæði. 

Einu sinni var erfitt að fá hann til að máta, en nú segir hann við mig við innganginn..... ferð þú ekki bara í stelpudeildina !!! Kissing 


Komin til Redondo aftur


Solvang 023Við erum komin með nýtt verkefni núna..... kaupa stærri föt á okkur, okkur gengur mjög vel að hlaupa í spik, höfum ekkert fyrir því. 
Jonna og Bragi hafa dekrað svo við okkur að við förum stækkandi.... Blush

Við fórum til Solvang í gær, borðuðum hádegismat þar og síðan á
2 vín-búgarða.  þar smökkuðum við fjölda rauðra og hvítra vína.  Steinunn keyrði

Um kvöldið borðuðum við á TEE-OFF og Solvang 026svo var spilað UNO.  
Hreint frábært.  Sideways
Í morgun fórum við í Costco en síðan renndum við Lúlli til baka til Redondo Beach.  

Það hefur varla verið talað um annað í fréttum hérna en óveðrið sem er von á.  W00t
   
Þeir dansa hér regndansinn alla daga.... bíða eftir og biðja stanslaust um rigningu..... við erum ekki sammála, en vildum vera komin niðureftir áður en það byrjaði að rigna.

Það verður að segjast eins og er.... við myndum ekki verða svo mikið vör við rigninguna.... erum svolítið mikið í búðum Wink


Enn byrjar nýtt ár

Héðan er allt gott að frétta. það er víst vetur hérna en við tökum ekkert eftir því... veðrið er svo dásamlegt. Cool 
Við vorum með íslenska veislu í gær, steiktur íslenskur fiskur og á eftir var spilað UNO.  Wizard

Við fórum síðan allt of seint að sofa, erum enn á vitlausum tíma. 

í dag ætlar Steinunn að fara með okkur á vínbúgarða einhversstaðar hjá Solvangi og Neverlandi Michael Jackson's, aldrei að vita nema maður banki aftur hjá goðinu, hann svaraði ekki bjöllunni þegar við heimsóttum hann síðast. Blush

 á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ  æ  ö


Smá ferðasaga

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla Heart

Ferðin gekk ekki snurðulaust fyrir sig.  Woundering
Fyrst var 6 tima flug til New York, við vorum með 2 töskur i farangri sem við endur-innrituðum eftir skoðun til LA. 
önnur þeirra var full af frostinni matvöru, bæði kjöti og fiski.
Fluginu til LA seinkaði, biðum i 3 klst. Gasp
Flugið til LA var 5:45, það er svo miklu lengra að fljúga gegnum NY en Minneapolis.  

Töskurnar okkar urðu auðvitað eftir, svo þarna bættust við 2 timar i viðbót... það varð að hafa það.... Errm

þá var það bílaleigubíllinn sem við pöntuðum svo ódýrt hjá Dollar á netinu, vegna þess að við erum með Bissness-Visakort sem tryggir okkur hjá bílaleigum lika... en Dollar samþykkti það ekki, reglur fyrirtækisins.  þegar það var búið að bæta tryggingunum ofaná verðið, var bíllinn orðinn rándýr..... Shocking
við fórum þá til Hertz, en þeir áttu bara lúxuskerrur eftir.... af þvi að ég er Goldmember, pantaði maðurinn leigubíl fyrir okkur og gaf okkur 25 $ voucher sem dugði næstum fyrir bílnum. 

kl. 4 um nóttina á Californíutíma komum við í íbúðina í Redondo, töskulaus og bíllaus.  Blush
Við hringdum í Jonnu og Braga til að láta vita af okkur og Lúlli hringdi heim i Hertz og pantaði bíl. 
Bílinn fengum við ekki fyrr en rúmum sólarhring seinna. 

þegar leið á daginn hringdi ég öðru hverju til að athuga með töskurnar, en það endaði með þvi að Lúlli fann þær sjálfur í hrúgunni, þegar við sóttum bílinn.  þá var liðinn 2 og 1/2  sólarhringur frá þvi að Lúlli pakkaði matnum niður.  Whistling
Sem betur fer var allt i lagi með allt saman, því Lúlli pakkaði þessu öllu svo vel...  allt í einangrunar-umbúðum.  Wink

á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ  æ  ö


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband