Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Dagur 3 í Orlando - Black Friday

Dagur 3 í Orlando 001

Við héldum að við yrðum frekar rólegar í dag EN það var misskilningur...

við vöknuðum kl 5 í stað 3 í nótt og skelltum okkur af stað... beint upp í útsöluþorp og byrjuðum að hala inn pokana... enda BLACK FRIDAY ;)

Berghildur og Edda voru miklu duglegri en ég... áður en við vissum af vorum við búnað að fylla skottið á bílnum.

Dagur 3 í Orlando 004

Við tókum okkur smá pásu í hádeginu, borðuðum morgunmat á Golden Corall... æðislegar ommilettur, hars browns og allar kúnstir. Við hreinlega ultum út og hefðum ekki þurft að borða meira í dag... Síðan fórum við í nokkur moll... Við versluðum stanslaust í 14 tíma... geri aðrir betur.

Það þýðir auðvitað að við þurfum ekki að fara SVO snemma af stað á morgun. 


Dagur 2 í Orlando - Thanksgiving

dagur 2 001

 

Við vorum komnar út eldsnemma... svo snemma að það var ekki búið að opna í Útsöluþorpinu... sem opnaði kl 10 am. 

Við tókum því eina ferðamanna-keyrslu niður International Drive. Sáum húsið sem er á hvolfi og eitthvað fleira var þarna að skoða.

dagur 2 005

Eftir að það opnaði var dagurinn FLJÓTUR að líða. Við versluðum MIKIÐ og spöruðum ÓGEÐSLEGA MIKIÐ.

Við fengum okkur að borða á DENNY´s og renndum svo í WAL-MART... Þetta er í eina skiptið sem við höfum bakkað út þaðan.
Það var brjálað að gera, hundraðmetra röð að öllum kössum og hreinasta geðveiki að ætla að "skreppa" inn.

dagur2 001

Við ákváðum því að fara frekar í TARGET... en maður minn það var biðröð í kringum húsið... Við fórum heim í BILI ;)

Þegar pokarnir voru komnir á rúmið sáum við að við höfðum getað verslað þó nokkuð.  


Dagur 1 í Orlando

dagur 1 í Orlando

Við sváfum ágætlega... borðuðum ágætis morgunmat og gerðum smá teygjur fyrir búðarrápið... við ætluðum að taka vel á því í dag.

Það var byrjað í Dollar Tree, síðan Walmart, Target, annað Dollar Tree, og annað Walmart og borðað á Golden Corrall.

Berghildur tekur myndir af öllu en snúran til að færa á milli er heima... svo minn gamli Sony Ericsson bjargar málinu til sanna fyrir fólkinu heima að það er hörku vinna að versla.


Keflavík - Orlando Florida

Þetta er í fyrsta sinn sem við systurnar förum erlendis saman. Það var ekki upphaflega planað, því ég ætlaði ein... en í ratleiknum í sumar ákváðu þær að koma með :D
Þetta er kannski bara byrjunin á einhverju meiru :)

Flugið hingað var óvenju langt, tók 8 og hálfan tíma... og ég búin að sjá allar bíómyndirnar mörgum sinnu í flugvélinni. Við vorum ekki komnar í bælið fyrr en tólf á staðartíma, kl 5 um morguninn heima...

Það var ekkert mál að vera 3 í herbergi... kostar ekkert meira... en við fengum síðasta herbergið með 2 rúmum.

Super 8
5900 American Way, International Drive
Orlando 32819
room 256


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband